Puigdemont flúði til Belgíu eftir atkvæðagreiðsluna og situr á Evrópuþinginu.
Samkvæmt BBC beið lögregla eftir honum á Alghero-Fertilia flugvellinum á Sardiníu og verður hann leiddur fyrir dómara innan tíðar. Að sögn lögmanns Puigdemont ferðaðist hann til eyjarinnar til að sækja katalónska hátíð.
Það verður undir dómara komið hvort honum verður sleppt eða hvort hann verður framseldur.
Þjóðaatkvæðagreiðslan markaði vatnaskil í Katalóníu, þar sem stjórnvöld þar lýstu yfir sjálfstæði en stjórnvöld á Spáni brugðust við með því að taka yfir stjórn á svæðinu.
Eftir að Puigdemont og tveir ráðherrar flúðu voru níu aðrir leiðtogar Katalóníu handteknir. Þeir voru hins vegar náðaðir í júní síðastliðnum af forsætisráðherranum Pedro Sánchez.
Dómarinn ítalski þarf að ákveða hvort handtökuskipunin á hendur Puigdemont sé enn í gildi. Pere Aragones, núverandi forseti Katalóníu, hefur fordæmt „ofsóknir“ Spánar á hendur honum en þess ber að geta að Aragones er einnig aðskilnaðarsinni.