Höskuldur um baráttuna um Kópavog: Vonandi troðfyllist stúkan eins og má Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 25. september 2021 10:00 Leifur Andri Leifsson og Höskuldur Gunnlaugsson Stöð 2 Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks voru teknir tali fyrir leikinn mikilvæga á morgun. Þar getur ýmislegt ráðist bæði á toppi deildarinnar sem og á botninum. Það er gríðarlega mikið undir í kópavogsslag Breiðabliks og HK sem fer fram á Kópavogsvelli í dag í lokaumferð Pepsi Max deildar karla. Breiðablik þarf að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á íslandsmeistaratitlinum en HK þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að tryggja veru sína í deild þeirra bestu. Fréttamaður Stöðvar 2 tók fyrirliðana tali og spurði þá hvort þessi leikur væri öðruvísi en aðrir. Bæði vegna mikilvægisins og svo auðvitað vegna þess að þetta er nágrannaslagur. Aðspurður sagði Leifur að svo væri. „Maður er náttúrulega búinn að horfa á þennan leik lengi og búinn að ímynda sér að það væri eitthvað undir en þetta er kannski aðeins meira en maður bjóst við. Að þeir eigi séns á titili og við séum í aðeins meiri baráttu þarna niðri. Maður sér eiginlega fram á að þurfa einfaldlega að vinna þennan leik og það er hugarfarið sem við mætum með“, sagði Leifur. Höskuldur, fyrirliði Breiðabliks, tók undir með Leifi og vonaðist eftir góðri mætingu. „Þetta verður blóðugur bardagi, ég býst ekki við neinu öðru. Það er alltaf þannig í þessum rimmum. Sem er bara geggjað. Vonandi troðfyllist stúkan eins og má. Þetta hafa á síðustu tímabilum verið ótrúlegir leikir og þetta er eins og þú segir, ákveðin derby slagur. Þá fara allir upp á næsta level, bæði stuðningsmenn og leikmenn þannig að ég býst bara við hörku, hörku leik“, sagði Höskuldur. Klippa: Höskuldur og Leifur um mikilvægi leiks Breiðablik og HK Pepsi Max-deild karla HK Breiðablik Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Það er gríðarlega mikið undir í kópavogsslag Breiðabliks og HK sem fer fram á Kópavogsvelli í dag í lokaumferð Pepsi Max deildar karla. Breiðablik þarf að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á íslandsmeistaratitlinum en HK þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að tryggja veru sína í deild þeirra bestu. Fréttamaður Stöðvar 2 tók fyrirliðana tali og spurði þá hvort þessi leikur væri öðruvísi en aðrir. Bæði vegna mikilvægisins og svo auðvitað vegna þess að þetta er nágrannaslagur. Aðspurður sagði Leifur að svo væri. „Maður er náttúrulega búinn að horfa á þennan leik lengi og búinn að ímynda sér að það væri eitthvað undir en þetta er kannski aðeins meira en maður bjóst við. Að þeir eigi séns á titili og við séum í aðeins meiri baráttu þarna niðri. Maður sér eiginlega fram á að þurfa einfaldlega að vinna þennan leik og það er hugarfarið sem við mætum með“, sagði Leifur. Höskuldur, fyrirliði Breiðabliks, tók undir með Leifi og vonaðist eftir góðri mætingu. „Þetta verður blóðugur bardagi, ég býst ekki við neinu öðru. Það er alltaf þannig í þessum rimmum. Sem er bara geggjað. Vonandi troðfyllist stúkan eins og má. Þetta hafa á síðustu tímabilum verið ótrúlegir leikir og þetta er eins og þú segir, ákveðin derby slagur. Þá fara allir upp á næsta level, bæði stuðningsmenn og leikmenn þannig að ég býst bara við hörku, hörku leik“, sagði Höskuldur. Klippa: Höskuldur og Leifur um mikilvægi leiks Breiðablik og HK
Pepsi Max-deild karla HK Breiðablik Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira