Úr „helvíti“ í hóp hjá United í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 07:31 Svo virðist sem að hlutirnir séu loks að ganga upp hjá hinum 29 ára gamla Phil Jones. Getty/Matthew Peters Manchester United og West Ham mætast í annað sinn á fjórum dögum þegar þau eigast við í enska deildabikarnum í fótbolta í kvöld. Phil Jones snýr aftur í leikmannahóp United eftir 20 mánaða fjarveru. Miðvörðurinn Jones, sem leikið hefur yfir 200 leiki fyrir United, hefur lengi verið þjakaður af meiðslum. Hann kvaðst um síðustu helgi hafa gengið í gegnum „helvíti“ og aftur til baka, þegar hann barðist við að jafna sig af meiðslunum. „Ég er svo glaður fyrir hönd Phil,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United. „Hann er búinn að klára tvo 90 mínútna leik með U23-liðinu, búinn að spila nokkrar mínútur fyrir luktum dyrum, og hefur ekki fundið fyrir neinu í hnénu. Hann hefur lagt afar mikið á sig,“ sagði Solskjær og staðfesti að Jones yrði í hópnum í kvöld eins og hann ætti svo sannarlega skilið. „Ég veit hvaða áskoranir hann hefur þurft að glíma við, andlega, spyrjandi sig hvort hann myndi nokkurn tímann geta spilað fótbolta aftur eða bara gengið um og leikið sér við börnin sín í garðinum,“ sagði Solskjær. Líklegt að Lingard byrji Bakvörðurinn Alex Telles snýr einnig aftur eftir ökklameiðsli og Edinson Cavani gæti snúið aftur eftir vöðvatognun. Enn virðist hins vegar bið í að Marcus Rashford og Amad Diallo byrji að spila. Solskjær gaf einnig í skyn að Jesse Lingard, sem tryggði Manchester-liðinu 2-1 sigur gegn West Ham á sunnudaginn, fengi tækifæri í byrjunarliðinu á móti sínum gömlu félögum frá því að hann var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð. Leikur Manchester United og West Ham hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Á hliðarrásum eru sýndir leikir Chelsea og Aston Villa, og Wolves og Tottenham. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Miðvörðurinn Jones, sem leikið hefur yfir 200 leiki fyrir United, hefur lengi verið þjakaður af meiðslum. Hann kvaðst um síðustu helgi hafa gengið í gegnum „helvíti“ og aftur til baka, þegar hann barðist við að jafna sig af meiðslunum. „Ég er svo glaður fyrir hönd Phil,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United. „Hann er búinn að klára tvo 90 mínútna leik með U23-liðinu, búinn að spila nokkrar mínútur fyrir luktum dyrum, og hefur ekki fundið fyrir neinu í hnénu. Hann hefur lagt afar mikið á sig,“ sagði Solskjær og staðfesti að Jones yrði í hópnum í kvöld eins og hann ætti svo sannarlega skilið. „Ég veit hvaða áskoranir hann hefur þurft að glíma við, andlega, spyrjandi sig hvort hann myndi nokkurn tímann geta spilað fótbolta aftur eða bara gengið um og leikið sér við börnin sín í garðinum,“ sagði Solskjær. Líklegt að Lingard byrji Bakvörðurinn Alex Telles snýr einnig aftur eftir ökklameiðsli og Edinson Cavani gæti snúið aftur eftir vöðvatognun. Enn virðist hins vegar bið í að Marcus Rashford og Amad Diallo byrji að spila. Solskjær gaf einnig í skyn að Jesse Lingard, sem tryggði Manchester-liðinu 2-1 sigur gegn West Ham á sunnudaginn, fengi tækifæri í byrjunarliðinu á móti sínum gömlu félögum frá því að hann var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð. Leikur Manchester United og West Ham hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Á hliðarrásum eru sýndir leikir Chelsea og Aston Villa, og Wolves og Tottenham. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira