Elín Hirst vill Katrínu sem forsætisráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2021 11:36 Mörgum sjálfstæðismanninum svegldist mögulega á kaffinu í morgun þegar í ljós kom að Elín Hirst vill Katrínu sem forsætisráðherra. „Við viljum Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra“ segir í heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Undir rita fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar, þeirra á meðal Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tveir stuðningsmenn kostuðu auglýsinguna. Athygli vekur að auglýsingin er ekki merkt Vinstri grænum og er heldur ekki í litum flokksins, þeim græna og rauða. Lesa má á milli línanna að þeir sem skrifa undir styðji Katrínu sem forsætisráðherra þótt viðkomandi séu ekki endilega stuðningsmenn Vinstri grænna eða líklegir kjósendur flokksins. „Ég er hrifinn af persónukjöri, þess vegna kvitta ég undir,“ segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Þorgrímur var á rúntinum nærri Raufarhöfn þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segist ekki hafa hugmynd um hver hafi fjármagnað auglýsinguna. Þorgrímur Þráinsson er vinamargur og segist fylgjandi persónukjöri. Hann styðji Katrínu en líka marga fleiri.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki hugmynd. Ég myndi líka styðja Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Brynjar Níelsson og fleiri manneskjur sem ég þekki,“ segir Þorgrímur. Katrín sé manneskja sem hann treysti. „Ég er ekki flokksbundinn,“ segir Þorgrímur. Lísa Kristjánsdóttir er aðstoðarmaður Katrínar forsætisráðherra. Hún segir auglýsinguna einfaldlega stuðningsmannaauglýsingu sem gjarnan sé sett fram. Tvist auglýsingastofa hafi unnið hana fyrir hönd stuðningsmannanna en sama auglýsingastofa sér um auglýsingar fyrir flokkinn. „Þetta hefur verið gert oft áður,“ segir Lísa. Þau vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Ekki er þó víst hvaða flokk fólkið ætlar að kjósa. „Svona stuðningsmannaauglýsingar eru aldrei undir merkjum stjórnmálaflokksins.“ Lísa segir tvo aðila hafa fjármagnað auglýsinguna fyrir hönd stuðningsmanna. Þau Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forstjóri borgarstjórnar og borgarfulltrúi Alþýðubandalags og síðar Reykjavíkurlista, og Arnór Björnsson, viðskiptafræðingur í Reykjavík, sem er meðal þeirra sem eru á listanum. Fleiri áhugaverðir eru á listanum eins og tónlistamaðurinn Bubbi Morthens. Hann hefur farið mikinn í aðdraganda kosninga á Facebook og hvatt fólk til að kjósa Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar, sem er í framboði í Kraganum. Bubbi er fylgjandi persónukjöri.Vísir/Egill Þegar fréttastofa spurði Bubba hvernig þetta mætti vera sagðist hann sannarlega styðja Katrínu sem og Guðmund Andra, auk Þorgerðar Katrínar, sem býður fram fyrir Viðreisn í Kraganum. Hann kýs að líta svo á að um persónukjör sé að ræða en ekki val á milli flokka. Hvern Bubbi mun kjósa verður að koma í ljós. Bubbi er búsettur á Seltjarnarnesi sem tilheyrir Kraganum. Hann á því ekki kost á því að kjósa Katrínu og þarf að velja á milli Guðmundar Andra og Þorgerðar Katrínar. Vísir reyndi að ná tali af Elínu Hirst við vinnslu fréttarinnar en án árangurs. Viðbrögðum Elínar verður bætt við fréttina ef næst í hana. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Athygli vekur að auglýsingin er ekki merkt Vinstri grænum og er heldur ekki í litum flokksins, þeim græna og rauða. Lesa má á milli línanna að þeir sem skrifa undir styðji Katrínu sem forsætisráðherra þótt viðkomandi séu ekki endilega stuðningsmenn Vinstri grænna eða líklegir kjósendur flokksins. „Ég er hrifinn af persónukjöri, þess vegna kvitta ég undir,“ segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Þorgrímur var á rúntinum nærri Raufarhöfn þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segist ekki hafa hugmynd um hver hafi fjármagnað auglýsinguna. Þorgrímur Þráinsson er vinamargur og segist fylgjandi persónukjöri. Hann styðji Katrínu en líka marga fleiri.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki hugmynd. Ég myndi líka styðja Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Brynjar Níelsson og fleiri manneskjur sem ég þekki,“ segir Þorgrímur. Katrín sé manneskja sem hann treysti. „Ég er ekki flokksbundinn,“ segir Þorgrímur. Lísa Kristjánsdóttir er aðstoðarmaður Katrínar forsætisráðherra. Hún segir auglýsinguna einfaldlega stuðningsmannaauglýsingu sem gjarnan sé sett fram. Tvist auglýsingastofa hafi unnið hana fyrir hönd stuðningsmannanna en sama auglýsingastofa sér um auglýsingar fyrir flokkinn. „Þetta hefur verið gert oft áður,“ segir Lísa. Þau vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Ekki er þó víst hvaða flokk fólkið ætlar að kjósa. „Svona stuðningsmannaauglýsingar eru aldrei undir merkjum stjórnmálaflokksins.“ Lísa segir tvo aðila hafa fjármagnað auglýsinguna fyrir hönd stuðningsmanna. Þau Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forstjóri borgarstjórnar og borgarfulltrúi Alþýðubandalags og síðar Reykjavíkurlista, og Arnór Björnsson, viðskiptafræðingur í Reykjavík, sem er meðal þeirra sem eru á listanum. Fleiri áhugaverðir eru á listanum eins og tónlistamaðurinn Bubbi Morthens. Hann hefur farið mikinn í aðdraganda kosninga á Facebook og hvatt fólk til að kjósa Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar, sem er í framboði í Kraganum. Bubbi er fylgjandi persónukjöri.Vísir/Egill Þegar fréttastofa spurði Bubba hvernig þetta mætti vera sagðist hann sannarlega styðja Katrínu sem og Guðmund Andra, auk Þorgerðar Katrínar, sem býður fram fyrir Viðreisn í Kraganum. Hann kýs að líta svo á að um persónukjör sé að ræða en ekki val á milli flokka. Hvern Bubbi mun kjósa verður að koma í ljós. Bubbi er búsettur á Seltjarnarnesi sem tilheyrir Kraganum. Hann á því ekki kost á því að kjósa Katrínu og þarf að velja á milli Guðmundar Andra og Þorgerðar Katrínar. Vísir reyndi að ná tali af Elínu Hirst við vinnslu fréttarinnar en án árangurs. Viðbrögðum Elínar verður bætt við fréttina ef næst í hana.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent