Fjölskyldan sitji hjá meðan ævistarfið er skorið niður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 17:54 Fjölskyldan að Syðra-Skörðugili. bbl.is „Niðurskurður sauðfjárstofnsins á Syðra-Skörðugili er óhjákvæmileg niðurstaða. Við fjölskyldan stöndum hjá á meðan sýkt hjörðin verður keyrð á endastöð þar sem kveikt verður í 30 ára gjöfulu ræktunarstarfi.“ Svona hefst Facebook-færsla Sigríðar Fjólu Viktorsdóttur, bónda á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem riða greindist í sauðfénu á bænum í byrjun september. Um 1500 fjár eru á bænum, 500 ær og um þúsund lömb. Allt þarf að skera niður. Sigríður segir í færslunni sem hún birti fyrr í dag að tilfinningarnar séu margvíslegar en reiðin sé þó mest. Reiði yfir aðgerðarleysi sem hún segir virðast vera ríkjandi í bændastéttinni allri. „Við sauðfjárbændur sitjum a.m.k. þögul hjá á meðan hvert áfallið dynur á okkur. Ef það er ekki verðlækkun á dilkakjöti eða riða þá er það almenn óánægja Íslendinga með blessaða sauðkindina sem hvergi má vera með lömbin sín í íslenskri náttúru.“ Frá árinu 2015 hefur riðuveiki greinst á tólf bæjum í Skagafirði. Ráðist var í skimunarátak fyrir riðu í haust og segir í tilkynningu frá Matvælastofnun frá því í gær að átaks sé þörf vegna riðuveiki. Mikið tjón hljótist af veikinni bæði fyrir bændur, sem lendi sjálfir í niðurskurði, og þá sem búi við hömlur á búskapi sínum vegna nágrennis við riðutilfelli. „Allt þetta lætur mann missa móðinn og nenn'essu ekki lengur! Innflutningur á kjöti eykst, riðuniðurskurður nánast að verða árlegur og þannig fækkar okkur smátt og smátt þangað til ekkert verður lambalærið og sauðfjárbúskapur verður allur,“ skrifar Sigríður. Hún gagnrýnir að enginn stjórnmálaflokkur hafi rætt landbúnaðarmál af krafti fyrir Alþingiskosningarnar, sem fara fram á morgun, ekki einu sinni „gamla góða Framsókn sem við höfum þó getað stólað á til þessa hér á þessu heimili!“ „Þið sem fagnið innflutningi og smjattið á innfluttu kjöti sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn ykkur til átu þið getið farið að hætta þessu endalausa gaspri, sigurinn er ykkar. Við skulum öll kolefnisjafna, ferðumst um á reiðhjóli en flytjum inn kjöt!!! Þvílík hræsni!“ Skagafjörður Landbúnaður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Sigríðar Fjólu Viktorsdóttur, bónda á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem riða greindist í sauðfénu á bænum í byrjun september. Um 1500 fjár eru á bænum, 500 ær og um þúsund lömb. Allt þarf að skera niður. Sigríður segir í færslunni sem hún birti fyrr í dag að tilfinningarnar séu margvíslegar en reiðin sé þó mest. Reiði yfir aðgerðarleysi sem hún segir virðast vera ríkjandi í bændastéttinni allri. „Við sauðfjárbændur sitjum a.m.k. þögul hjá á meðan hvert áfallið dynur á okkur. Ef það er ekki verðlækkun á dilkakjöti eða riða þá er það almenn óánægja Íslendinga með blessaða sauðkindina sem hvergi má vera með lömbin sín í íslenskri náttúru.“ Frá árinu 2015 hefur riðuveiki greinst á tólf bæjum í Skagafirði. Ráðist var í skimunarátak fyrir riðu í haust og segir í tilkynningu frá Matvælastofnun frá því í gær að átaks sé þörf vegna riðuveiki. Mikið tjón hljótist af veikinni bæði fyrir bændur, sem lendi sjálfir í niðurskurði, og þá sem búi við hömlur á búskapi sínum vegna nágrennis við riðutilfelli. „Allt þetta lætur mann missa móðinn og nenn'essu ekki lengur! Innflutningur á kjöti eykst, riðuniðurskurður nánast að verða árlegur og þannig fækkar okkur smátt og smátt þangað til ekkert verður lambalærið og sauðfjárbúskapur verður allur,“ skrifar Sigríður. Hún gagnrýnir að enginn stjórnmálaflokkur hafi rætt landbúnaðarmál af krafti fyrir Alþingiskosningarnar, sem fara fram á morgun, ekki einu sinni „gamla góða Framsókn sem við höfum þó getað stólað á til þessa hér á þessu heimili!“ „Þið sem fagnið innflutningi og smjattið á innfluttu kjöti sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn ykkur til átu þið getið farið að hætta þessu endalausa gaspri, sigurinn er ykkar. Við skulum öll kolefnisjafna, ferðumst um á reiðhjóli en flytjum inn kjöt!!! Þvílík hræsni!“
Skagafjörður Landbúnaður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira