Bandaríkin sterkari á fyrsta degi Ryder bikarsins Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 25. september 2021 09:30 Bryson DeChambeau EPA-EFE/TANNEN MAURY Bandaríkin eru yfir í Ryder bikarnum eftir fyrsta daginn með sex vinninga gegn tveimur vinningum Evrópu. Leikið var í fjórmenningi og fjórleik í gær. Lið Evrópu hefur verið sigursælt í Ryder bikarnum undanfarið og hefur unnið í fjögur af síðustu fimm skiptum sem leikið hefur verið í þessari skemmtilegu keppni. Bandaríkjamenn, undir stjórn fyrirliða síns, Steve Stricker eru hins vegar í bílstjórasætinu eftir fyrsta daginn. Forysta Bandaríkjanna hefði getað verið enn stærri en frábær frammistaða Sergio Garcia og John Rahm, sem leiðir heimslistann, gegn Justin Thomas og Jordan Spieth gaf Evrópu forystuna eftir fyrsta leik í fjórmenningi. Dagurinn var þó eign bandaríska liðsins eftir það en liðið vann sex af næstu sjö viðureignum og leiða því sem fyrr segir. Öruggasti bandaríski sigur dagsins var hjá þeim Bryson DeChambeau og Scottie Scheffler sem unnu auðveldan sigur á Tyrell Hatton og John Rahm þar sen DeChambeau og Scheffler unnu með fimm og hálfa holu gegn einni. Ein af stóru tíðindum dagsins voru að Rory Mcllroy tapaði báðum sínum viðureignum yfir daginn. Í fyrsta sinn sem hann tapar tvisvar í röð í Ryder bikarnum. Absolute grit. @JustinThomas34 & @patrick_cantlay earn the tie, giving #RyderCupUSA a 6-2 lead heading into day pic.twitter.com/A18TugC7uv— Ryder Cup USA (@RyderCupUSA) September 24, 2021 Til þess að sigra mótið þarf annaðhvort liðið að næla sér í 14,5 vinninga af þeim 28 sem eru í boði. Mótið heldur áfram í dag með bæði fjórmenningi og fjórleik og verða leikin samtals átta einvígi. Mótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin klukkan 12:00. Ryder-bikarinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Lið Evrópu hefur verið sigursælt í Ryder bikarnum undanfarið og hefur unnið í fjögur af síðustu fimm skiptum sem leikið hefur verið í þessari skemmtilegu keppni. Bandaríkjamenn, undir stjórn fyrirliða síns, Steve Stricker eru hins vegar í bílstjórasætinu eftir fyrsta daginn. Forysta Bandaríkjanna hefði getað verið enn stærri en frábær frammistaða Sergio Garcia og John Rahm, sem leiðir heimslistann, gegn Justin Thomas og Jordan Spieth gaf Evrópu forystuna eftir fyrsta leik í fjórmenningi. Dagurinn var þó eign bandaríska liðsins eftir það en liðið vann sex af næstu sjö viðureignum og leiða því sem fyrr segir. Öruggasti bandaríski sigur dagsins var hjá þeim Bryson DeChambeau og Scottie Scheffler sem unnu auðveldan sigur á Tyrell Hatton og John Rahm þar sen DeChambeau og Scheffler unnu með fimm og hálfa holu gegn einni. Ein af stóru tíðindum dagsins voru að Rory Mcllroy tapaði báðum sínum viðureignum yfir daginn. Í fyrsta sinn sem hann tapar tvisvar í röð í Ryder bikarnum. Absolute grit. @JustinThomas34 & @patrick_cantlay earn the tie, giving #RyderCupUSA a 6-2 lead heading into day pic.twitter.com/A18TugC7uv— Ryder Cup USA (@RyderCupUSA) September 24, 2021 Til þess að sigra mótið þarf annaðhvort liðið að næla sér í 14,5 vinninga af þeim 28 sem eru í boði. Mótið heldur áfram í dag með bæði fjórmenningi og fjórleik og verða leikin samtals átta einvígi. Mótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin klukkan 12:00.
Ryder-bikarinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira