Sömdu við kröfuhafa en næsta greiðsla gæti orðið félaginu að falli Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2021 15:15 Höfuðstöðvar Evergrande eru staðsettar í Hong Kong. Getty/Katherine Cheng Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group hefur tekist að semja við kröfuhafa um stóra vaxtagreiðslu sem er gjalddaga á morgun. Stjórnendur hafa varað við því að það gæti verið á leið í gjaldþrot en fasteignaþróunarfélagið er það skuldsettasta í heimi. Umrædd greiðsla nemur 233 milljónum yuan eða um 4,69 milljörðum íslenskra króna. Ekkert hefur verið gefið upp um skilmála sáttarinnar eða hvernig félagið ætlar að standa í skilum á annarri og stærri vaxtagreiðslu í þessari viku. Sú nemur 83,5 milljónum bandaríkjadala eða um 10,85 milljörðum króna. Fjárfestar víða um heim hafa fylgst náið með erfiðri skuldastöðu Evergrande sem er eitt stærsta fasteignaþróunarfélag í Kína og hefur byggt mikið magn íbúða- og atvinnuhúsnæðis þar í landi. Virði hlutabréfa í félaginu hefur hríðfallið á mörkuðum í Hong Kong, New York og víðar, og er talið að áhyggjur fjárfesta af afdrifum félagsins hafi leitt til lækkunar á ótengdum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Ekki liggur fyrir hvort kínversk stjórnvöld hyggist koma félaginu til bjargar með einhverjum hætti en fjárfestar hafa áhyggjur af því að gjaldþrot myndi hafa keðjuverkandi áhrif og smitast út fyrir kínverska markaði. Meðal annars gæti minni kaupmáttur og eftirspurn eftir vörum í Kína haft áhrif á hrávörumarkaði sem eigi mikið undir eftirspurn á kínverskum markaði. Skuldar 39 þúsund milljarða króna Talið er að Evergrande skuldi um 300 milljarða bandaríkjadala eða um 39 þúsund milljarða króna. Stór hluti skuldabréfanna er í eigu kínverskra fjármálastofnana, almennra fjárfesta, húsnæðieigenda og birgðasala Evergrande. Þá er hluti skuldabréfanna í eigu erlendra fjárfesta. Á síðustu vikum hafa forsvarsmenn fasteignafélagsins varað við því að það stefni í gjaldþrot ef ekki tekst að safna miklu fjármagni á skjótum tíma. Óljóst er hvort félagið komi til með að verða úrskurðað gjaldþrota eða kínversk stjórnvöld muni reyna að forða Evergrande frá slíkum örlögum. Talið er að gjaldþrot myndi hafa veigamikil áhrif á kínverskt efnahagslíf og fjármálamarkaði. Að sögn CNN telja margir fjármálagreinendur það ólíklegt að stjórnvöld í Beijing komi til með að bjarga félaginu en mögulega muni þau koma að fjárhagslegri endurskipulagningu til að reyna að verja minni fjárfesta og húsnæðiseigendur. Samkvæmt greiningaraðilum hjá S&P Global Ratings eru kínversk stjórnvöld einungis líkleg til að koma í veg fyrir gjaldþrotið ef talið er að áhrif þess verði fleiri fasteignaþróunarfélögum að falli. Kína Fasteignamarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Umrædd greiðsla nemur 233 milljónum yuan eða um 4,69 milljörðum íslenskra króna. Ekkert hefur verið gefið upp um skilmála sáttarinnar eða hvernig félagið ætlar að standa í skilum á annarri og stærri vaxtagreiðslu í þessari viku. Sú nemur 83,5 milljónum bandaríkjadala eða um 10,85 milljörðum króna. Fjárfestar víða um heim hafa fylgst náið með erfiðri skuldastöðu Evergrande sem er eitt stærsta fasteignaþróunarfélag í Kína og hefur byggt mikið magn íbúða- og atvinnuhúsnæðis þar í landi. Virði hlutabréfa í félaginu hefur hríðfallið á mörkuðum í Hong Kong, New York og víðar, og er talið að áhyggjur fjárfesta af afdrifum félagsins hafi leitt til lækkunar á ótengdum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Ekki liggur fyrir hvort kínversk stjórnvöld hyggist koma félaginu til bjargar með einhverjum hætti en fjárfestar hafa áhyggjur af því að gjaldþrot myndi hafa keðjuverkandi áhrif og smitast út fyrir kínverska markaði. Meðal annars gæti minni kaupmáttur og eftirspurn eftir vörum í Kína haft áhrif á hrávörumarkaði sem eigi mikið undir eftirspurn á kínverskum markaði. Skuldar 39 þúsund milljarða króna Talið er að Evergrande skuldi um 300 milljarða bandaríkjadala eða um 39 þúsund milljarða króna. Stór hluti skuldabréfanna er í eigu kínverskra fjármálastofnana, almennra fjárfesta, húsnæðieigenda og birgðasala Evergrande. Þá er hluti skuldabréfanna í eigu erlendra fjárfesta. Á síðustu vikum hafa forsvarsmenn fasteignafélagsins varað við því að það stefni í gjaldþrot ef ekki tekst að safna miklu fjármagni á skjótum tíma. Óljóst er hvort félagið komi til með að verða úrskurðað gjaldþrota eða kínversk stjórnvöld muni reyna að forða Evergrande frá slíkum örlögum. Talið er að gjaldþrot myndi hafa veigamikil áhrif á kínverskt efnahagslíf og fjármálamarkaði. Að sögn CNN telja margir fjármálagreinendur það ólíklegt að stjórnvöld í Beijing komi til með að bjarga félaginu en mögulega muni þau koma að fjárhagslegri endurskipulagningu til að reyna að verja minni fjárfesta og húsnæðiseigendur. Samkvæmt greiningaraðilum hjá S&P Global Ratings eru kínversk stjórnvöld einungis líkleg til að koma í veg fyrir gjaldþrotið ef talið er að áhrif þess verði fleiri fasteignaþróunarfélögum að falli.
Kína Fasteignamarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira