Handbolti

Haukur í hóp og Sigvaldi skoraði eitt er Kielce lagði Veazprém í Meistaradeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukur meiddist í leik gegn norska liðinu Elverum í október á seinasta ári. Þetta var í fyrsta skipti sem hann var í hóp í keppnisleik eftir meiðslin.
Haukur meiddist í leik gegn norska liðinu Elverum í október á seinasta ári. Þetta var í fyrsta skipti sem hann var í hóp í keppnisleik eftir meiðslin. EPA-EFE/GEIR OLSEN NORWAY OUT

Haukur Þrastarson var í fyrsta skipti í hóp hjá pólska liðinu Vive Kielce í keppnisleik þegar að liði mætti Telekom Veszprém frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag eftir löng og erfið meiðsli. Sigvaldi Björn Guðjónsson leikur einnig með Kielce, en hann skoraði eitt mark þegar að liðið vann 32-29.

Pólsku meistararnir tóku frumkvæðið snemma leiks og skoruðu sjö mörk gegn aðeins tveimur mörkum gestanna á fyrstu mínútunum.Leikmenn Veszprém tóku þá aðeins við sér og hleyptu Kielce-mönnum ekki lengra fram úr sér fyrir hlé. Staðan var 17-12 þegar að flautað var til hálfleiks.

Seinni hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri. Kielce náði mest sjö marka forskoti í stöðunni  22-15, en þá komu þrjú mörk í röð frá Veszprém.

Gestirnir frá Ungverjalandi náðu þó aldrei að brúa bilið og lokatölur urðu 32-29. Liðin hafa nú bæði tvö stig eftir tvo leiki í B-riðli. Kielce tapaði fyrir Dinamo Bucarresti í fyrstu umferðinni, á meðan að Veszprém vann þriggja marka sigur gegn franska stórveldinu Paris Saint-Germain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×