Karim Benzema kom heimamönnum yfir strax á 3. mínútu. Rúmlega tuttugu mínútum síðar skoraði Marco Asensio annað mark Real og sitt fyrsta mark í leiknum. Aðeins mínútu síðar minnkaði Kang-In Lee muninn fyrir gestina.
8 goals.
— LaLiga English (@LaLigaEN) September 22, 2021
7 assists.
Ladies and gentlemen, Karim Benzema. #RealMadridRCDMallorca pic.twitter.com/I0t9DNj50A
Asensio kom Real í 3-1 á 29. mínútum eftir að hann slapp einn í gegn eftir frábæra sendingu Benzema. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari hélt stórsókn Real áfram.
Asensio skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Real þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Benzema kom Real í 5-1 á 78. mínútu og Isco fullkomnaði magnaðan leik heimamanna með marki á 84. mínútu.
''Can I have the ball?''
— Real Madrid C.F. (@realmadriden) September 22, 2021
@marcoasensio10 pic.twitter.com/3sy2hLPLxC
Lokatölur 6-1 og Real er komið á toppinn með 16 stig að loknum sex leikjum. Þá er liðið búið að skora 21 mark en aðeins tvö önnur lið hafa skorað tíu mörk eða meira í deildinni, Valencia og Rayo Vallecano.