Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 10:32 Lenia Rún kom inn sem jöfnunarþingmaður í Reykjavík Norður á síðustu stundu. Fyrir vikið komst Brynjar Níelsson ekki á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. Lenya er yngsti kjörni þingmaður sögunnar en hún er 21 árs og 269 daga gömul. Hún bætir met Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur sem var 21 árs og 303 daga þegar hún var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Lenya var á kosningavöku Pírata í nótt. „Svo kom ég bara heim og ákvað að fara að sofa klukkan fimm og setja símann á airplane-mode. Ég hugsaði bara, ég vakna þegar ég vakna,“ segir Lenya. „Þetta var bara alltof spennandi og of taugatrekkjandi.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að ná inn á þing. Enn þá að meðtaka þetta „Ég ætla ekki að ljúga. Þegar við töluðum saman í gær þá var ég ekki að búast við þessu, var að gera ráð fyrir að verða varaþingmaður. Ég var alls ekki búin að sjá fyrir mér að verða þingmaður og er enn þá aðeins að meðtaka þetta.“ Lenya er á þriðja ári í lögfræðinámi við Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í stúdentapólitíkinni hjá Vöku. Þá hefur hún bæði búið á Íslandi og í Kúrdistan en þaðan eru foreldrar hennar. „Ég ólst upp í Breiðholtinu fyrstu fjögur árin en svo fluttum við í Salahverfið,“ segir Lenya. Þar hefur hún búið fyrir utan árin 2013-2016 þegar fjölskyldan bjó í Kúrdistan. Ætlar að vaða í afglæpavæðingu Hún segist brenna fyrir ýmiss málefni. „Að sjálfsögðu, það er ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram. Ég held ég gæti verið góður fultrúi þeirra hópa sem fá svo sjaldan áheyrn. Eins og unga fólkið, útlendingar og innflytjendur.“ Hún segir mjög mikla vinnu fram undan. „Ég veit ekki hvar ég myndi byrja. Auðvitað afglæpavæðingin, við erum komin svo langt með þessa vinnu en við gætum klárað það á þessu kjörtímabili, strax núna í haust.“ Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Lenya er yngsti kjörni þingmaður sögunnar en hún er 21 árs og 269 daga gömul. Hún bætir met Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur sem var 21 árs og 303 daga þegar hún var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Lenya var á kosningavöku Pírata í nótt. „Svo kom ég bara heim og ákvað að fara að sofa klukkan fimm og setja símann á airplane-mode. Ég hugsaði bara, ég vakna þegar ég vakna,“ segir Lenya. „Þetta var bara alltof spennandi og of taugatrekkjandi.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að ná inn á þing. Enn þá að meðtaka þetta „Ég ætla ekki að ljúga. Þegar við töluðum saman í gær þá var ég ekki að búast við þessu, var að gera ráð fyrir að verða varaþingmaður. Ég var alls ekki búin að sjá fyrir mér að verða þingmaður og er enn þá aðeins að meðtaka þetta.“ Lenya er á þriðja ári í lögfræðinámi við Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í stúdentapólitíkinni hjá Vöku. Þá hefur hún bæði búið á Íslandi og í Kúrdistan en þaðan eru foreldrar hennar. „Ég ólst upp í Breiðholtinu fyrstu fjögur árin en svo fluttum við í Salahverfið,“ segir Lenya. Þar hefur hún búið fyrir utan árin 2013-2016 þegar fjölskyldan bjó í Kúrdistan. Ætlar að vaða í afglæpavæðingu Hún segist brenna fyrir ýmiss málefni. „Að sjálfsögðu, það er ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram. Ég held ég gæti verið góður fultrúi þeirra hópa sem fá svo sjaldan áheyrn. Eins og unga fólkið, útlendingar og innflytjendur.“ Hún segir mjög mikla vinnu fram undan. „Ég veit ekki hvar ég myndi byrja. Auðvitað afglæpavæðingin, við erum komin svo langt með þessa vinnu en við gætum klárað það á þessu kjörtímabili, strax núna í haust.“
Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira