Samstarf

Öflug þarmaflóra er mikilvæg heilsu okkar

Artasan
Þarmaflóran ver okkur gegn óæskilegum örverum og hefur margskonar jákvæð áhrif á heilsu okkar almennt, jafnt andlega sem líkamlega.
Þarmaflóran ver okkur gegn óæskilegum örverum og hefur margskonar jákvæð áhrif á heilsu okkar almennt, jafnt andlega sem líkamlega.

Prógastró Gull er afar áhrifarík vara og aðlagast líkamsstarfseminni vel ásamt því að vera talin gagnleg fyrir alla aldurshópa. Prógastró er heilsuvara vikunnar á Vísi.

Þarmaflóran okkar inniheldur yfir þúsund mismunandi tegundir gerla og baktería sem sinna ýmsum mikilvægum hlutverkum.

Í meltingarveginum lifa trilljónir baktería og eru flestar þeirra staðsettar í ristlinum. Í daglegu tali köllum við þessar bakteríur þarmaflóru þar sem þær samanstanda af meira en 1000 tegundum og í ristlinum sinna þær ýmsum afar mikilvægum hlutverkum. Þær framleiða m.a. vítamín, amínósýrur, stuttar fitusýrur, ýmis boðefni og ensím. Góð og vel samsett þarmaflóra er grunnurinn að sterku ónæmiskerfi og oftar en ekki er hægt að rekja ýmsa líkamlega og andlega kvilla til slæmrar þarmaflóru.

Þarmaflóran er grunnur að góðri heilsu

Öflug þarmaflóra er forsenda heilbrigðar starfsemi meltingarfæranna ásamt því að hafa góð áhrif á ónæmis-, tauga- og hormónakerfið. Þarmaflóran ver okkur að auki gegn óæskilegum örverum og hefur margskonar jákvæð áhrif á heilsu okkar almennt, jafnt andlega sem líkamlega. Til að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru er mikilvægt að huga að hollu og fjölbreyttu mataræði ásamt því að taka daglega inn mjólkursýrugerla í formi bætiefna.

Hvað eru mjólkursýrugerlar?

Mjólkursýrugerlar eru hluti af örlífverum þarmanna en þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir og með mismunandi virkni. Mjólkursýrugerla má ýmist finna í fæðu og meltingarvegi mannsins en þeir hafa heilsueflandi áhrif á líkamann með því að efla meltingu og frásog næringarefna. Þegar velja á mjólkursýrugerla til inntöku er ekki úr vegi að skoða magn gerla sem hvert hylki inniheldur sem og virkni og gæði.

Gæðin skipta máli

Prógastró Gull mjólkursýrugerlarnir eru afar öflugir en þeir innihalda 4 stofna af gall- og sýruþolnum góðgerlum. Einn af þeim er L. Acidophilus DDS®-1 eða asídófílus eins og við þekkjum hann en þetta er nafn á áhrifaríkum gerlastofni þar sem DDS®-1 viðbótin er afar mikilvæg fyrir ýmis hlutverk í starfsemi líkamans. Gerillinn hefur lengi verið þekktur fyrir heilsueflandi eiginleika sína en hann þolir hátt sýrustig í maganum ásamt því að margfalda sig í smáþörmunum þar sem hans er mest þörf. 

Prógastró Gull mjólkursýrugerlarnir hafa það að markmiði að byggja upp þarmaflóruna og bæta meltingu og hafa reynst afar vel fyrir þá sem þjást af hinum ýmsu kvillum, svo sem magaónótum eða meltingarkvillum. Í hverju hylki af Prógastró Gull mjólkursýrugerlunum eru 15 milljarðar af gall- og sýruþolnum gerlastofnum sem hafa jákvæð áhrif á þarmaflóruna. Prógastró Gull er afar áhrifarík vara og aðlagast líkamsstarfseminni vel ásamt því að vera talin gagnleg fyrir alla aldurshópa.

Prógastró er fæðubótarefni. Neysla fæðubótarefna kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu og heilsusamlegs lífernis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×