Þurfti að eyða 48 tímum í dimmu herbergi eftir að hún vann Ólympíugullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 10:31 Stephanie Labbe með gullið sitt út á velli eftir sigur kanadíska knattspyrnulandsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Getty/Naomi Baker Kanadíska knattspyrnukonan Stephanie Labbé hefur sagt opinberlega frá því sem hún þurfti að ganga í gegnum eftir möguleika stærstu stund sína á fótboltaferlinum. Þar voru engin veisluhöld eða sigurpartý á ferðinni. Frásögn Labbé er enn eitt dæmi um andlega erfiðleika sem toppíþróttafólk þarf að komast í gegnum á bak við tjöldin og fáir vita um. Alþjóðaleikmannasamtökin fengu hana til að segja sína sögu til að vekja meiri athygli á mikilvægi andlega þáttarins. Stephanie Labbé treasures her @Olympics gold medal, but her mental health comes first. @StephLabbe1#AreYouReadyToTalk— FIFPRO (@FIFPRO) September 23, 2021 Stephanie átti mjög flotta Ólympíuleika í marki Kanada. Hún var frábær í úrslitakeppninni þar sem hún hélt hreinu bæði í átta liða úrslitunum á móti Brasilíu og í undanúrslitunum á móti Bandaríkjunum. Í úrslitaleiknum á móti Svíum fékk hún aðeins tvö mörk á sig í vítakeppninni þar sem hún varði tvö víti frá þeim sænsku. Það vissu kannski ekki allir að Labbé meiddist í fyrsta leik Ólympíuleikanna og að hún þurfti að spila í gegnum þau meiðsli allt mótið. Hún var því sárþjáð í leikjunum en gat samt spilað. „Ég hafði enga hugmynd um að þessi meiðsli myndu kalla fram veikleika í andlega þættinum hjá mér. Það var svo mikið adrenalín í gangi og taugakerfið var svo fínstillt þannig að ég náði mér ekki niður á milli leikjanna okkar,“ sagði Stephanie Labbé í fréttatilkynningu frá FIFPRO sem eru alþjóðlegu leikmannasamtökin. Stephanie Labbé, whose heroics in goal helped Canada win gold at the Tokyo Olympics, says she could not train for part of the Games because of "high levels of anxiety and multiple panic attacks"https://t.co/852yt2kxS6— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 23, 2021 „Það kallaði fram streitu og fjölda kvíðakasta. Þetta varð til þess að ég endaði á því að geta ekki æft á milli leikja frá átta liða úrslitunum fram í úrslitaleikinn. Ég var svo oförvuð,“ sagði Labbé. Eftir að Kanada vann úrslitaleikinn og Labbé fékk gullið um hálsinn þá bjóst hún við að ná sér loksins niður en svo varð ekki. „Sama hversu mikið ég vildi slaka á og fagna með félögunum þá get ég ekki náð mér niður. Ég endaði á því að liggja ein í dimmu herbergi í 48 klukkutíma eftir úrslitaleikinn,“ sagði Labbé. „Allir vildu tala um verðlaunin og reynsluna en mér fannst ég bara vera tóm að innan. Mér fór að líða eins og þessi gullverðlaun væru meira virði en ég sem persóna. Það var upphafið af þessum vítahring fyrir mig,“ sagði Labbé. „Ég þekki það nú sjálf að það er ekki langt á milli líkamlegrar og andlegrar heilsu. Vandamálið er að það er miklu erfiðara að taka eftir og sýna andlega þáttinn,“ sagði Labbé. Stephanie Labbé tok gull for det kanadiske fotballandslaget under OL i Tokyo. Etterpå måtte hun ligge 48 timer i et mørkt rom fordi hun var mentalt utbrent. https://t.co/ya4ATZFT8s— Dagbladet Sport (@db_sport) September 25, 2021 Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Frásögn Labbé er enn eitt dæmi um andlega erfiðleika sem toppíþróttafólk þarf að komast í gegnum á bak við tjöldin og fáir vita um. Alþjóðaleikmannasamtökin fengu hana til að segja sína sögu til að vekja meiri athygli á mikilvægi andlega þáttarins. Stephanie Labbé treasures her @Olympics gold medal, but her mental health comes first. @StephLabbe1#AreYouReadyToTalk— FIFPRO (@FIFPRO) September 23, 2021 Stephanie átti mjög flotta Ólympíuleika í marki Kanada. Hún var frábær í úrslitakeppninni þar sem hún hélt hreinu bæði í átta liða úrslitunum á móti Brasilíu og í undanúrslitunum á móti Bandaríkjunum. Í úrslitaleiknum á móti Svíum fékk hún aðeins tvö mörk á sig í vítakeppninni þar sem hún varði tvö víti frá þeim sænsku. Það vissu kannski ekki allir að Labbé meiddist í fyrsta leik Ólympíuleikanna og að hún þurfti að spila í gegnum þau meiðsli allt mótið. Hún var því sárþjáð í leikjunum en gat samt spilað. „Ég hafði enga hugmynd um að þessi meiðsli myndu kalla fram veikleika í andlega þættinum hjá mér. Það var svo mikið adrenalín í gangi og taugakerfið var svo fínstillt þannig að ég náði mér ekki niður á milli leikjanna okkar,“ sagði Stephanie Labbé í fréttatilkynningu frá FIFPRO sem eru alþjóðlegu leikmannasamtökin. Stephanie Labbé, whose heroics in goal helped Canada win gold at the Tokyo Olympics, says she could not train for part of the Games because of "high levels of anxiety and multiple panic attacks"https://t.co/852yt2kxS6— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 23, 2021 „Það kallaði fram streitu og fjölda kvíðakasta. Þetta varð til þess að ég endaði á því að geta ekki æft á milli leikja frá átta liða úrslitunum fram í úrslitaleikinn. Ég var svo oförvuð,“ sagði Labbé. Eftir að Kanada vann úrslitaleikinn og Labbé fékk gullið um hálsinn þá bjóst hún við að ná sér loksins niður en svo varð ekki. „Sama hversu mikið ég vildi slaka á og fagna með félögunum þá get ég ekki náð mér niður. Ég endaði á því að liggja ein í dimmu herbergi í 48 klukkutíma eftir úrslitaleikinn,“ sagði Labbé. „Allir vildu tala um verðlaunin og reynsluna en mér fannst ég bara vera tóm að innan. Mér fór að líða eins og þessi gullverðlaun væru meira virði en ég sem persóna. Það var upphafið af þessum vítahring fyrir mig,“ sagði Labbé. „Ég þekki það nú sjálf að það er ekki langt á milli líkamlegrar og andlegrar heilsu. Vandamálið er að það er miklu erfiðara að taka eftir og sýna andlega þáttinn,“ sagði Labbé. Stephanie Labbé tok gull for det kanadiske fotballandslaget under OL i Tokyo. Etterpå måtte hun ligge 48 timer i et mørkt rom fordi hun var mentalt utbrent. https://t.co/ya4ATZFT8s— Dagbladet Sport (@db_sport) September 25, 2021
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti