Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 10:21 Fjölskylda Gabrielle Petito tilkynnti að hennar væri saknað 11. september en ekkert hafði þá heyrst til hennar frá því í Wyoming í ágúst. Kærasti hennar sneri heim úr ferðalagi þeirra í byrjun september en vildi engar upplýsingar veita um afdrif hennar. AP/FBI Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. Hvarf Petito, sem var 22 ára gömul, vakti athygli um öll Bandaríkin. Hún hélt af stað í ferðalag til að skoða þjóðgarða í vestanverðum Bandaríkjunum á breyttum sendiferðabíl ásamt Brian Laundrie, kærasta sínum í júlí. Laundrie sneri hins vegar einn heim úr ferðalaginu til foreldra sinna á Flórída 1. september. Fjölskylda Petito hafði þá ekkert heyrt frá henni frá því að hún var á ferð við Grand Teton-þjóðgarðinn í Wyoming seint í ágúst. Laundrie, sem er 23 ára gamall, neitaði að ræða við yfirvöld eftir að hann sneri heim. Hann lét sig hverfa í kjölfarið. Foreldrar hans segjast ekki hafa séð hann frá því á þriðjudag. Lögreglumenn sem leituðu að Petito við eystri mörk þjóðgarðsins fundu það sem er nær örugglega talið lík hennar í gær. Alríkislögreglan FBI segir að dánarorsök hennar liggi enn ekki fyrir. AP-fréttastofan segir að upplýsingar um hvar og hvernig líkið fannst hafi ekki verið gefnar upp. Líkið sem fannst er sagt passa við lýsingar á Petito en yfirvöld segjast ekki geta staðfest að það sé af Petito fyrr en réttarmeinarannsókn hefur farið fram. Til stendur að kryfja líkið á morgun. Fjölskylda Petito var þó látin vita af líkfundinum. Grét óstjórnlega eftir átök við kærastann Petito og Laundrie skrásettu ferðalag sitt í röð samfélagsmiðlafærslna og virtist þá allt leika í lyndi. Eftir að Petito hvarf var myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af parinu í Utah 12. ágúst birt. Þar sást Petito gráta óstjórnlega eftir að þeim Laundrie sinnaðist og til stimpinga kom á milli þeirra. Í lögregluskýrslu kom fram að Petito hefði verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Á myndbandinu heyrðist Petito segja að þau hafi byrjað að rífast eftir að Laundrie kom inn í sendiferðabílinn með skítugar fætur. Laundrie sagði lögreglumönnunum að margra vikna ferðalag hefði sett „tilfinningalegt álag“ á samband þeirra, að því er segir í frétt Washington Post. Viku síðar virtist allt hafa fallið í ljúfa löð aftur þegar þau birtu myndir af sér að leik á strönd. Þar sáust þau meðal annars kyssast og leiðast. Lögreglubílar við Charlton-náttúruverndarsvæðið á Flórída þar sem Brians Laundrie var leitað um helgina.AP/Lögreglan í North Port Vildi engar upplýsingar veita Laundrie er ekki formlega grunaður um að hafa ráðið Petito bana þrátt fyrir að bæði hann og fjölskylda hans hafi þverneitað að veita upplýsingar um afdrif hennar við yfirvöld. Lögreglan hefur þó mikinn áhuga á að ræða við hann. Lögmaður Laundrie ráðlagði honum að ræða ekki við lögreglu þrátt fyrir að lögreglustjórinn í North Port á Flórída hefði biðlað til hans um að fá unga manninn til að leysa frá skjóðunni. Leit að Laundrie um helgina bar engan árangur. AP segir að fleiri en fimmtíu lögreglumenn hafi leitað hans á Carlton-náttúruverndarsvæðinu í Sarasota-sýslu á Flórída í gær. Svæðið er víðáttumikið með um 160 kílómetrum af gönguleiðum. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Hvarf Petito, sem var 22 ára gömul, vakti athygli um öll Bandaríkin. Hún hélt af stað í ferðalag til að skoða þjóðgarða í vestanverðum Bandaríkjunum á breyttum sendiferðabíl ásamt Brian Laundrie, kærasta sínum í júlí. Laundrie sneri hins vegar einn heim úr ferðalaginu til foreldra sinna á Flórída 1. september. Fjölskylda Petito hafði þá ekkert heyrt frá henni frá því að hún var á ferð við Grand Teton-þjóðgarðinn í Wyoming seint í ágúst. Laundrie, sem er 23 ára gamall, neitaði að ræða við yfirvöld eftir að hann sneri heim. Hann lét sig hverfa í kjölfarið. Foreldrar hans segjast ekki hafa séð hann frá því á þriðjudag. Lögreglumenn sem leituðu að Petito við eystri mörk þjóðgarðsins fundu það sem er nær örugglega talið lík hennar í gær. Alríkislögreglan FBI segir að dánarorsök hennar liggi enn ekki fyrir. AP-fréttastofan segir að upplýsingar um hvar og hvernig líkið fannst hafi ekki verið gefnar upp. Líkið sem fannst er sagt passa við lýsingar á Petito en yfirvöld segjast ekki geta staðfest að það sé af Petito fyrr en réttarmeinarannsókn hefur farið fram. Til stendur að kryfja líkið á morgun. Fjölskylda Petito var þó látin vita af líkfundinum. Grét óstjórnlega eftir átök við kærastann Petito og Laundrie skrásettu ferðalag sitt í röð samfélagsmiðlafærslna og virtist þá allt leika í lyndi. Eftir að Petito hvarf var myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af parinu í Utah 12. ágúst birt. Þar sást Petito gráta óstjórnlega eftir að þeim Laundrie sinnaðist og til stimpinga kom á milli þeirra. Í lögregluskýrslu kom fram að Petito hefði verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Á myndbandinu heyrðist Petito segja að þau hafi byrjað að rífast eftir að Laundrie kom inn í sendiferðabílinn með skítugar fætur. Laundrie sagði lögreglumönnunum að margra vikna ferðalag hefði sett „tilfinningalegt álag“ á samband þeirra, að því er segir í frétt Washington Post. Viku síðar virtist allt hafa fallið í ljúfa löð aftur þegar þau birtu myndir af sér að leik á strönd. Þar sáust þau meðal annars kyssast og leiðast. Lögreglubílar við Charlton-náttúruverndarsvæðið á Flórída þar sem Brians Laundrie var leitað um helgina.AP/Lögreglan í North Port Vildi engar upplýsingar veita Laundrie er ekki formlega grunaður um að hafa ráðið Petito bana þrátt fyrir að bæði hann og fjölskylda hans hafi þverneitað að veita upplýsingar um afdrif hennar við yfirvöld. Lögreglan hefur þó mikinn áhuga á að ræða við hann. Lögmaður Laundrie ráðlagði honum að ræða ekki við lögreglu þrátt fyrir að lögreglustjórinn í North Port á Flórída hefði biðlað til hans um að fá unga manninn til að leysa frá skjóðunni. Leit að Laundrie um helgina bar engan árangur. AP segir að fleiri en fimmtíu lögreglumenn hafi leitað hans á Carlton-náttúruverndarsvæðinu í Sarasota-sýslu á Flórída í gær. Svæðið er víðáttumikið með um 160 kílómetrum af gönguleiðum.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira