Erlent

Norð­menn af­létta nær öllum tak­mörkunum á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Solberg og Bent Høie voru ánægð á fréttamannafundinum í morgun.
Erna Solberg og Bent Høie voru ánægð á fréttamannafundinum í morgun. EPA

Nær öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar verður aflétt í Noregi á morgun klukkan 16 að staðartíma.

Erna Solberg forsætisráðherra og Bent Høie heilbrigðisráðherra greindu frá þessu á fréttamannafundi í morgun. 

„Nú getum við lifað, nokkur veginn, eins og við gerðum fyrir faraldurinn,“ sagði Solberg, sem var augljóslega létt. „Ég held þó að allt verði ekki alveg eins og áður. Ég held að kórónuveiran muni áfram hafa áhrif á líf okkar, á góðan og slæman hátt.“

561 dagur er nú liðinn frá því að fyrstu takmörkunum vegna kórónuveirunnar var komið á í Noregi.

Með breytingunni verða engin fjarlægðarmörk og engar sérstakar reglur um fjöldatakmörkunum. Þá þurfa ferðamenn frá ríkjum sem skilgreind eru sem „appelsínugul“, ekki lengur að sæta skyldu um sóttkví.

Þá verða heldur ekki takmarkanir á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×