Bíður milli vonar og ótta: „Ég skil ekkert í þessum tölum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 06:46 Sigmar Guðmundsson, sem situr í öðru sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, er einn þeirra jöfnunarmanna sem eru afar tæpir inn á þing. Hann hefur verið inni í jöfnunarsæti í síðustu tveimur tölum sem birtar voru úr kjördæminu en hvort hann komist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður mun ráðast þegar lokatölur úr Suðvesturkjördæmi verða birtar, líklega á næsta klukkutímanum. Nú munar 584 atkvæðum á Sigmari og Guðmundi Inga Kristinssyni, hjá Flokki fólksins, sem er síðasti kjördæmakjörni þingmaðurinn í Kraganum miðað við síðustu tölur. Ef Sigmar fer ekki inn sem kjördæmakjörinn þingmaður gæti tekið við enn lengri bið eftir að lokatölur liggi fyrir í öllum kjördæmum því þær gætu haft áhrif á jöfnunarsætin annars staðar. „Það veit auðvitað enginn hvernig þetta fer. Það er bara fullt af fólki sem er í sömu stöðu og ég núna og bíður eftir því að sjá hvað kemur út úr þessu systemi,“ segir Sigmar í samtali við fréttastofu. Hann kvaðst liggja í hálfgerðu móki fyrir framan sjónvarpið að reyna að halda sér vakandi. Sat eins og asni eftir fyrstu tölur „Þegar fyrstu tölurnar bárust þá sat ég náttúrulega bara eins og asni með Kristrúnu Frostadóttur í beinni útsendingu. Það voru hræðilegar tölur og þá var ég sannfærður um að þetta væri búið spil,“ segir Sigmar. Viðreisn var með 7,7 prósent talinna atkvæða í fyrstu tölum úr kjördæminu og þá ekkert útlit fyrir að Sigmar næði inn. Mikið flökt hefur verið á tölunum í Kraganum í alla nótt en Viðreisn er með 12,1 prósenta fylgi þar samkvæmt fjórðu og nýjustu tölunum. „Þannig ég átta mig engan veginn á því hvort að við eigum eftir að fara upp eða niður í lokatölunum,“ segir Sigmar. „Ég skil ekkert í þessum tölum. Af hverju þær hafa breyst svona svakalega í talningunni í Suðvesturkjördæmi.“ Hann segir kosningarnar hafa komið sér á óvart og að ríkisstjórnin hafi sigrað með afgerandi hætti. „Maður óskar ríkisstjórninni auðvitað til hamingju með það.“ Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Viðreisn Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Sjá meira
Nú munar 584 atkvæðum á Sigmari og Guðmundi Inga Kristinssyni, hjá Flokki fólksins, sem er síðasti kjördæmakjörni þingmaðurinn í Kraganum miðað við síðustu tölur. Ef Sigmar fer ekki inn sem kjördæmakjörinn þingmaður gæti tekið við enn lengri bið eftir að lokatölur liggi fyrir í öllum kjördæmum því þær gætu haft áhrif á jöfnunarsætin annars staðar. „Það veit auðvitað enginn hvernig þetta fer. Það er bara fullt af fólki sem er í sömu stöðu og ég núna og bíður eftir því að sjá hvað kemur út úr þessu systemi,“ segir Sigmar í samtali við fréttastofu. Hann kvaðst liggja í hálfgerðu móki fyrir framan sjónvarpið að reyna að halda sér vakandi. Sat eins og asni eftir fyrstu tölur „Þegar fyrstu tölurnar bárust þá sat ég náttúrulega bara eins og asni með Kristrúnu Frostadóttur í beinni útsendingu. Það voru hræðilegar tölur og þá var ég sannfærður um að þetta væri búið spil,“ segir Sigmar. Viðreisn var með 7,7 prósent talinna atkvæða í fyrstu tölum úr kjördæminu og þá ekkert útlit fyrir að Sigmar næði inn. Mikið flökt hefur verið á tölunum í Kraganum í alla nótt en Viðreisn er með 12,1 prósenta fylgi þar samkvæmt fjórðu og nýjustu tölunum. „Þannig ég átta mig engan veginn á því hvort að við eigum eftir að fara upp eða niður í lokatölunum,“ segir Sigmar. „Ég skil ekkert í þessum tölum. Af hverju þær hafa breyst svona svakalega í talningunni í Suðvesturkjördæmi.“ Hann segir kosningarnar hafa komið sér á óvart og að ríkisstjórnin hafi sigrað með afgerandi hætti. „Maður óskar ríkisstjórninni auðvitað til hamingju með það.“
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Viðreisn Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Sjá meira