Við getum eytt biðlistunum því við höfum gert það áður Vilhjálmur Árnason skrifar 20. september 2021 11:30 Biðlistar eftir nauðsynlegri og sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu spretta upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er óþolandi. Börn eiga t.d. ekki að þurfa að bíða eftir tíma hjá talmeinafræðingi eða geðheilbrigðisþjónustu, fólk með stoðkerfisvanda á erfitt með að bíða eftir sjúkraþjálfun eða aðgerð sem linar þjáningarnar, eins og liðskiptaaðgerð. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður heyrist gjarnan, en svo er kannski fimm vikna bið. Viljum fyrsta flokks þjónustu Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum búa við í vel stæðu velferðarsamfélagi. Allir sjá að þetta er ekki skynsamlegt. Fyrir utan þá vanlíðan sem biðlistarnir skapa þá geta þeir leitt til frekari kvilla, aukinnar lyfjaþörf og álags annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Það má því segja að það sé mikil forvörn að útrýma biðlistum. Forvörn sem bætir heilsu fólks og dregur úr eftirspurn eftir kostnaðarsamari þjónustu. Búum við öflugan mannauð Við erum svo heppin að lausnirnar eru til en við erum ekki að nýta okkur þær út af pólitík. Bæði hér á Íslandi og um víða um heim er gríðarlega öflugt heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir að veita góða velferðarþjónustu. Þetta er fólk sem hefur fjölda hugmynda til að leysa áskoranir heilbrigðiskerfisins. Á sama tíma er hugverkaiðnaðurinn á fullu við að hanna tæknilausnir sem auðvelda aðgengi að þjónustu og einfalda veitingu þjónustu. Við verðum að hleypa þessu öfluga fólki að með lausnirnar fyrir okkur hin. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert? Sjálfstæðisflokkurinn vill setja almenning í fyrsta sæti, gefa því valfrelsi og öllum jafna þjónustutryggingu. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir setningu laga um Sjúkratryggingar Íslands til að geta gert samning við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk svo tryggja mætti fjölbreytt úrræði í heilbrigðisþjónustu. Á grunni þeirra var biðlistum um augasteina útrýmt og líka biðlistum eftir heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin. Það yrði í gegnum þessi lög sem samningur yrði gerður til að veita liðskiptaaðgerðir hérlendis í stað þess að flytja fólk úr landi á þreföldu verði, sem er glórulaust. Þá hafa talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar veitt þjónustu á grundvelli laga um sjúkratryggingar. Nú er komin upp sú staða að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa breytt reglugerðum og ekki gert samninga sem hafa komið okkur í þá stöðu að menntað heilbrigðisstarfsfólk fær ekki að veita þá þjónustu sem fólk er að bíða eftir með tilheyrandi kostnaði og vanlíðan. Það á við um talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Snýst ekki um gróða Á Íslandi erum við sammála um að búa við opinbert heilbrigðiskerfi á þann veg að ríkið greiðir fyrir heilbrigðisþjónustuna en þjónustan er rekin af opinberum stofnunum og sjálfstætt starfandi í bland. Mikill meirihluti þeirra sem stunda sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi er menntað heilbrigðisstarfsfólk sem er í sínum störfum af hugsjón um að veita fólki velferðarþjónustu. Rekstarform sjálfstætt starfandi eru fjölbreytt; frjáls félagasamtök, sjálfseignastofnanir og einkahlutafélög. Má þar nefna úrval hjúkrunarheimila, SÁÁ, Krabbameinsfélagið, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, sjálfstæðu heilsugæslustöðvarnar sem mest ánægja mælist með hjá sjúklingum, Hugarafl, Klíníkina, Heilsuhælið í Hveragerði og marga fleiri. Fólkið í heilbrigðisgeiranum er framtakssamt hugsjónarfólk og þekkir lausnirnar. Áskoranir aukast dag frá degi í velferðarkerfinu og má þar nefna geðheilbrigðismál og öldrun þjóðarinnar. Við munum ekki leysa þessar áskoranir án þess að hleypa að þeim tæknilausnum sem íslenskt hugvit hefur þróað og treysta okkar öfluga heilbrigðisstarfsfólki við að skapa þau úrræði sem veita bestu lausnina. Sjálfstæðisflokkurinn leggur skýra áherslu á að almenningur sé í fyrirrúmi og fái fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu hvar sem er á landinu og óháð efnahag, stétt og stöðu að öðru leyti.. Við viljum eyða biðlistunum enda höfum við gert það áður. Til þess þarf Sjálfstæðisflokkurinn á þínu atkvæði að halda. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 2. sæti í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Biðlistar eftir nauðsynlegri og sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu spretta upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er óþolandi. Börn eiga t.d. ekki að þurfa að bíða eftir tíma hjá talmeinafræðingi eða geðheilbrigðisþjónustu, fólk með stoðkerfisvanda á erfitt með að bíða eftir sjúkraþjálfun eða aðgerð sem linar þjáningarnar, eins og liðskiptaaðgerð. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður heyrist gjarnan, en svo er kannski fimm vikna bið. Viljum fyrsta flokks þjónustu Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum búa við í vel stæðu velferðarsamfélagi. Allir sjá að þetta er ekki skynsamlegt. Fyrir utan þá vanlíðan sem biðlistarnir skapa þá geta þeir leitt til frekari kvilla, aukinnar lyfjaþörf og álags annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Það má því segja að það sé mikil forvörn að útrýma biðlistum. Forvörn sem bætir heilsu fólks og dregur úr eftirspurn eftir kostnaðarsamari þjónustu. Búum við öflugan mannauð Við erum svo heppin að lausnirnar eru til en við erum ekki að nýta okkur þær út af pólitík. Bæði hér á Íslandi og um víða um heim er gríðarlega öflugt heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir að veita góða velferðarþjónustu. Þetta er fólk sem hefur fjölda hugmynda til að leysa áskoranir heilbrigðiskerfisins. Á sama tíma er hugverkaiðnaðurinn á fullu við að hanna tæknilausnir sem auðvelda aðgengi að þjónustu og einfalda veitingu þjónustu. Við verðum að hleypa þessu öfluga fólki að með lausnirnar fyrir okkur hin. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert? Sjálfstæðisflokkurinn vill setja almenning í fyrsta sæti, gefa því valfrelsi og öllum jafna þjónustutryggingu. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir setningu laga um Sjúkratryggingar Íslands til að geta gert samning við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk svo tryggja mætti fjölbreytt úrræði í heilbrigðisþjónustu. Á grunni þeirra var biðlistum um augasteina útrýmt og líka biðlistum eftir heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin. Það yrði í gegnum þessi lög sem samningur yrði gerður til að veita liðskiptaaðgerðir hérlendis í stað þess að flytja fólk úr landi á þreföldu verði, sem er glórulaust. Þá hafa talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar veitt þjónustu á grundvelli laga um sjúkratryggingar. Nú er komin upp sú staða að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa breytt reglugerðum og ekki gert samninga sem hafa komið okkur í þá stöðu að menntað heilbrigðisstarfsfólk fær ekki að veita þá þjónustu sem fólk er að bíða eftir með tilheyrandi kostnaði og vanlíðan. Það á við um talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Snýst ekki um gróða Á Íslandi erum við sammála um að búa við opinbert heilbrigðiskerfi á þann veg að ríkið greiðir fyrir heilbrigðisþjónustuna en þjónustan er rekin af opinberum stofnunum og sjálfstætt starfandi í bland. Mikill meirihluti þeirra sem stunda sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi er menntað heilbrigðisstarfsfólk sem er í sínum störfum af hugsjón um að veita fólki velferðarþjónustu. Rekstarform sjálfstætt starfandi eru fjölbreytt; frjáls félagasamtök, sjálfseignastofnanir og einkahlutafélög. Má þar nefna úrval hjúkrunarheimila, SÁÁ, Krabbameinsfélagið, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, sjálfstæðu heilsugæslustöðvarnar sem mest ánægja mælist með hjá sjúklingum, Hugarafl, Klíníkina, Heilsuhælið í Hveragerði og marga fleiri. Fólkið í heilbrigðisgeiranum er framtakssamt hugsjónarfólk og þekkir lausnirnar. Áskoranir aukast dag frá degi í velferðarkerfinu og má þar nefna geðheilbrigðismál og öldrun þjóðarinnar. Við munum ekki leysa þessar áskoranir án þess að hleypa að þeim tæknilausnum sem íslenskt hugvit hefur þróað og treysta okkar öfluga heilbrigðisstarfsfólki við að skapa þau úrræði sem veita bestu lausnina. Sjálfstæðisflokkurinn leggur skýra áherslu á að almenningur sé í fyrirrúmi og fái fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu hvar sem er á landinu og óháð efnahag, stétt og stöðu að öðru leyti.. Við viljum eyða biðlistunum enda höfum við gert það áður. Til þess þarf Sjálfstæðisflokkurinn á þínu atkvæði að halda. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 2. sæti í Suðurkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar