Fjölskyldan sitji hjá meðan ævistarfið er skorið niður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 17:54 Fjölskyldan að Syðra-Skörðugili. bbl.is „Niðurskurður sauðfjárstofnsins á Syðra-Skörðugili er óhjákvæmileg niðurstaða. Við fjölskyldan stöndum hjá á meðan sýkt hjörðin verður keyrð á endastöð þar sem kveikt verður í 30 ára gjöfulu ræktunarstarfi.“ Svona hefst Facebook-færsla Sigríðar Fjólu Viktorsdóttur, bónda á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem riða greindist í sauðfénu á bænum í byrjun september. Um 1500 fjár eru á bænum, 500 ær og um þúsund lömb. Allt þarf að skera niður. Sigríður segir í færslunni sem hún birti fyrr í dag að tilfinningarnar séu margvíslegar en reiðin sé þó mest. Reiði yfir aðgerðarleysi sem hún segir virðast vera ríkjandi í bændastéttinni allri. „Við sauðfjárbændur sitjum a.m.k. þögul hjá á meðan hvert áfallið dynur á okkur. Ef það er ekki verðlækkun á dilkakjöti eða riða þá er það almenn óánægja Íslendinga með blessaða sauðkindina sem hvergi má vera með lömbin sín í íslenskri náttúru.“ Frá árinu 2015 hefur riðuveiki greinst á tólf bæjum í Skagafirði. Ráðist var í skimunarátak fyrir riðu í haust og segir í tilkynningu frá Matvælastofnun frá því í gær að átaks sé þörf vegna riðuveiki. Mikið tjón hljótist af veikinni bæði fyrir bændur, sem lendi sjálfir í niðurskurði, og þá sem búi við hömlur á búskapi sínum vegna nágrennis við riðutilfelli. „Allt þetta lætur mann missa móðinn og nenn'essu ekki lengur! Innflutningur á kjöti eykst, riðuniðurskurður nánast að verða árlegur og þannig fækkar okkur smátt og smátt þangað til ekkert verður lambalærið og sauðfjárbúskapur verður allur,“ skrifar Sigríður. Hún gagnrýnir að enginn stjórnmálaflokkur hafi rætt landbúnaðarmál af krafti fyrir Alþingiskosningarnar, sem fara fram á morgun, ekki einu sinni „gamla góða Framsókn sem við höfum þó getað stólað á til þessa hér á þessu heimili!“ „Þið sem fagnið innflutningi og smjattið á innfluttu kjöti sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn ykkur til átu þið getið farið að hætta þessu endalausa gaspri, sigurinn er ykkar. Við skulum öll kolefnisjafna, ferðumst um á reiðhjóli en flytjum inn kjöt!!! Þvílík hræsni!“ Skagafjörður Landbúnaður Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Sigríðar Fjólu Viktorsdóttur, bónda á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem riða greindist í sauðfénu á bænum í byrjun september. Um 1500 fjár eru á bænum, 500 ær og um þúsund lömb. Allt þarf að skera niður. Sigríður segir í færslunni sem hún birti fyrr í dag að tilfinningarnar séu margvíslegar en reiðin sé þó mest. Reiði yfir aðgerðarleysi sem hún segir virðast vera ríkjandi í bændastéttinni allri. „Við sauðfjárbændur sitjum a.m.k. þögul hjá á meðan hvert áfallið dynur á okkur. Ef það er ekki verðlækkun á dilkakjöti eða riða þá er það almenn óánægja Íslendinga með blessaða sauðkindina sem hvergi má vera með lömbin sín í íslenskri náttúru.“ Frá árinu 2015 hefur riðuveiki greinst á tólf bæjum í Skagafirði. Ráðist var í skimunarátak fyrir riðu í haust og segir í tilkynningu frá Matvælastofnun frá því í gær að átaks sé þörf vegna riðuveiki. Mikið tjón hljótist af veikinni bæði fyrir bændur, sem lendi sjálfir í niðurskurði, og þá sem búi við hömlur á búskapi sínum vegna nágrennis við riðutilfelli. „Allt þetta lætur mann missa móðinn og nenn'essu ekki lengur! Innflutningur á kjöti eykst, riðuniðurskurður nánast að verða árlegur og þannig fækkar okkur smátt og smátt þangað til ekkert verður lambalærið og sauðfjárbúskapur verður allur,“ skrifar Sigríður. Hún gagnrýnir að enginn stjórnmálaflokkur hafi rætt landbúnaðarmál af krafti fyrir Alþingiskosningarnar, sem fara fram á morgun, ekki einu sinni „gamla góða Framsókn sem við höfum þó getað stólað á til þessa hér á þessu heimili!“ „Þið sem fagnið innflutningi og smjattið á innfluttu kjöti sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn ykkur til átu þið getið farið að hætta þessu endalausa gaspri, sigurinn er ykkar. Við skulum öll kolefnisjafna, ferðumst um á reiðhjóli en flytjum inn kjöt!!! Þvílík hræsni!“
Skagafjörður Landbúnaður Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira