Innlent

Ekki betra að hlutir gerist hratt, heldur vel

Samúel Karl Ólason skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, býst við spennandi kosningu og að niðurstaðan muni ekki liggja fyrir fyrr en seint í nótt. Húnmun verja deginum í að heimsækja kosningamiðstöðvar, hitta fólk og hringja í kjósendur og ræða við þá sem koma í kosningamiðstöðvarnar.

Katrín segist búast við spennandi nótt.

„Ef við tökum kannanir gærdagsins voru þær á allavegu fyrir minn flokk. Við byrjuðum daginn í rúmum níu prósentum og enduðum í rúmum tólf. Ég er nú bara bjartsýn á, miðað við þær viðtökur sem ég hef fengið um land allt að þessi dagur verði góður fyrir okkur,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir að hún kaus í morgun.

Hún sagði að það þyrfti svo að meta það sem kæmi upp úr kössunum og taka ákvarðanir um mögulega stjórnarmyndun eftir það.

„Ég held að úrslitin muni ekki liggja fyrir fyrr en seint í nótt. Síðan held að það sé alltaf skynsamlegt að draga vel andann og hugsa sig um. Af því það er ekkert endilega betra að hlutirnir gerist hratt. Það er betra að þeir gerist vel,“ sagði Katrín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×