Rýnt verður í lokatölurnar, möguleikana í stöðunni fyrir ríkisstjórnarmyndun, rætt við leiðtoga flokkanna, nýja þingmenn, þingmenn á útleið og spáð í spilin.
Fréttatíminn verður aðgengilegur í spilaranum hér að neðan klukkan 12 en fram að þeim tíma má fylgjast með Sprengisandi.
Báðir dagskrárliðir eru í opinni dagskrá eins og allt efni Stöðvar 2 um kosningahelgina.