Lífið

Lakkrískjóll Katrínar vekur at­hygli netverja

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Katrín í sjónvarpssal nú í kvöld.
Katrín í sjónvarpssal nú í kvöld. Vísir/Vilhelm

Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum.

Kjóllinn, sem er svartur og skartar ýmiskonar lakkrísmolum, hefur verið mikið á milli tannanna á notendum Twitter nú í kvöld, á meðan fulltrúar flokkanna gera lokaatlögu að því að höfða til óákveðinna kjósenda.

Kjóllinn er úr smiðju Marc Jacobs, nánar til tekið vorlínu fatahönnuðarins frá árinu 2017, og er keyptur á síðu sem sýslar með notaðar hönnunarvörur, að því er fréttastofa hefur fengið staðfest.

Hér að neðan má sjá brot af því sem netverjar hafa haft að segja um kjól forsætisráðherrans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×