Erlent

Loft­mengun enn hættu­legri en talið var

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
WHO beinir því til aðildarríkja að draga enn frekar úr losun gróðurhúsaloftstegunda.
WHO beinir því til aðildarríkja að draga enn frekar úr losun gróðurhúsaloftstegunda. EPA

Loftmengun er enn hættulegri en áður var talið. Þetta segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sem hefur nú lækkað heilsuverndarmörk nokkurra helstu mengunarvalda.

BBC segir frá því að stofnunin áætli að sjö milljónir manna deyi árlega fyrir aldur fram af völdum sjúkdóma sem rekja megi til loftmengunar.

Tekjulægstu hópar heimsins þjást meira en aðrir jarðarbúar vegna þess að þeir reiða sig meira á jarðefnaeldsneyti en hinir efnameiri.

Stofnunin segir að nú sé ástandið orðið þannig að loftmengun sé komin á par við reykingar og neyslu óhollrar fæðu þegar kemur að heilsufari fólks.

Er því beint til aðildarríkja að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og grípa til annarra aðgerða til að bregðast við loftslagsbreytingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×