BDSM, kristni og heimsmet í tölvuleikjum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2021 15:00 Passion er sýnd á RIFF í ár. Heimildamyndaflokkur RIFF í ár er mjög fjölbreyttur en þær 11 myndir sem sýndar eru voru flestar frumsýndar á stærstu heimildarhátíðum veraldar eins og Sundance, Tribeca, CPH:DOX og Alþjóðlegu heimildarmyndahátíðinni í Amsterdam. „Umfangsefni eru af fjölbreyttum toga: BDSM og kristni, hjólabretti og dóp, goðsagnakenndur danshöfundur, heimsmet í tölvuleikjum þar sem er m.a. íslenskur þátttakandi, lessupönk, hugmyndaátök í írönsku samfélagi, vínsmakkaralið frá Zimbabwe og færeysk stúlka sem brýst út úr strangkristnu umhverfi sínu – af nógu er að taka,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Frá upphafi hefur RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík lagt upp mikið upp úr heimildarmyndum. Heimildarmyndadagskrá hátíðarinnar miðar að því að fræða og upplýsa áhorfendur, en ekki síður að miðla þekkingu með óhefðbundnum leiðum. Góð heimildarmynd kveikir í ímyndunaraflinu og getur haft sterk áhrif á áhorfendur og samfélagið með óvæntu sjónarhorni eða nýjum upplýsingum. Auglýsingar fyrir RIFF hátíðina má nú sjá um alla borgina.RIFF Nýjasta mynd norðurírska kvikmyndagerðarmannsins Mark Cousins, sem stóð að baki 15 tíma þáttaröðinni Saga kvikmyndanna sem var sýnd á RÚV á sínum tíma, Sjónarsagan, The Story of Looking, hefur hlotið gríðarlega góður viðtökur, meðal annars fimm stjörnu dóm frá The Guardian í vikunni. Cousins bíður eftir augnaðgerð og fer með áhorfendur í sjónrænt ferðalag af því tilefni. Fallegasti drengur í heimi, The Most Beautiful Boy in the World, fjallar um Svíann Björn Andrésen sem hálfstálpaður lék drenginn í Dauðinn í Feneyjum, kvikmyndaaðlögun Luchino Viscontis á frægri skáldsögu Thomas Mann – sem fjallar um rithöfund sem verður hugfallin af ungum dreng. Þessi reynsla markaði líf Andrésens með afgerandi hætti, en heimildarmyndin hefur vakið mikið umtal frá því hún var frumsýnd á Sundance-hátiðinni og fellur beint inn í #metoo umræður samtímans. Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Bill Morrisson sem margir þekkja gerði Þorsspæjarann: Ljóðaflokkur, (The Village Detective: A Song Cycle, en hann vann á sínum tíma með Jóhanni Jóhannssyni. Sovéskur filmubútur finnst á Íslandsmiðum og sendir Morrison á spennandi rannsókn um feril sóveska stórleikarans Mikhails Zharov. The Village Detective - A Song Cycle Ailey Alvin Ailey var frumkvöðull á sviði danslistar. Hér er gefin svipmynd af listamanninum og manneskjunni um leið og fylgt er eftir sköpunarferli á dansverki sem byggir á ævi hans. Ailey Fallbyssan og tölvuspilsheimsmetið / Cannon Arm and the Arcade Quest Með hjálp vina sinna á Bip Bip barnum ætlar Kim að reyna við heimsmet í samfelldu tölvuleikjaspileríi. Hjartahlý mynd um vináttuna. Cannon Arm and the Arcade Quest Ástríða / Passion Að loknu skaðlegu sambandi, fer norska kvikmyndagerðarkonan Maja Borg í einkar persónulega og myrka reisu þar sem hún kannar skurðpunkt helgisiða innan BDSM og kristni. Passion Röntgenmynd af fjölskyldu / Radiograph of a Family Á heimili leikstjórans áttu sér stað dagleg átök andstæðrar trúar og heima sem klufu fjölskylduna í tvennt. Í myndinni kafar hún dýpra í þessi átök milli veraldarhyggju og íslamskrar hugmyndafræði í írönsku samfélagi. Sigurhafi á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Radiograph of Family Uppreisnarlessur / Rebel Dykes Hvað gerðist þegar pönkið og femínismi mættust? Lesbíugengi, sem var áberandi í uppþotunum í Lundúnum á níunda áratugnum, vill segja þér frá því! Rebel Dykes Skál Eftir strangkristið uppeldi opnast Daníu nýjar brautir er hún kynnist hipphopplistamanni og fer að skrifa eigin texta, þar sem hún veltir fyrir sér hvort það sé synd að drekka, dansa eða sofa hjá fyrir hjónaband. Skál Fallegasti drengur í heimi / The Most Beautiful Boy in the World Luchino Visconti lýsti því yfir á frumsýningu kvikmyndarinnar „Dauðinn í Feneyjum“ að aðalleikari sinn, táningspilturinn Björn Andrésen, væri fallegasti drengur í heimi. Fimmtíu árum seinna ristir reynslan af gerð myndarinnar enn djúpt. The most beautiful boy in the world Ör Alis Boulala / The Scars of Ali Boulala Ali Boulala gerði garðinn frægan á tíunda áratugnum sem sérvitrasti hjólabrettakappi síns tíma. Eftir áralanga vímuefnanotkun, átakanlegt slys og loks bata þarf hann að horfast í augu við fortíðina. The Scars of Ali Boulala Sjónarsagan / The Story of Looking Er hann bíður eftir aðgerð til þess að lagfæra sjón sína, kannar Mark Cousins hlutverk sjónrænnar upplifunar á einstaklinga og samfélög. Norður-írski leikstjórinn er þekktastur fyrir fimmtán tíma þáttaröð sína „Saga kvikmyndanna“. The story of looking Blind Ambition Hvetjandi frásögn af mönnum frá Zimbabwe sem eru fyrstir landa sinna til að stofna Ólympíusveit í vínsmökkun og leiðangri þeirra. RIFF efnir til vínsmökkunar í Norræna húsinu af því tilefni. Blind Ambition RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Umfangsefni eru af fjölbreyttum toga: BDSM og kristni, hjólabretti og dóp, goðsagnakenndur danshöfundur, heimsmet í tölvuleikjum þar sem er m.a. íslenskur þátttakandi, lessupönk, hugmyndaátök í írönsku samfélagi, vínsmakkaralið frá Zimbabwe og færeysk stúlka sem brýst út úr strangkristnu umhverfi sínu – af nógu er að taka,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Frá upphafi hefur RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík lagt upp mikið upp úr heimildarmyndum. Heimildarmyndadagskrá hátíðarinnar miðar að því að fræða og upplýsa áhorfendur, en ekki síður að miðla þekkingu með óhefðbundnum leiðum. Góð heimildarmynd kveikir í ímyndunaraflinu og getur haft sterk áhrif á áhorfendur og samfélagið með óvæntu sjónarhorni eða nýjum upplýsingum. Auglýsingar fyrir RIFF hátíðina má nú sjá um alla borgina.RIFF Nýjasta mynd norðurírska kvikmyndagerðarmannsins Mark Cousins, sem stóð að baki 15 tíma þáttaröðinni Saga kvikmyndanna sem var sýnd á RÚV á sínum tíma, Sjónarsagan, The Story of Looking, hefur hlotið gríðarlega góður viðtökur, meðal annars fimm stjörnu dóm frá The Guardian í vikunni. Cousins bíður eftir augnaðgerð og fer með áhorfendur í sjónrænt ferðalag af því tilefni. Fallegasti drengur í heimi, The Most Beautiful Boy in the World, fjallar um Svíann Björn Andrésen sem hálfstálpaður lék drenginn í Dauðinn í Feneyjum, kvikmyndaaðlögun Luchino Viscontis á frægri skáldsögu Thomas Mann – sem fjallar um rithöfund sem verður hugfallin af ungum dreng. Þessi reynsla markaði líf Andrésens með afgerandi hætti, en heimildarmyndin hefur vakið mikið umtal frá því hún var frumsýnd á Sundance-hátiðinni og fellur beint inn í #metoo umræður samtímans. Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Bill Morrisson sem margir þekkja gerði Þorsspæjarann: Ljóðaflokkur, (The Village Detective: A Song Cycle, en hann vann á sínum tíma með Jóhanni Jóhannssyni. Sovéskur filmubútur finnst á Íslandsmiðum og sendir Morrison á spennandi rannsókn um feril sóveska stórleikarans Mikhails Zharov. The Village Detective - A Song Cycle Ailey Alvin Ailey var frumkvöðull á sviði danslistar. Hér er gefin svipmynd af listamanninum og manneskjunni um leið og fylgt er eftir sköpunarferli á dansverki sem byggir á ævi hans. Ailey Fallbyssan og tölvuspilsheimsmetið / Cannon Arm and the Arcade Quest Með hjálp vina sinna á Bip Bip barnum ætlar Kim að reyna við heimsmet í samfelldu tölvuleikjaspileríi. Hjartahlý mynd um vináttuna. Cannon Arm and the Arcade Quest Ástríða / Passion Að loknu skaðlegu sambandi, fer norska kvikmyndagerðarkonan Maja Borg í einkar persónulega og myrka reisu þar sem hún kannar skurðpunkt helgisiða innan BDSM og kristni. Passion Röntgenmynd af fjölskyldu / Radiograph of a Family Á heimili leikstjórans áttu sér stað dagleg átök andstæðrar trúar og heima sem klufu fjölskylduna í tvennt. Í myndinni kafar hún dýpra í þessi átök milli veraldarhyggju og íslamskrar hugmyndafræði í írönsku samfélagi. Sigurhafi á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Radiograph of Family Uppreisnarlessur / Rebel Dykes Hvað gerðist þegar pönkið og femínismi mættust? Lesbíugengi, sem var áberandi í uppþotunum í Lundúnum á níunda áratugnum, vill segja þér frá því! Rebel Dykes Skál Eftir strangkristið uppeldi opnast Daníu nýjar brautir er hún kynnist hipphopplistamanni og fer að skrifa eigin texta, þar sem hún veltir fyrir sér hvort það sé synd að drekka, dansa eða sofa hjá fyrir hjónaband. Skál Fallegasti drengur í heimi / The Most Beautiful Boy in the World Luchino Visconti lýsti því yfir á frumsýningu kvikmyndarinnar „Dauðinn í Feneyjum“ að aðalleikari sinn, táningspilturinn Björn Andrésen, væri fallegasti drengur í heimi. Fimmtíu árum seinna ristir reynslan af gerð myndarinnar enn djúpt. The most beautiful boy in the world Ör Alis Boulala / The Scars of Ali Boulala Ali Boulala gerði garðinn frægan á tíunda áratugnum sem sérvitrasti hjólabrettakappi síns tíma. Eftir áralanga vímuefnanotkun, átakanlegt slys og loks bata þarf hann að horfast í augu við fortíðina. The Scars of Ali Boulala Sjónarsagan / The Story of Looking Er hann bíður eftir aðgerð til þess að lagfæra sjón sína, kannar Mark Cousins hlutverk sjónrænnar upplifunar á einstaklinga og samfélög. Norður-írski leikstjórinn er þekktastur fyrir fimmtán tíma þáttaröð sína „Saga kvikmyndanna“. The story of looking Blind Ambition Hvetjandi frásögn af mönnum frá Zimbabwe sem eru fyrstir landa sinna til að stofna Ólympíusveit í vínsmökkun og leiðangri þeirra. RIFF efnir til vínsmökkunar í Norræna húsinu af því tilefni. Blind Ambition
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira