Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2021 07:55 Frá verslun Costco á Íslandi. Vísir/Hanna Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt. Mikill vöxtur í eftirspurn eftir innfluttum vörum frá því að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að ströngustu sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt hefur verið höfuðverkur fyrir mörg smásölufyrirtæki. Framleiðsla er enn ekki kominn á fullan snúning og enn er erfiðleikum bundið að flytja vörur á milli heimsálfa. Íþróttavörurisinn Nike lækkaði söluspá sína fyrir þetta ár vegna raskana. Sóttvarnaaðgerðir í Víetnam og Indónesíu hafa hægt verulega á framleiðslu verksmiðja Nike og þá tekur það nú tvöfalt lengri tíma en áður en flytja vörur á milli Asíu og Norður-Ameríku. Flutningstíminn hefur einnig lengst í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið varar við því að skortur verði líklega á skóm þar til næsta vor og að hans verði vart í öllum heimshornum. Á sama tíma segir verslanakeðjan Costco að hún ætli að takmarka hversu mikið af ákveðnum vörum eins og klósettpappír, flöskuvatni og ákveðnum hreingerningarvörum viðskiptavinir kaupa. Ástæðan er sú að viðskiptavinir hafa aftur byrjað að hamstra vörur líkt og gerðist fyrr í faraldrinum en einnig vegna erfiðleika við að koma vörum í verslanir. Costco segist eiga erfitt með að finna vöruflutningabíla, bílstjóra og vörugáma til að flytja vörur sínar. Costco Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mikill vöxtur í eftirspurn eftir innfluttum vörum frá því að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að ströngustu sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt hefur verið höfuðverkur fyrir mörg smásölufyrirtæki. Framleiðsla er enn ekki kominn á fullan snúning og enn er erfiðleikum bundið að flytja vörur á milli heimsálfa. Íþróttavörurisinn Nike lækkaði söluspá sína fyrir þetta ár vegna raskana. Sóttvarnaaðgerðir í Víetnam og Indónesíu hafa hægt verulega á framleiðslu verksmiðja Nike og þá tekur það nú tvöfalt lengri tíma en áður en flytja vörur á milli Asíu og Norður-Ameríku. Flutningstíminn hefur einnig lengst í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið varar við því að skortur verði líklega á skóm þar til næsta vor og að hans verði vart í öllum heimshornum. Á sama tíma segir verslanakeðjan Costco að hún ætli að takmarka hversu mikið af ákveðnum vörum eins og klósettpappír, flöskuvatni og ákveðnum hreingerningarvörum viðskiptavinir kaupa. Ástæðan er sú að viðskiptavinir hafa aftur byrjað að hamstra vörur líkt og gerðist fyrr í faraldrinum en einnig vegna erfiðleika við að koma vörum í verslanir. Costco segist eiga erfitt með að finna vöruflutningabíla, bílstjóra og vörugáma til að flytja vörur sínar.
Costco Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent