Ein dýrategund að kvelja aðra sjálfri sér til yndisauka Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2021 11:26 Henry Alexander telur algerlega ljóst að þeir stangveiðimenn sem stunda veiðiaðferðina veiða/sleppa geta ekki hossað sér fyrir siðferðilega yfirburði. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur, doktor í heimspeki, veltir fyrir sér þeirri spurningu hvort það sé siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum? Og hans niðurstaða er ótvíræð. „Stangveiðimenn sem sleppa öllum fiski sem þeir landa aftur út í ána geta því ekki gert kröfu um að þeim sé veitt siðferðilegt hrós eða að þeir hljóti viðurkenningu fyrir einhvers konar siðferðilega yfirburði í veiðiheiminum,“ segir Henry Alexander gagnmerku svari á Vísindavefnum. Og ætti þá þetta áralanga þrætuepli að vera til lykta leitt. Geta ekki skákað í skjóli dyggða Sigurður Örn og Grétar Eiríksson vörpuðu fram þessari spurningu sem er viðfangsefni siðfræðingsins. En þetta hefur lengi verið umdeilt meðal stangveiðimanna eftir að veiða-sleppa varð viðtekið í laxveiðiám landsins, þá með það fyrir augum að vernda laxastofninn. Þar með er í raun búið að taka út þann þátt veiðanna að þær séu liður í því að afla sér matar og þannig með skírskotun til frumeðlis. Á meðan hafa þeir sem vilja hafa þann háttinn á að vilja setja í lax og sleppa honum aftur til verndunar stofninum verið harðir á því að þeir séu með þessu að leggja sitt að mörkum til verndunar. En nú er búið að kveða uppúr um það: Siðferðilega eru þeir á hálum ís. Henry Alexander fer ítarlega í saumana á þessu flókna viðfangsefni og segir að hugsanlega sé þessi veiðiaðferð að einhverju leyti skárri en aðrar og hefðbundnari veiðiaðferðir hvað varðar vistfræði og verndun, og má þar til dæmis nefna þá reglu að sleppa öllum stórlaxi. „En þegar öllu er á botninn hvolft felst stangveiði í að ein dýrategund er að kvelja aðra sjálfum sér til ánægju og yndisauka.“ Fagurfræðilegar réttlætingar Vert er að halda því til haga að siðfræðingurinn er ekki að fordæma þá stangveiðimenn sem vilja hafa þann háttinn á þó hann telji þá á hálum ís með að vilja hrósa sjálfum sér fyrir að vera dyggðum prýddir. Kannski þurfi ekki allt það sem við tökum okkur fyrir hendur að vera stutt siðferðilegum rökum. „Sumt leyfum við okkur ánægjunnar og nautnarinnar vegna, án þess að viðkomandi athöfn sé siðferðilega rétt. Slíkar athafnir eru krydd í tilveruna og er helsta siðferðilega skylda okkar að gæta hófs og valda sem minnstum skaða,“ segir Henry Alexander. Ástæður fyrir því að sumar slíkar athafnir eru meira aðlaðandi en aðrar geta hins vegar átt sér fagurfræðilegar réttlætingar: „Hógvær fluguveiði þar sem hverjum laxi er sleppt eftir átökin er ótvírætt meira aðlaðandi heldur en aðfarir sem fela í sér blóðgun og plöstun afla. Og hún getur verið til fyrirmyndar í þeim skilningi þótt hún sé ekki endilega siðferðilega rétt fyrir vikið.“ Dýr Stangveiði Háskólar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
„Stangveiðimenn sem sleppa öllum fiski sem þeir landa aftur út í ána geta því ekki gert kröfu um að þeim sé veitt siðferðilegt hrós eða að þeir hljóti viðurkenningu fyrir einhvers konar siðferðilega yfirburði í veiðiheiminum,“ segir Henry Alexander gagnmerku svari á Vísindavefnum. Og ætti þá þetta áralanga þrætuepli að vera til lykta leitt. Geta ekki skákað í skjóli dyggða Sigurður Örn og Grétar Eiríksson vörpuðu fram þessari spurningu sem er viðfangsefni siðfræðingsins. En þetta hefur lengi verið umdeilt meðal stangveiðimanna eftir að veiða-sleppa varð viðtekið í laxveiðiám landsins, þá með það fyrir augum að vernda laxastofninn. Þar með er í raun búið að taka út þann þátt veiðanna að þær séu liður í því að afla sér matar og þannig með skírskotun til frumeðlis. Á meðan hafa þeir sem vilja hafa þann háttinn á að vilja setja í lax og sleppa honum aftur til verndunar stofninum verið harðir á því að þeir séu með þessu að leggja sitt að mörkum til verndunar. En nú er búið að kveða uppúr um það: Siðferðilega eru þeir á hálum ís. Henry Alexander fer ítarlega í saumana á þessu flókna viðfangsefni og segir að hugsanlega sé þessi veiðiaðferð að einhverju leyti skárri en aðrar og hefðbundnari veiðiaðferðir hvað varðar vistfræði og verndun, og má þar til dæmis nefna þá reglu að sleppa öllum stórlaxi. „En þegar öllu er á botninn hvolft felst stangveiði í að ein dýrategund er að kvelja aðra sjálfum sér til ánægju og yndisauka.“ Fagurfræðilegar réttlætingar Vert er að halda því til haga að siðfræðingurinn er ekki að fordæma þá stangveiðimenn sem vilja hafa þann háttinn á þó hann telji þá á hálum ís með að vilja hrósa sjálfum sér fyrir að vera dyggðum prýddir. Kannski þurfi ekki allt það sem við tökum okkur fyrir hendur að vera stutt siðferðilegum rökum. „Sumt leyfum við okkur ánægjunnar og nautnarinnar vegna, án þess að viðkomandi athöfn sé siðferðilega rétt. Slíkar athafnir eru krydd í tilveruna og er helsta siðferðilega skylda okkar að gæta hófs og valda sem minnstum skaða,“ segir Henry Alexander. Ástæður fyrir því að sumar slíkar athafnir eru meira aðlaðandi en aðrar geta hins vegar átt sér fagurfræðilegar réttlætingar: „Hógvær fluguveiði þar sem hverjum laxi er sleppt eftir átökin er ótvírætt meira aðlaðandi heldur en aðfarir sem fela í sér blóðgun og plöstun afla. Og hún getur verið til fyrirmyndar í þeim skilningi þótt hún sé ekki endilega siðferðilega rétt fyrir vikið.“
Dýr Stangveiði Háskólar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira