„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2021 13:04 Björn Leví segir Pírata ráðfæra sig við lögfræðinga um framhaldið. Mögulega muni koma til kasta lögreglu, kjörbréfanefndar Alþingis og jafnvel dómstóla. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. „Þetta er íslenskuvandamál,“ segir Björn um fyrirbærið „endurtalningu“. „Við hugsum um endurtalningu sem mjög eðlilegan hlut. Og það er alveg satt áður en yfirkjörstjórn skilar niðurstöðum sínum til landskjörstjórnar; þá geta þeir endurtalið eins og þeir vilja. En lagalega séð þá er ekker til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum,“ segir hann. Björn bendir á að í lögum um kosningar til Alþingis sé hvergi fjallað um endurtalningu og það sé í hæsta máta óeðlilegt að þegar yfirkjörstjórn hefur sent niðurstöður til landskjörstjórnar og úrslit liggja fyrir á landsvísu, þá geti hún ákveðið eftir geðþótt að endurtelja. Þar sem endurtalning er ekki til í lögum er engin fyrirmynd til að því hvernig haga ætti slíku ferli en Björn segir að eðlilegast væri þá að kæra þyrfti kosninguna og að sú kæra myndi enda hjá kjörbréfanefnd, sem myndi skera úr um hvort kosningarnar væru gildar. Það sé hins vegar í sjálfu sér hálf skrýtið en kjörbréfanefnd er skipuð af þinginu sjálfu. „Þetta er úr höndum yfirkjörstjórnar þegar búið er að senda tölurnar á landskjörstjórn,“ segir Björn. Þá hafi átt að vera búið að innsigla öll gögn hjá yfirkjörstjórn, sem hefði ekkert vald til að ákveða að opna kassana á ný og telja aftur. Landskjörstjórn hafi haft samband við yfirkjörstjórnirnar vegna þess hve mjótt var á munum Björn segist hafa heimildir fyrir því að landskjörstjórn hafi látið yfirkjörstjórnirnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi vita að mjótt væri á munum. Til hvers? „Ekki hugmynd,“ svarar Björn. „Landskjörstjórn bar að gefa út niðurstöður útfrá fyrstu talningu. Hún átti ekkert með það að gera að láta yfirkjörstjórnir vita, sérstaklega ekki þegar talningu var lokið. Maður verður að gera ráð fyrir að talningin gildi; þar eru allir umboðsmenn að fylgjast með að allt sé rétt. Svo fara þeir heim og allt í einu er bara ákveðið að opna salinn aftur og endurtelja.“ Ljóst er að burtséð frá þeirri spurningu hvort yfirkjörstjórnir hafi raunverulega heimild til að endurtelja eftir að þær hafa skilað niðurstöðum til landskjörstjórnar þá eru mörg önnur álitamál uppi. Björn segir Pírata til dæmis hafa rætt við einstaklinga sem hafi fullyrt að margir hafi haft lykla að herberginu þar sem kjörgögnin voru geymd í Norðvesturkjördæmi. Hann segir Pírata eiga í samskiptum við lögmenn um framhaldið; lögmæti endurtalningarinnar og mögulega uppkosningu. „Við viljum bara vera viss um að það sé verið að fara eftir kosningalögum,“ segir hann. Ýmsum spurningum verði að svara áður en ákveðið verður hvaða þingmenn fá kjörbréf. „Við sjáum ekki hvernig það er hægt að byggja á endurtalningargögnunum, því það er ekki til heimild til að endurtelja.“ Alþingiskosningar 2021 Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
„Þetta er íslenskuvandamál,“ segir Björn um fyrirbærið „endurtalningu“. „Við hugsum um endurtalningu sem mjög eðlilegan hlut. Og það er alveg satt áður en yfirkjörstjórn skilar niðurstöðum sínum til landskjörstjórnar; þá geta þeir endurtalið eins og þeir vilja. En lagalega séð þá er ekker til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum,“ segir hann. Björn bendir á að í lögum um kosningar til Alþingis sé hvergi fjallað um endurtalningu og það sé í hæsta máta óeðlilegt að þegar yfirkjörstjórn hefur sent niðurstöður til landskjörstjórnar og úrslit liggja fyrir á landsvísu, þá geti hún ákveðið eftir geðþótt að endurtelja. Þar sem endurtalning er ekki til í lögum er engin fyrirmynd til að því hvernig haga ætti slíku ferli en Björn segir að eðlilegast væri þá að kæra þyrfti kosninguna og að sú kæra myndi enda hjá kjörbréfanefnd, sem myndi skera úr um hvort kosningarnar væru gildar. Það sé hins vegar í sjálfu sér hálf skrýtið en kjörbréfanefnd er skipuð af þinginu sjálfu. „Þetta er úr höndum yfirkjörstjórnar þegar búið er að senda tölurnar á landskjörstjórn,“ segir Björn. Þá hafi átt að vera búið að innsigla öll gögn hjá yfirkjörstjórn, sem hefði ekkert vald til að ákveða að opna kassana á ný og telja aftur. Landskjörstjórn hafi haft samband við yfirkjörstjórnirnar vegna þess hve mjótt var á munum Björn segist hafa heimildir fyrir því að landskjörstjórn hafi látið yfirkjörstjórnirnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi vita að mjótt væri á munum. Til hvers? „Ekki hugmynd,“ svarar Björn. „Landskjörstjórn bar að gefa út niðurstöður útfrá fyrstu talningu. Hún átti ekkert með það að gera að láta yfirkjörstjórnir vita, sérstaklega ekki þegar talningu var lokið. Maður verður að gera ráð fyrir að talningin gildi; þar eru allir umboðsmenn að fylgjast með að allt sé rétt. Svo fara þeir heim og allt í einu er bara ákveðið að opna salinn aftur og endurtelja.“ Ljóst er að burtséð frá þeirri spurningu hvort yfirkjörstjórnir hafi raunverulega heimild til að endurtelja eftir að þær hafa skilað niðurstöðum til landskjörstjórnar þá eru mörg önnur álitamál uppi. Björn segir Pírata til dæmis hafa rætt við einstaklinga sem hafi fullyrt að margir hafi haft lykla að herberginu þar sem kjörgögnin voru geymd í Norðvesturkjördæmi. Hann segir Pírata eiga í samskiptum við lögmenn um framhaldið; lögmæti endurtalningarinnar og mögulega uppkosningu. „Við viljum bara vera viss um að það sé verið að fara eftir kosningalögum,“ segir hann. Ýmsum spurningum verði að svara áður en ákveðið verður hvaða þingmenn fá kjörbréf. „Við sjáum ekki hvernig það er hægt að byggja á endurtalningargögnunum, því það er ekki til heimild til að endurtelja.“
Alþingiskosningar 2021 Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14
Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52
Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09