Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2021 14:30 Hér voru eitt sinn hús og ekkert hraun. AP Photo/Emilio Morenatti) Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. Gosið hófst á sunnudaginn og er það fyrsta á eyjunni í fimmtíu ár. Búið er að rýma nærliggjandi þorp og bæi og yfirvöld hafa eindregið hvatt þá sem vilja kíkja á gosið til þess að gera það ekki. Á myndum sem birtar hafa verið sjást gríðarháir kvikustrókar, allt að hundrað metrar að hæð. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings er ástæðan sú að meira vatn finnst í kvikunni en til að mynda í gosinu við Fagradalsfjalli. „Þetta er heldur aflmeira gos og helsta ástæðan fyrir því að það er meira vatn í kvikunni. Þegar þetta vatn leysist úr kvikunni keyrir það kvikustrókana og hefur myndað ansi öfluga og háa kvikustróka sem eru að mynda líka gjóskufall,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þessi sundlaug er nú undir hrauni.Europa Press via Getty Images. Hraunið sem flæðir er þó þykkara en það sem runnið hefur í Geldingadölum. Hús og önnur mannvirki eru því lítil fyrirstaða fyrir hraunið „Þegar það fer yfir hús og aðra innviði þá gjörsamlega þekur það og gjöreyðileggur það sem fer yfir.“ Það er fátt sem stöðvar þetta.AcfiPress/NurPhoto via Getty Images. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndböndum er þetta raunin, en alls er talið að um hundrað hús hafi eyðilagst það sem af er eldgosinu. Sjá má glitta í húsþök upp úr hrauninu og bullsjóðandi sundlaugar þegar hraunstraumurinn rennur út í sundlaugarnar. Hraunstramurinn flæðir áfram.Europa Press via Getty Images Spánn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23 Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. 20. september 2021 21:23 „Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. 20. september 2021 11:54 Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Gosið hófst á sunnudaginn og er það fyrsta á eyjunni í fimmtíu ár. Búið er að rýma nærliggjandi þorp og bæi og yfirvöld hafa eindregið hvatt þá sem vilja kíkja á gosið til þess að gera það ekki. Á myndum sem birtar hafa verið sjást gríðarháir kvikustrókar, allt að hundrað metrar að hæð. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings er ástæðan sú að meira vatn finnst í kvikunni en til að mynda í gosinu við Fagradalsfjalli. „Þetta er heldur aflmeira gos og helsta ástæðan fyrir því að það er meira vatn í kvikunni. Þegar þetta vatn leysist úr kvikunni keyrir það kvikustrókana og hefur myndað ansi öfluga og háa kvikustróka sem eru að mynda líka gjóskufall,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þessi sundlaug er nú undir hrauni.Europa Press via Getty Images. Hraunið sem flæðir er þó þykkara en það sem runnið hefur í Geldingadölum. Hús og önnur mannvirki eru því lítil fyrirstaða fyrir hraunið „Þegar það fer yfir hús og aðra innviði þá gjörsamlega þekur það og gjöreyðileggur það sem fer yfir.“ Það er fátt sem stöðvar þetta.AcfiPress/NurPhoto via Getty Images. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndböndum er þetta raunin, en alls er talið að um hundrað hús hafi eyðilagst það sem af er eldgosinu. Sjá má glitta í húsþök upp úr hrauninu og bullsjóðandi sundlaugar þegar hraunstraumurinn rennur út í sundlaugarnar. Hraunstramurinn flæðir áfram.Europa Press via Getty Images
Spánn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23 Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. 20. september 2021 21:23 „Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. 20. september 2021 11:54 Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23
Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. 20. september 2021 21:23
„Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. 20. september 2021 11:54
Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19