„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2021 13:04 Björn Leví segir Pírata ráðfæra sig við lögfræðinga um framhaldið. Mögulega muni koma til kasta lögreglu, kjörbréfanefndar Alþingis og jafnvel dómstóla. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. „Þetta er íslenskuvandamál,“ segir Björn um fyrirbærið „endurtalningu“. „Við hugsum um endurtalningu sem mjög eðlilegan hlut. Og það er alveg satt áður en yfirkjörstjórn skilar niðurstöðum sínum til landskjörstjórnar; þá geta þeir endurtalið eins og þeir vilja. En lagalega séð þá er ekker til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum,“ segir hann. Björn bendir á að í lögum um kosningar til Alþingis sé hvergi fjallað um endurtalningu og það sé í hæsta máta óeðlilegt að þegar yfirkjörstjórn hefur sent niðurstöður til landskjörstjórnar og úrslit liggja fyrir á landsvísu, þá geti hún ákveðið eftir geðþótt að endurtelja. Þar sem endurtalning er ekki til í lögum er engin fyrirmynd til að því hvernig haga ætti slíku ferli en Björn segir að eðlilegast væri þá að kæra þyrfti kosninguna og að sú kæra myndi enda hjá kjörbréfanefnd, sem myndi skera úr um hvort kosningarnar væru gildar. Það sé hins vegar í sjálfu sér hálf skrýtið en kjörbréfanefnd er skipuð af þinginu sjálfu. „Þetta er úr höndum yfirkjörstjórnar þegar búið er að senda tölurnar á landskjörstjórn,“ segir Björn. Þá hafi átt að vera búið að innsigla öll gögn hjá yfirkjörstjórn, sem hefði ekkert vald til að ákveða að opna kassana á ný og telja aftur. Landskjörstjórn hafi haft samband við yfirkjörstjórnirnar vegna þess hve mjótt var á munum Björn segist hafa heimildir fyrir því að landskjörstjórn hafi látið yfirkjörstjórnirnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi vita að mjótt væri á munum. Til hvers? „Ekki hugmynd,“ svarar Björn. „Landskjörstjórn bar að gefa út niðurstöður útfrá fyrstu talningu. Hún átti ekkert með það að gera að láta yfirkjörstjórnir vita, sérstaklega ekki þegar talningu var lokið. Maður verður að gera ráð fyrir að talningin gildi; þar eru allir umboðsmenn að fylgjast með að allt sé rétt. Svo fara þeir heim og allt í einu er bara ákveðið að opna salinn aftur og endurtelja.“ Ljóst er að burtséð frá þeirri spurningu hvort yfirkjörstjórnir hafi raunverulega heimild til að endurtelja eftir að þær hafa skilað niðurstöðum til landskjörstjórnar þá eru mörg önnur álitamál uppi. Björn segir Pírata til dæmis hafa rætt við einstaklinga sem hafi fullyrt að margir hafi haft lykla að herberginu þar sem kjörgögnin voru geymd í Norðvesturkjördæmi. Hann segir Pírata eiga í samskiptum við lögmenn um framhaldið; lögmæti endurtalningarinnar og mögulega uppkosningu. „Við viljum bara vera viss um að það sé verið að fara eftir kosningalögum,“ segir hann. Ýmsum spurningum verði að svara áður en ákveðið verður hvaða þingmenn fá kjörbréf. „Við sjáum ekki hvernig það er hægt að byggja á endurtalningargögnunum, því það er ekki til heimild til að endurtelja.“ Alþingiskosningar 2021 Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
„Þetta er íslenskuvandamál,“ segir Björn um fyrirbærið „endurtalningu“. „Við hugsum um endurtalningu sem mjög eðlilegan hlut. Og það er alveg satt áður en yfirkjörstjórn skilar niðurstöðum sínum til landskjörstjórnar; þá geta þeir endurtalið eins og þeir vilja. En lagalega séð þá er ekker til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum,“ segir hann. Björn bendir á að í lögum um kosningar til Alþingis sé hvergi fjallað um endurtalningu og það sé í hæsta máta óeðlilegt að þegar yfirkjörstjórn hefur sent niðurstöður til landskjörstjórnar og úrslit liggja fyrir á landsvísu, þá geti hún ákveðið eftir geðþótt að endurtelja. Þar sem endurtalning er ekki til í lögum er engin fyrirmynd til að því hvernig haga ætti slíku ferli en Björn segir að eðlilegast væri þá að kæra þyrfti kosninguna og að sú kæra myndi enda hjá kjörbréfanefnd, sem myndi skera úr um hvort kosningarnar væru gildar. Það sé hins vegar í sjálfu sér hálf skrýtið en kjörbréfanefnd er skipuð af þinginu sjálfu. „Þetta er úr höndum yfirkjörstjórnar þegar búið er að senda tölurnar á landskjörstjórn,“ segir Björn. Þá hafi átt að vera búið að innsigla öll gögn hjá yfirkjörstjórn, sem hefði ekkert vald til að ákveða að opna kassana á ný og telja aftur. Landskjörstjórn hafi haft samband við yfirkjörstjórnirnar vegna þess hve mjótt var á munum Björn segist hafa heimildir fyrir því að landskjörstjórn hafi látið yfirkjörstjórnirnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi vita að mjótt væri á munum. Til hvers? „Ekki hugmynd,“ svarar Björn. „Landskjörstjórn bar að gefa út niðurstöður útfrá fyrstu talningu. Hún átti ekkert með það að gera að láta yfirkjörstjórnir vita, sérstaklega ekki þegar talningu var lokið. Maður verður að gera ráð fyrir að talningin gildi; þar eru allir umboðsmenn að fylgjast með að allt sé rétt. Svo fara þeir heim og allt í einu er bara ákveðið að opna salinn aftur og endurtelja.“ Ljóst er að burtséð frá þeirri spurningu hvort yfirkjörstjórnir hafi raunverulega heimild til að endurtelja eftir að þær hafa skilað niðurstöðum til landskjörstjórnar þá eru mörg önnur álitamál uppi. Björn segir Pírata til dæmis hafa rætt við einstaklinga sem hafi fullyrt að margir hafi haft lykla að herberginu þar sem kjörgögnin voru geymd í Norðvesturkjördæmi. Hann segir Pírata eiga í samskiptum við lögmenn um framhaldið; lögmæti endurtalningarinnar og mögulega uppkosningu. „Við viljum bara vera viss um að það sé verið að fara eftir kosningalögum,“ segir hann. Ýmsum spurningum verði að svara áður en ákveðið verður hvaða þingmenn fá kjörbréf. „Við sjáum ekki hvernig það er hægt að byggja á endurtalningargögnunum, því það er ekki til heimild til að endurtelja.“
Alþingiskosningar 2021 Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14
Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52
Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent