Kapphlaup um nýja bálstofu í uppsiglingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2021 19:00 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir forsvarskona Bálfararfélags Íslands og Trés lífsins hyggst reisa Bálstofu en það gera líka Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma að sögn forstjórans Þórsteins Ragnarssonar. Vísir/Egill Kapphlaup virðist vera í uppsiglingu milli Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og einkaaðila um byggingu nýrrar bálstofu. Forstjóri kirkjugarðana telur aðeins pláss fyrir eina bálstofu í landinu. Sífellt fleiri velja að láta brenna sig eftir sinn dag eða um fjórir af hverjum tíu landsmönnum og ennþá fleiri á höfuðborgarsvæðinu eða 55%. Einu líkbrennsluofnarnir í landinu eru í Bálstofunni í Fossvogi en þeir eru tveir og voru byggðir þar árið 1948. Líkkista á leið í líkbrennsluofn í bálstofunni í Fossvogi.Vísir/Egill Þórsteinn Ragnarsson forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem sér um bálstofuna segir að starfsleyfi fyrir stofuna hafi verið endurnýjað í sumar. Þá verði mengunarbúnaður ofnanna uppfærður eftir leiðbeiningar frá erlendum sérfræðingum á næstu misserum. Hann segir þó að á næstu árum verði hætt að nota þessa ofna. En til standi að byggja nýja bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. „Það er búið að gera kostnaðaráætlun og rekstraráætlun sem verður kynnt nú í haust og við sjáum fram á að ný bálstofa á Hallsholti muni leysa af Bálstofuna í Fossvogi. Á meðan sú nýja er að rísa munum við reka bálstofuna í Fossvogi í fimm til átta ár í viðbót,“ segir Þórsteinn. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir forsvarskona Bálfararfélags Íslands og Trés lífsins hyggst einnig byggja bálstofu og hefur fengið til þess lóð í Rjúpnadal í Garðabæ. „Þetta er sjálfseignarstofnun og er óhagnaðardrifin. Við áætlum að reisa hér í Rjúpnadal 1500 fermetra húsnæði sem hýsir þá fjölnota athafnasal og hugleiðslu og kyrrðarrými. Móttöku fyrir aðstandendur og svo bálstofuna sjálfa sem verður umhverfisvæn. Fyrir utan verður minningargarður þar sem fólk getur sett niður duftker og gróðursett tré í leiðinni. Það getur svo fylgst með trénu dafna til minningar um látinn ástvin,“ segir Sigríður. Telur eina bálstofu nægja fyrir landið Þórsteinn Ragnarsson hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma telur að þessari bálstofu verði ofaukið. „Ein bálstofa er nóg fyrir Ísland. Það segja þeir sem til þekkja,“ segir Þórsteinn. Sigríður segist ekki ætla að láta deigan síga þó fyrirætlanir séu um byggingu annarrar bálstofu. Svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ „Við höldum bara okkar striki með bálstofu Trés lífsins í Garðabæ og svo er það bara þeirra sem reka hina bálstofuna að ákveða hvað þau gera,“ segir Sigríður. Hún býst við að fyrsta skóflustungan verði tekin fyrir jól og bálstofan verði risin eftir um tvö ár. Um fjármögnunina segir Sigríður: „Við erum með ósk um stofnkostnaðarstyrk hjá íslenska ríkinu og svo erum við með vilyrði fyrir láni hjá tveimur lífeyrissjóðum. Restin verður svo hópfjármögnuð,“ segir Sigríður bjartsýn að lokum. Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Sífellt fleiri velja að láta brenna sig eftir sinn dag eða um fjórir af hverjum tíu landsmönnum og ennþá fleiri á höfuðborgarsvæðinu eða 55%. Einu líkbrennsluofnarnir í landinu eru í Bálstofunni í Fossvogi en þeir eru tveir og voru byggðir þar árið 1948. Líkkista á leið í líkbrennsluofn í bálstofunni í Fossvogi.Vísir/Egill Þórsteinn Ragnarsson forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem sér um bálstofuna segir að starfsleyfi fyrir stofuna hafi verið endurnýjað í sumar. Þá verði mengunarbúnaður ofnanna uppfærður eftir leiðbeiningar frá erlendum sérfræðingum á næstu misserum. Hann segir þó að á næstu árum verði hætt að nota þessa ofna. En til standi að byggja nýja bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. „Það er búið að gera kostnaðaráætlun og rekstraráætlun sem verður kynnt nú í haust og við sjáum fram á að ný bálstofa á Hallsholti muni leysa af Bálstofuna í Fossvogi. Á meðan sú nýja er að rísa munum við reka bálstofuna í Fossvogi í fimm til átta ár í viðbót,“ segir Þórsteinn. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir forsvarskona Bálfararfélags Íslands og Trés lífsins hyggst einnig byggja bálstofu og hefur fengið til þess lóð í Rjúpnadal í Garðabæ. „Þetta er sjálfseignarstofnun og er óhagnaðardrifin. Við áætlum að reisa hér í Rjúpnadal 1500 fermetra húsnæði sem hýsir þá fjölnota athafnasal og hugleiðslu og kyrrðarrými. Móttöku fyrir aðstandendur og svo bálstofuna sjálfa sem verður umhverfisvæn. Fyrir utan verður minningargarður þar sem fólk getur sett niður duftker og gróðursett tré í leiðinni. Það getur svo fylgst með trénu dafna til minningar um látinn ástvin,“ segir Sigríður. Telur eina bálstofu nægja fyrir landið Þórsteinn Ragnarsson hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma telur að þessari bálstofu verði ofaukið. „Ein bálstofa er nóg fyrir Ísland. Það segja þeir sem til þekkja,“ segir Þórsteinn. Sigríður segist ekki ætla að láta deigan síga þó fyrirætlanir séu um byggingu annarrar bálstofu. Svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ „Við höldum bara okkar striki með bálstofu Trés lífsins í Garðabæ og svo er það bara þeirra sem reka hina bálstofuna að ákveða hvað þau gera,“ segir Sigríður. Hún býst við að fyrsta skóflustungan verði tekin fyrir jól og bálstofan verði risin eftir um tvö ár. Um fjármögnunina segir Sigríður: „Við erum með ósk um stofnkostnaðarstyrk hjá íslenska ríkinu og svo erum við með vilyrði fyrir láni hjá tveimur lífeyrissjóðum. Restin verður svo hópfjármögnuð,“ segir Sigríður bjartsýn að lokum.
Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira