Vildu frelsa talningarfólk: „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2021 07:01 Patta og Bassa leist ekkert á stemninguna í Laugardalshöll í gær. Þeir Patrekur Jaime og Bassi Maraj fóru á stúfana í fyrrakvöld, þegar spennan vegna Alþingiskosninganna stóð sem hæst. Þeim þótti miður að talningarfólk í Laugardalshöll væri látið geyma símana sína í kassa og kölluðu eftir því að fólkið yrði frelsað sem fyrst. Patrekur og Bassi eru, ásamt Brynjari Steini Gylfasyni, Binna Glee, hluti af þríeykinu sem raunveruleikaþættirnir Æði á Stöð 2 fjalla um. Þeir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 og voru staddir í Laugardalshöll í fyrradag, þar sem atkvæði úr Reykjavíkurkjördæmunum voru talin. „Nú erum við mættir í Laugardalshöllina og fórum í stemningsoutfittin. Hér er því miður engin stemning og má varla tala, en það er samt svona low key allt í lagi,“ sagði Patrekur, og leist heldur illa á stemninguna í höllinni. „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja. Það er búið að loka öllum hurðum með teipi, þannig að þau komast ekki út,“ sagði Bassi og virtist sárvorkenna fólkinu sem hann taldi að hefði verið lokað inni gegn sínum vilja, og hreinlega neytt til þess að telja atkvæði Reykvíkinga. „Grey fólkið má bara ekki gera neitt nema bíða, en það er ekki langt í að kosningarnar verði búnar og við tilkynnum vinningshafann fljótlega,“ sagði Patrekur þá. Nú liggur fyrir að Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, sem báðir bættu hressilega við sig í kosningunum, geta talist helstu „vinningshafar“ kosninganna. „Ég ætla ekki að vera tekinn næst“ Þá þótti þeim Patta og Bassa miður að fólkið mætti ekki hafa farsíma sína meðferðis, meðan atkvæði voru talin. Bassi benti á að símar talningarfólks hefðu allir verið settir í kassa. „Allt hérna er læst inni, og það er frekar lame,“ sagði Patrekur. „Hvað ætla þau að gera ef einhver vitlaus tekur símann minn? Þá er ég að fara að missa það sko. Ég ætla ekki að vera tekinn næst, ég fer örugglega bara til útlanda þegar það er verið að telja,“ sagði Bassi þá, sem var hreint ekki á þeim buxunum að láta læsa sig inni, hafa af sér símann og fara að telja atkvæði. „Free the people, og bráðum eru kosningarnar búnar,“ sagði Patrekur að lokum. Æði Alþingi Grín og gaman Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Patrekur og Bassi eru, ásamt Brynjari Steini Gylfasyni, Binna Glee, hluti af þríeykinu sem raunveruleikaþættirnir Æði á Stöð 2 fjalla um. Þeir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 og voru staddir í Laugardalshöll í fyrradag, þar sem atkvæði úr Reykjavíkurkjördæmunum voru talin. „Nú erum við mættir í Laugardalshöllina og fórum í stemningsoutfittin. Hér er því miður engin stemning og má varla tala, en það er samt svona low key allt í lagi,“ sagði Patrekur, og leist heldur illa á stemninguna í höllinni. „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja. Það er búið að loka öllum hurðum með teipi, þannig að þau komast ekki út,“ sagði Bassi og virtist sárvorkenna fólkinu sem hann taldi að hefði verið lokað inni gegn sínum vilja, og hreinlega neytt til þess að telja atkvæði Reykvíkinga. „Grey fólkið má bara ekki gera neitt nema bíða, en það er ekki langt í að kosningarnar verði búnar og við tilkynnum vinningshafann fljótlega,“ sagði Patrekur þá. Nú liggur fyrir að Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, sem báðir bættu hressilega við sig í kosningunum, geta talist helstu „vinningshafar“ kosninganna. „Ég ætla ekki að vera tekinn næst“ Þá þótti þeim Patta og Bassa miður að fólkið mætti ekki hafa farsíma sína meðferðis, meðan atkvæði voru talin. Bassi benti á að símar talningarfólks hefðu allir verið settir í kassa. „Allt hérna er læst inni, og það er frekar lame,“ sagði Patrekur. „Hvað ætla þau að gera ef einhver vitlaus tekur símann minn? Þá er ég að fara að missa það sko. Ég ætla ekki að vera tekinn næst, ég fer örugglega bara til útlanda þegar það er verið að telja,“ sagði Bassi þá, sem var hreint ekki á þeim buxunum að láta læsa sig inni, hafa af sér símann og fara að telja atkvæði. „Free the people, og bráðum eru kosningarnar búnar,“ sagði Patrekur að lokum.
Æði Alþingi Grín og gaman Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira