Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 10:05 Guðni Bergsson neyddist til að segja af sér sem formaður KSÍ í lok síðasta mánaðar eftir að hafa verið formaður frá árinu 2017. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fundargerðum frá krísufundum stjórnar KSÍ í lok síðasta mánaðar, þegar Guðni og öll stjórn KSÍ sögðu af sér. Fundargerðirnar hafa nú fyrst verið birtar en samkvæmt tilkynningu frá KSÍ tafðist það vegna „óvenjulegra kringumstæðna“ þar sem formaður var hættur og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz í leyfi. Hún hefur nú snúið aftur til starfa. Eina stærstu ástæðuna fyrir afsögn Guðna má telja ummæli hans í Kastljóssviðtali fimmtudagskvöldið 26. ágúst, þar sem hann neitaði því að hafa nokkurn tímann fengið tilkynningu um kynferðisbrot af hálfu landsliðsmanns í fótbolta. Degi síðar viðurkenndi hann að það hefði verið rangt, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá broti landsliðsmanns sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson. Á fundi stjórnar KSÍ 26. ágúst, rétt áður en Kastljóssviðtalið birtist, „ræddi Guðni um þá gagnrýni sem hefur komið fram á sambandið m.a. í greinarskrifum og eftir yfirlýsingu stjórnar þann 17. ágúst s.l. Stjórn sammála um að leita leiða með fagfólki til að bæta enn frekar starfsemi sambandsins, m.a. með samskiptafræðslu til landsliðanna, með átaki gegn neikvæðri menningu í búningsklefum og byggja undir jákvæða menningu. Þá var rætt um hvernig sambandið geti með aðgerðum unnið gegn hvers kyns ofbeldi og hvernig bæta mætti sýnileika forvarna og fræðslu um ofbeldismál á heimasíðu sambandsins og um réttan farveg til að tilkynna um slík mál.“ Stjórnin samþykkti ekki að Guðni hætti tímabundið Guðni boðaði til nýs fundar laugardaginn 28. ágúst, þegar mjög hafði verið þrýst á afsögn hans. Stjórnin fundaði frá klukkan 12-19 á laugardeginum, með samtals tæplega þriggja tíma hléum, en lítið sem ekkert kemur fram í fundargerð um hvað fór fram annað en umræður um „næstu skref til að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin“. Áfram var fundað á sunnudeginum þar sem Guðni endaði svo á að segja af sér. Hann lagði fyrst fram þá tillögu að hann myndi stíga tímabundið til hliðar sem formaður „á meðan að úttekt væri gerð á viðbrögðum sambandsins við þeim málum sem upp hafa komið í tengslum við þær upplýsingar sem fram komu í Kastljósi og fréttum RÚV um kynferðisbrot.“ Guðni og Klara viku svo af fundi tímabundið og á meðan komst stjórn að þeirri niðurstöðu að samþykkja ekki tillögu Guðna. Samkvæmt fundargerð tók Guðni í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér þegar í stað og ganga frá yfirlýsingu þess efnis, og vék hann svo af fundinum, eins og segir í fundargerð: Formaður sambandsins, Guðni Bergsson tók aftur sæti á fundi stjórnar og var þá rætt um tillögu hans. Fram kom að tillaga formanns næði ekki fram að ganga og tók hann í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér embætti formanns þegar í stað vegna meðhöndlunar og stöðu þeirra mála sem um ræðir og kvaðst munu ganga frá yfirlýsingu þess efnis. Vék hann að þá þegar af fundi. Fram kemur í fundargerð að fulltrúar stjórnar KSÍ hafi svo fundað með fulltrúum Stígamóta og Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, sem gagnrýnt höfðu sambandið fyrir skort á aðgerðum vegna frásagna af ofbeldismálum landsliðsmanna. Mánudaginn 30. ágúst ákvað stjórn KSÍ svo að segja af sér og boða til aukaþings, sem haldið verður 2. október. Var það gert eftir áskorun frá stjórn Íslensks toppfótbolta sem og frá níu félögum í neðri deildum. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í fundargerðum frá krísufundum stjórnar KSÍ í lok síðasta mánaðar, þegar Guðni og öll stjórn KSÍ sögðu af sér. Fundargerðirnar hafa nú fyrst verið birtar en samkvæmt tilkynningu frá KSÍ tafðist það vegna „óvenjulegra kringumstæðna“ þar sem formaður var hættur og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz í leyfi. Hún hefur nú snúið aftur til starfa. Eina stærstu ástæðuna fyrir afsögn Guðna má telja ummæli hans í Kastljóssviðtali fimmtudagskvöldið 26. ágúst, þar sem hann neitaði því að hafa nokkurn tímann fengið tilkynningu um kynferðisbrot af hálfu landsliðsmanns í fótbolta. Degi síðar viðurkenndi hann að það hefði verið rangt, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá broti landsliðsmanns sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson. Á fundi stjórnar KSÍ 26. ágúst, rétt áður en Kastljóssviðtalið birtist, „ræddi Guðni um þá gagnrýni sem hefur komið fram á sambandið m.a. í greinarskrifum og eftir yfirlýsingu stjórnar þann 17. ágúst s.l. Stjórn sammála um að leita leiða með fagfólki til að bæta enn frekar starfsemi sambandsins, m.a. með samskiptafræðslu til landsliðanna, með átaki gegn neikvæðri menningu í búningsklefum og byggja undir jákvæða menningu. Þá var rætt um hvernig sambandið geti með aðgerðum unnið gegn hvers kyns ofbeldi og hvernig bæta mætti sýnileika forvarna og fræðslu um ofbeldismál á heimasíðu sambandsins og um réttan farveg til að tilkynna um slík mál.“ Stjórnin samþykkti ekki að Guðni hætti tímabundið Guðni boðaði til nýs fundar laugardaginn 28. ágúst, þegar mjög hafði verið þrýst á afsögn hans. Stjórnin fundaði frá klukkan 12-19 á laugardeginum, með samtals tæplega þriggja tíma hléum, en lítið sem ekkert kemur fram í fundargerð um hvað fór fram annað en umræður um „næstu skref til að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin“. Áfram var fundað á sunnudeginum þar sem Guðni endaði svo á að segja af sér. Hann lagði fyrst fram þá tillögu að hann myndi stíga tímabundið til hliðar sem formaður „á meðan að úttekt væri gerð á viðbrögðum sambandsins við þeim málum sem upp hafa komið í tengslum við þær upplýsingar sem fram komu í Kastljósi og fréttum RÚV um kynferðisbrot.“ Guðni og Klara viku svo af fundi tímabundið og á meðan komst stjórn að þeirri niðurstöðu að samþykkja ekki tillögu Guðna. Samkvæmt fundargerð tók Guðni í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér þegar í stað og ganga frá yfirlýsingu þess efnis, og vék hann svo af fundinum, eins og segir í fundargerð: Formaður sambandsins, Guðni Bergsson tók aftur sæti á fundi stjórnar og var þá rætt um tillögu hans. Fram kom að tillaga formanns næði ekki fram að ganga og tók hann í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér embætti formanns þegar í stað vegna meðhöndlunar og stöðu þeirra mála sem um ræðir og kvaðst munu ganga frá yfirlýsingu þess efnis. Vék hann að þá þegar af fundi. Fram kemur í fundargerð að fulltrúar stjórnar KSÍ hafi svo fundað með fulltrúum Stígamóta og Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, sem gagnrýnt höfðu sambandið fyrir skort á aðgerðum vegna frásagna af ofbeldismálum landsliðsmanna. Mánudaginn 30. ágúst ákvað stjórn KSÍ svo að segja af sér og boða til aukaþings, sem haldið verður 2. október. Var það gert eftir áskorun frá stjórn Íslensks toppfótbolta sem og frá níu félögum í neðri deildum.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira