„Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 23:20 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er ánægður með endurnýjunina sem hefur orðið innan flokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. Þetta sagði Sigurður í samtali við fréttastofu á kosningavöku Framsóknarflokksins á Granda. Hann segir kvöldið verða spennandi og kosningabaráttuna búna að vera skemmtilega. Hún hafi einkennst af jákvæðni og velvild. „Svo veit maður auðvitað ekki hvað kemur upp úr kössunum en það verður bara að segjast eins og er að það er góð tilfinning þegar maður er búinn að fara í gegn um svona mikla vinnu og finnur að það eru margir með,“ sagði Sigurður. Fréttamaður Stöðvar 2 á staðnum benti á að fjöldi ungs fólks sé statt á kosningavöku flokksins, sem hafi ekki endilega verið staðan áður. Sigurður segir margt ungt fólk hafa gengið til liðs vð flokkinn. „Já, þetta er kannski ekki mikið leyndarmál hjá okkur en ég veit að það eru margir sem halda að Framsóknarflokkurinn sé hópur af eldri köllum en það er aldeilis ekki svo. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2018, fengum við mikið af ungu fólki til liðs við okkur, mikið af ungum konum og það fólk hefur svo komið með okkur inn í landsmálin. Listarnir okkar endurspegla það,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum með mikið af öflugu fólki sem er líka fulltrúar í sínum heimahéruðum, hringinn í kring um landið og eins og þið sjáið hérna í kvöld: mikið af ungu fólki sem fylgir okkur.“ Talsverð breyting hefur orðið á fylgi flokksins undanfarna daga, samkvæmt skoðanakönnunum, og flokkurinn bætt töluvert við sig. Hefur þessi breyting komið formanninum á óvart? „Auðvitað er hún gleðileg og óvænt, þú veist aldrei hvað er að fara að gerast en ég hef alveg fundið fyrir þessu en maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Sigurður. Hann segist sáttur með fyrstu tölur. „Þetta byrjar mjög vel og staðfestir þann meðbyr sem við höfum fundið en auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur og við skulum sjá hvað gerist seinna í kvöld.“ Þessar fyrstu tölur eru kannski ekki eins jákvæðar hjá Vinstri grænum? „Nei, þeir eru greinilega að tapa en það er líka mikil dreifing á öll framboðin, mismikið þó en frábær árangur hjá mínu fólki,“ segir Sigurður. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður flokksins tekur undir þetta. „Mér líst mjög vel á þetta, þetta eru góðar tölur fyrir okkur framsóknarfólk þannig að við bara vonumst til að þetta verði sami gangurinn um allt land,“ segir Lilja. Býstu við að sama ríkisstjórn taki við? „Það er allt of snemmt að segja til um slíkt, við auðvitað að samstarfsflokkum gangi líka vel en þessar tölur eru góðar og eins og þú heyrir á fólkinu okkar er það afskaplega ánægt með þetta.“ Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Þetta sagði Sigurður í samtali við fréttastofu á kosningavöku Framsóknarflokksins á Granda. Hann segir kvöldið verða spennandi og kosningabaráttuna búna að vera skemmtilega. Hún hafi einkennst af jákvæðni og velvild. „Svo veit maður auðvitað ekki hvað kemur upp úr kössunum en það verður bara að segjast eins og er að það er góð tilfinning þegar maður er búinn að fara í gegn um svona mikla vinnu og finnur að það eru margir með,“ sagði Sigurður. Fréttamaður Stöðvar 2 á staðnum benti á að fjöldi ungs fólks sé statt á kosningavöku flokksins, sem hafi ekki endilega verið staðan áður. Sigurður segir margt ungt fólk hafa gengið til liðs vð flokkinn. „Já, þetta er kannski ekki mikið leyndarmál hjá okkur en ég veit að það eru margir sem halda að Framsóknarflokkurinn sé hópur af eldri köllum en það er aldeilis ekki svo. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2018, fengum við mikið af ungu fólki til liðs við okkur, mikið af ungum konum og það fólk hefur svo komið með okkur inn í landsmálin. Listarnir okkar endurspegla það,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum með mikið af öflugu fólki sem er líka fulltrúar í sínum heimahéruðum, hringinn í kring um landið og eins og þið sjáið hérna í kvöld: mikið af ungu fólki sem fylgir okkur.“ Talsverð breyting hefur orðið á fylgi flokksins undanfarna daga, samkvæmt skoðanakönnunum, og flokkurinn bætt töluvert við sig. Hefur þessi breyting komið formanninum á óvart? „Auðvitað er hún gleðileg og óvænt, þú veist aldrei hvað er að fara að gerast en ég hef alveg fundið fyrir þessu en maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Sigurður. Hann segist sáttur með fyrstu tölur. „Þetta byrjar mjög vel og staðfestir þann meðbyr sem við höfum fundið en auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur og við skulum sjá hvað gerist seinna í kvöld.“ Þessar fyrstu tölur eru kannski ekki eins jákvæðar hjá Vinstri grænum? „Nei, þeir eru greinilega að tapa en það er líka mikil dreifing á öll framboðin, mismikið þó en frábær árangur hjá mínu fólki,“ segir Sigurður. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður flokksins tekur undir þetta. „Mér líst mjög vel á þetta, þetta eru góðar tölur fyrir okkur framsóknarfólk þannig að við bara vonumst til að þetta verði sami gangurinn um allt land,“ segir Lilja. Býstu við að sama ríkisstjórn taki við? „Það er allt of snemmt að segja til um slíkt, við auðvitað að samstarfsflokkum gangi líka vel en þessar tölur eru góðar og eins og þú heyrir á fólkinu okkar er það afskaplega ánægt með þetta.“
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira