Trúa á þolendum en ekki dæma áður en brot séu sönnuð Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2021 13:59 Hilmir Snær hefur staðið vaktina á fjölum leikhúsanna undanfarna áratugi. Hilmir Snær Guðnason leikari segir ójafnrétti að finna alls staðar í samfélaginu. Það gildi um leikhúsið sem aðra anga íslensks samfélags. Á tímabili hafi umræðan í tengslum við metoo farið út í öfgar. Hilmir Snær, sem er aðalleikari í kvikmyndinni Dýrinu sem nýlega var frumsýnd í kvikmyndahúsum, er í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag. Þar er Hilmir Snær spurður að því hvort hann hafi upplifað misrétti milli kynja í leiklistinni, í ljósi umræðunnar sem uppi hafi verið í samfélaginu undanfarið, segir Hilmir ójafnrétti úti um allt. „Maður hefur alltaf séð þetta alls staðar í kringum sig en samt var ég steinhissa á hvaða stig umræðan fór,“ segir Hilmir. Skrýtið að dæma án þess að vita hvað standi að baki „Ég upplifði það ekki þannig að þetta væri meira innan leikhússins en annars staðar og það kom mér á óvart.“ Á tímabili hafi umræðan farið út í öfgar. Byltingar þurfi þó að hans mati að fara yfir strikið svo mark sé tekið á þeim og af þeim sé lært. „Mér finnst skrítið að dæma menn án þess að vita hvað stendur að baki og er hlynntur dómstólaleiðinni. Það á að trúa þolendum en það má ekki dæma áður en búið er að sanna eitthvað,“ segir Hilmir. „Það eru manneskjur á bak við alla og ef fólk tekur ábyrgð, þiggur hjálp og gengst við því sem það hefur gert þá verður það að eiga afturkvæmt í samfélagið en ekki vera útskúfað að eilífu,“ segir hann í Fréttablaðinu. „En í grunninn er þetta ekkert flókið, lykillinn er bara að ef fólk hegðar sér ekki svona þá koma þessi mál ekki upp,“ segir hann yfirvegaður. Stefndi Leikfélagi Reykjavíkur Niðurstaða fékkst fyrir dómstólum í vikunni í stærsta metoo-málinu sem skók leikhúsheiminn. Leikfélag Reykjavíkur var í Hæstarétti dæmt til að greiða Atla Rafni Sigurðarsyni leikara 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna brottvikningar hans úr starfi hjá Borgarleikhúsinu. Atli Rafn Sigurðarson er í dag leikari við Þjóðleikhúsið en þangað sneri hann eftir að árs samningnum við Borgarleikhúsið var skyndilega sagt upp.Vísir Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni fyrst 5,5 milljónir króna í skaðabætur í málinu. Landsréttur sneri svo dómi héraðsdóms við í desember síðastliðnum og sýknaði leikfélagið af kröfu Atla. Ekki gefinn kostur á að svara Í dómi Hæstaréttar í málinu sagði að verulegur misbrestur hefði orðið af hálfu leikfélagsins í meðferð málsins og að forsvarsmenn Leikfélagsins hefðu „af verulegu gáleysi vegið að æru og persónu“ Atla. Sérstaklega var vikið að þætti Kristínar Eysteinsdóttur þáverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins í dómi. Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm sinn í vikunni.Vísir/Vilhelm „Skiptir þá ekki síst máli að ákvörðun um uppsögn á samningnum við [Atla Rafn] var tekin án þess að honum væri gefinn kostur á að svara fyrir þær ávirðingar sem á hann voru bornar,“ sagði í dóminum. Eftir að málið komst í hámæli í opinberri umræðu hefði Kristín sagt að til grundvallar uppsögninni lægi yfirveguð ákvörðun. Leikfélagið hefði ekki verið að bregðast við naflausum ábendingum heldur „beinum tilkynningum“ og að ákvörðunin hafi verið tekin „eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli“. Atli Rafn stefndi upphaflega Kristínu sjálfri, auk leikfélagsins, en Hæstiréttur féllst ekki á áfrýjunarbeiðni hans í málinu gegn Kristínu, aðeins leikfélaginu. MeToo Leikhús Tengdar fréttir Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. 23. september 2021 15:13 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hilmir Snær, sem er aðalleikari í kvikmyndinni Dýrinu sem nýlega var frumsýnd í kvikmyndahúsum, er í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag. Þar er Hilmir Snær spurður að því hvort hann hafi upplifað misrétti milli kynja í leiklistinni, í ljósi umræðunnar sem uppi hafi verið í samfélaginu undanfarið, segir Hilmir ójafnrétti úti um allt. „Maður hefur alltaf séð þetta alls staðar í kringum sig en samt var ég steinhissa á hvaða stig umræðan fór,“ segir Hilmir. Skrýtið að dæma án þess að vita hvað standi að baki „Ég upplifði það ekki þannig að þetta væri meira innan leikhússins en annars staðar og það kom mér á óvart.“ Á tímabili hafi umræðan farið út í öfgar. Byltingar þurfi þó að hans mati að fara yfir strikið svo mark sé tekið á þeim og af þeim sé lært. „Mér finnst skrítið að dæma menn án þess að vita hvað stendur að baki og er hlynntur dómstólaleiðinni. Það á að trúa þolendum en það má ekki dæma áður en búið er að sanna eitthvað,“ segir Hilmir. „Það eru manneskjur á bak við alla og ef fólk tekur ábyrgð, þiggur hjálp og gengst við því sem það hefur gert þá verður það að eiga afturkvæmt í samfélagið en ekki vera útskúfað að eilífu,“ segir hann í Fréttablaðinu. „En í grunninn er þetta ekkert flókið, lykillinn er bara að ef fólk hegðar sér ekki svona þá koma þessi mál ekki upp,“ segir hann yfirvegaður. Stefndi Leikfélagi Reykjavíkur Niðurstaða fékkst fyrir dómstólum í vikunni í stærsta metoo-málinu sem skók leikhúsheiminn. Leikfélag Reykjavíkur var í Hæstarétti dæmt til að greiða Atla Rafni Sigurðarsyni leikara 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna brottvikningar hans úr starfi hjá Borgarleikhúsinu. Atli Rafn Sigurðarson er í dag leikari við Þjóðleikhúsið en þangað sneri hann eftir að árs samningnum við Borgarleikhúsið var skyndilega sagt upp.Vísir Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni fyrst 5,5 milljónir króna í skaðabætur í málinu. Landsréttur sneri svo dómi héraðsdóms við í desember síðastliðnum og sýknaði leikfélagið af kröfu Atla. Ekki gefinn kostur á að svara Í dómi Hæstaréttar í málinu sagði að verulegur misbrestur hefði orðið af hálfu leikfélagsins í meðferð málsins og að forsvarsmenn Leikfélagsins hefðu „af verulegu gáleysi vegið að æru og persónu“ Atla. Sérstaklega var vikið að þætti Kristínar Eysteinsdóttur þáverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins í dómi. Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm sinn í vikunni.Vísir/Vilhelm „Skiptir þá ekki síst máli að ákvörðun um uppsögn á samningnum við [Atla Rafn] var tekin án þess að honum væri gefinn kostur á að svara fyrir þær ávirðingar sem á hann voru bornar,“ sagði í dóminum. Eftir að málið komst í hámæli í opinberri umræðu hefði Kristín sagt að til grundvallar uppsögninni lægi yfirveguð ákvörðun. Leikfélagið hefði ekki verið að bregðast við naflausum ábendingum heldur „beinum tilkynningum“ og að ákvörðunin hafi verið tekin „eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli“. Atli Rafn stefndi upphaflega Kristínu sjálfri, auk leikfélagsins, en Hæstiréttur féllst ekki á áfrýjunarbeiðni hans í málinu gegn Kristínu, aðeins leikfélaginu.
MeToo Leikhús Tengdar fréttir Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. 23. september 2021 15:13 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. 23. september 2021 15:13