Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttirnar klukkan 18:30.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttirnar klukkan 18:30.

Stjórnarflokkana vantar einn þingmann svo ríkisstjórnin haldi velli samkvæmt nýrri könnuna Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Við greinum frá niðurstöðu könnunarinnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sem verða í opinni dagskrá.

Við fjöllum einnig um að það stefni í langa kosninganótt því fjöldi utankjörfundaratkvæða hefur aldrei verið meiri, sem mun lengja talninguna til muna.

Svipmyndir verða sýndar frá Peysufatadegi Verslunarskóla Íslands og fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé, mun kafa ofan í nýtt hraðamyndavélakerfi sem á að innleiða hér á landi.

Tryggvi Páll, okkar maður á Akureyri, kíkir á nýju Skógarböðin á Akureyri og Kristján Már verður með brakandi ferska framkvæmdafrétt frá Bíldudal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×