Þrjú fórnarlambanna í Perm voru innan við tvítugt Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 14:22 Tvær stúlkur hugga hvor aðra fyrir utan ríkisháskólann í Perm. Fimm nemendur og einn kennari var skotinn til bana í árásinni þar í gærmorgun. AP/Dmitrí Lovetskí Íbúar í borginni Perm í Rússlandi eru í áfalli eftir að nemandi við ríkisháskólann þar skaut sex manns til bana í gær. Þrjú þeirra látnu voru innan við tvítug að aldri. Vitni lýsa því að morðinginn, sem er átján ára gamall piltur, hafi hafið skothríð á skólalóðinni en síðan fært sig inn í skólabyggingarnar. Um þrjú þúsund nemendur og kennarar voru í skólanum þegar fjöldamorðið var framið. Nemendur og kennarar birgðu fyrir dyr að skólastofum og sumir stukku út um glugga á annarri hæð til þess að komast undan byssumanninum. Aðrir földu sig á gólfinu og undir skrifborðum. Margir voru minnugir skotárásar sem framin var í skóla í Kazan fyrr á þessu ári og vissu því hvernig ætti að bregðast við. Þrátt fyrir það náði byssumaðurinn að skjóta sex manns til bana og særa mun fleiri. Sjö nemendur sem særðust voru fluttir með sjúkraflugi á sjúkrahús í Moskvu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Perm er um 1.300 kílómetra austur af höfuðborginni. Flest fórnarlömbin voru nemendur við skólann. Þau Ksenia Samtsjenkó, Jekaterína Shakirova og Jaroslav Aramelev voru átján til nítján ára gömul. Alexandra Mokhova var tvítug en Anna Aigeldina 26 ára. Elsta fórnarlambið var Margarita Engaus en hún var 66 ára gömul. Mynd af einu fórnarlamba árásarinnar við hlið ríkisháskólans í Perm. Margir hafa lagt blóm og kerti til minningar um fórnarlömbin í dag.AP/Dmitrí Lovetskí Lögreglumenn hylltir sem hetjur Fólk hefur lagt blóm og kveikt á kertum við hlið háskólans sem voru lokuð og læst í dag. Nemendur sem fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC ræddi við segja að þeir séu þjakaðir af harmi. Flestir kusu þó frekar að bera harm sinn í hljóði en að ræða við fréttamann. Talið er að morðinginn hafi keypt haglabyssuna sem hann notaði við ódæðið með löglegum hætti í maí. Hann hafi jafnframt verið með leyfi fyrir vopninu sem gildir til 2026. Hann hafi fengið leyfið áður en reglur um skotvopnaeign voru hertar eftir skotárásin í Kazan. Svo virðist sem að byssumaðurinn hafi verið drifinn áfram af hatri á skólafélögum sínum. Hann birti myndband á samfélagsmiðlum fyrir skotárásina þar sem hann sagðist lengi hafa dreymt um að láta til skarar skríða. Tveir lögreglumenn hafa verið hylltir sem hetjur vegna viðbragða sinna við árásinni. Einn þeirra leiddi nemendur og kennara í öruggt skjól en annar mætti árásarmanninum og tókst að særa hann. „Ungi maðurinn féll niður. Ég hljóp að honum, hélt honum föstum, ýtti burt rifflinum, skothylkjum og hnífi og byrjaði svo að veita honum fyrstu hjálp,“ sagði Konstantín Kalinin, liðsforingi, í myndbandi sem innanríkisráðuneyti Rússlands birti. Árásarmaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Rússland Tengdar fréttir Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. 20. september 2021 13:02 Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Vitni lýsa því að morðinginn, sem er átján ára gamall piltur, hafi hafið skothríð á skólalóðinni en síðan fært sig inn í skólabyggingarnar. Um þrjú þúsund nemendur og kennarar voru í skólanum þegar fjöldamorðið var framið. Nemendur og kennarar birgðu fyrir dyr að skólastofum og sumir stukku út um glugga á annarri hæð til þess að komast undan byssumanninum. Aðrir földu sig á gólfinu og undir skrifborðum. Margir voru minnugir skotárásar sem framin var í skóla í Kazan fyrr á þessu ári og vissu því hvernig ætti að bregðast við. Þrátt fyrir það náði byssumaðurinn að skjóta sex manns til bana og særa mun fleiri. Sjö nemendur sem særðust voru fluttir með sjúkraflugi á sjúkrahús í Moskvu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Perm er um 1.300 kílómetra austur af höfuðborginni. Flest fórnarlömbin voru nemendur við skólann. Þau Ksenia Samtsjenkó, Jekaterína Shakirova og Jaroslav Aramelev voru átján til nítján ára gömul. Alexandra Mokhova var tvítug en Anna Aigeldina 26 ára. Elsta fórnarlambið var Margarita Engaus en hún var 66 ára gömul. Mynd af einu fórnarlamba árásarinnar við hlið ríkisháskólans í Perm. Margir hafa lagt blóm og kerti til minningar um fórnarlömbin í dag.AP/Dmitrí Lovetskí Lögreglumenn hylltir sem hetjur Fólk hefur lagt blóm og kveikt á kertum við hlið háskólans sem voru lokuð og læst í dag. Nemendur sem fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC ræddi við segja að þeir séu þjakaðir af harmi. Flestir kusu þó frekar að bera harm sinn í hljóði en að ræða við fréttamann. Talið er að morðinginn hafi keypt haglabyssuna sem hann notaði við ódæðið með löglegum hætti í maí. Hann hafi jafnframt verið með leyfi fyrir vopninu sem gildir til 2026. Hann hafi fengið leyfið áður en reglur um skotvopnaeign voru hertar eftir skotárásin í Kazan. Svo virðist sem að byssumaðurinn hafi verið drifinn áfram af hatri á skólafélögum sínum. Hann birti myndband á samfélagsmiðlum fyrir skotárásina þar sem hann sagðist lengi hafa dreymt um að láta til skarar skríða. Tveir lögreglumenn hafa verið hylltir sem hetjur vegna viðbragða sinna við árásinni. Einn þeirra leiddi nemendur og kennara í öruggt skjól en annar mætti árásarmanninum og tókst að særa hann. „Ungi maðurinn féll niður. Ég hljóp að honum, hélt honum föstum, ýtti burt rifflinum, skothylkjum og hnífi og byrjaði svo að veita honum fyrstu hjálp,“ sagði Konstantín Kalinin, liðsforingi, í myndbandi sem innanríkisráðuneyti Rússlands birti. Árásarmaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Rússland Tengdar fréttir Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. 20. september 2021 13:02 Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. 20. september 2021 13:02
Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56