Minnst 350 heimili hafa eyðilagst í eldgosinu og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín.
Í frétt BBC segir að flugvöllurinn sé notaður til að ferja ferðamenn til eyjunnar og frá eyjunni til annarra Kanaríeyja. Miklar raðir mynduðust á flugvellinum í dag og reyndu fjölmargir ferðamenn að komast af eyjunni með ferjum.
Virkni hefur aukist í eldgosinu með sprengingum og auknu kvikuflæði frá nýjasta opi eldgossins. Aska frá eldgosinu hefur lagst yfir flugvöllinn og var unnið að hreinsun í dag svo hægt væri að opna hann á nýjan leik.
Samkvæmt spænska miðlinum Diario de Avisos, hafa ný gosop opnast í dag hluti af stærsta gíg eldgossins brotnað. Kvikan, sem er sögð vera heitari og meira fljótandi en áður, hefur runnið rúma þrjá kílómetra niður fjallshlíðina en í dag hefur það farið á um 30 kílómetra hraða á klukkustund.
#ErupciónLaPalma
— 1-1-2 Canarias (@112canarias) September 25, 2021
Vuelos de reconocimiento de los drones del @IGME1849 y #GES del avance de las coladas de lava pic.twitter.com/4FfaJ9y8hd