Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 13:02 Áhyggjufullar nemendur við Ríkisháskólann í Perm í morgun. AP/Anastasia Jakovleva Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. Upphaflega greindi alríkislögregla Rússlands frá því að átta manns hefðu fallið í skotárásinni í Ríkisháskólanum í Perm, um 1.300 kílómetra austur af Moskvu í morgnu. Reuters-fréttastofan segir nú að í það minnsta sex hafi fallið en fjöldi annarra særst. AP-fréttaveitan segir að 28 séu særðir. Þá sagði talskona háskólans í fyrstu að árásarmanninum hefði verið „útrýmt“. Nú segir hún að hann sé í haldi lögreglu. Innanríkisráðuneytið segir að árásarmaðurinn hafi særst í skotbardaga við lögreglumenn. Fjölmiðlar á svæðinu segja að árásarmaðurinn sé átján ára gamall nemandi við háskólann. Hann hafði birt myndbönd á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Svo virðist sem að árásin hafi hvorki tengst stjórnmálum né trúarbrögðum heldur hafi ungi maðurinn verið knúinn áfram af hatri. Talið er að árásarmaðurinn hafi komist yfir riffilinn sem hann notaði við ódæðið í maí. Strangar reglur eru um skotvopnaeign óbreyttra borgara í Rússlandi en hægt er að kaupa byssur til veiða, íþróttaiðkunar og sjálfsvarnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lög um skotvopnaeign voru hert eftir að unglingsdrengur myrti níu manns og særði fjölda annarra í skóla í borginni Kazan í maí. Aldursmörk til að kaupa skotvopn voru hækkuð úr átján árum í tuttugu og eins árs. Þau hafa þó enn ekki tekið gildi. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneytinu að nítján þeirra sem særðust hafi verið skotnir en sagði ekki hvernig hinir særðust. Frásagnir hafa verið um að nemendur hafi stokkið út um glugga á skólastofum til þess að komast undan byssumanninum. Rússland Tengdar fréttir Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Upphaflega greindi alríkislögregla Rússlands frá því að átta manns hefðu fallið í skotárásinni í Ríkisháskólanum í Perm, um 1.300 kílómetra austur af Moskvu í morgnu. Reuters-fréttastofan segir nú að í það minnsta sex hafi fallið en fjöldi annarra særst. AP-fréttaveitan segir að 28 séu særðir. Þá sagði talskona háskólans í fyrstu að árásarmanninum hefði verið „útrýmt“. Nú segir hún að hann sé í haldi lögreglu. Innanríkisráðuneytið segir að árásarmaðurinn hafi særst í skotbardaga við lögreglumenn. Fjölmiðlar á svæðinu segja að árásarmaðurinn sé átján ára gamall nemandi við háskólann. Hann hafði birt myndbönd á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Svo virðist sem að árásin hafi hvorki tengst stjórnmálum né trúarbrögðum heldur hafi ungi maðurinn verið knúinn áfram af hatri. Talið er að árásarmaðurinn hafi komist yfir riffilinn sem hann notaði við ódæðið í maí. Strangar reglur eru um skotvopnaeign óbreyttra borgara í Rússlandi en hægt er að kaupa byssur til veiða, íþróttaiðkunar og sjálfsvarnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lög um skotvopnaeign voru hert eftir að unglingsdrengur myrti níu manns og særði fjölda annarra í skóla í borginni Kazan í maí. Aldursmörk til að kaupa skotvopn voru hækkuð úr átján árum í tuttugu og eins árs. Þau hafa þó enn ekki tekið gildi. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneytinu að nítján þeirra sem særðust hafi verið skotnir en sagði ekki hvernig hinir særðust. Frásagnir hafa verið um að nemendur hafi stokkið út um glugga á skólastofum til þess að komast undan byssumanninum.
Rússland Tengdar fréttir Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56