Á morgun mun ganga í austan og norðaustan fimmtán til 23 metra á sekúndu með rigningu og sums staðar slyddu norðantil.
„Eftir hádegi snýst í suðvestan 18-25 á sunnan- og austanverðu landinu en einnig dregur úr úrkomu. Aftur dregur úr vindi annað kvöld. Heldur kólnar og verður hitinn á bilinu 4 til 12 stig.“
Á vef Veðurstofunnar segir að ferðaveður verði víða varasamt og að fólk sé hvatt til að huga að lausamunum. Víða um landið megi reikna með mjög snörpum vindhviðum við fjöll.
