„Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 22:02 Helga Vala Helgadóttir segir málið mjög alvarlegt. Vísir/Elín Guðmunds Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. Innt eftir skýringum á því hvort hún sé að rengja niðurstöður kosninganna hér á Íslandi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi segir hún færsluna hafa verið setta fram meira í gríni en alvöru. „Ég er að segja þetta með góðlátlegu gríni en þó með alvarlegum undirtón. Við verðum auðvitað að vanda okkur við þetta fyrirkomulag okkar og það er skrýtið ef það er rétt sem er að koma fram að atkvæði hafi verið skilin eftir óinnsigluð og undir engu eftirliti áður en endurtalningin fór fram,“ segir hún. Fór einu sinni í kosningaeftirlit til Hvíta Rússlands. Þá staðfestist að það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum....— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) September 26, 2021 Helga Vala bætist þannig í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt endurtalninguna en eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þingmanna til í öllum kjördæmum nema einu og var þingmannamyndin allt í einu orðin allt önnur núna rétt fyrir kvöldmat heldur en var í morgun þegar meintar lokatölur höfðu verið staðfestar. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur farið fram á að kosningin verði endurtekin í kjördæminu og þá hafa bæði Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í sama kjördæmi, og Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi gagnrýnt málið í heild sinni og dregið trúverðugleika endurtalningarinnar í efa. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Innt eftir skýringum á því hvort hún sé að rengja niðurstöður kosninganna hér á Íslandi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi segir hún færsluna hafa verið setta fram meira í gríni en alvöru. „Ég er að segja þetta með góðlátlegu gríni en þó með alvarlegum undirtón. Við verðum auðvitað að vanda okkur við þetta fyrirkomulag okkar og það er skrýtið ef það er rétt sem er að koma fram að atkvæði hafi verið skilin eftir óinnsigluð og undir engu eftirliti áður en endurtalningin fór fram,“ segir hún. Fór einu sinni í kosningaeftirlit til Hvíta Rússlands. Þá staðfestist að það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum....— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) September 26, 2021 Helga Vala bætist þannig í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt endurtalninguna en eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þingmanna til í öllum kjördæmum nema einu og var þingmannamyndin allt í einu orðin allt önnur núna rétt fyrir kvöldmat heldur en var í morgun þegar meintar lokatölur höfðu verið staðfestar. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur farið fram á að kosningin verði endurtekin í kjördæminu og þá hafa bæði Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í sama kjördæmi, og Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi gagnrýnt málið í heild sinni og dregið trúverðugleika endurtalningarinnar í efa.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira