Í hverju felst frelsi í menntamálum? Helga Lára Haarde skrifar 20. september 2021 07:31 Menntamál hafa ekki verið mjög fyrirferðarmikil í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þau eru eigi að síður gríðarlega mikilvægur málaflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er málsvari frelsis, fjölbreytni og tækifæra. Það á ekki síst við í menntamálum. Óviðunandi staða menntakerfisins er flestum ljós. Lág laun kennara, erfið vinnuaðstaða, dvínandi árangur nemenda, sérstaklega drengja, líkt og kemur fram í PISA könnunum, er áhyggjuefni. Mér þykir ljóst að það sem vantar í menntakerfið er meiri fjölbreytni, meira val og meira frelsi. Það er gjarnan sagt um hægri menn að þeirra áherslur í menntakerfinu snúi aðeins að því að fjölga einkareknum skólum. Það er vissulega einn þáttur. Með fjölbreyttari flóru skóla bjóðast börnum fleiri tækifæri og foreldrum fjölbreyttari leiðir fyrir börnin sín. Hér skiptir þó öllu máli að tryggja að fjármagn fylgi barni óháð rekstrarformi skólans sem barnið sækir. Í Reykjavík er börnum hins vegar mismunað á þann hátt að lægra fjármagn fylgir þeim börnum sem sækja einkarekna skóla. Frelsi í menntamálum snýr þó ekki einungis að fleiri einkareknum skólum. Það þarf að veita skólum í almenna kerfinu miklu meira frelsi og auka sjálfstæði þeirra. Það þarf að draga hressilega úr miðstýringu í skólakerfinu. Það þarf að auka frelsi í námsvali og draga úr þessari miklu áherslu á lærdóm eftir fastri forskrift. Þannig virkjum við áhugasviðs hvers og eins. Íslenskt skólakerfi er fullt af frábæru fólki, kennurum og skólastjórnendum sem þekkja langbest fjölbreyttar þarfir sinna nemenda, hvernig best er að hvetja starfsfólk í starfi og hvernig best er að reka skóla. Það þarf að gefa kennurum meira frelsi og stuðla þannig að nýsköpun í skólastarfi. Hin mikla miðstýring kemur hins vegar í veg fyrir það að sé hægt. Þá þarf að breyta launakerfi stéttarinnar þannig að skólastjórnendur geti haft meira svigrúm til að semja um laun við sitt starfsfólk. Sú tregða sem virðist vera í skólakerfinu gagnvart því að fela þessu góða fagfólki meiri ábyrgð er óskiljanleg. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja fjölbreytt rekstrarform í íslensku menntakerfi, styðja við nýsköpun og draga úr miðstýringu í skólastarfi. Góður stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum þann 25. september getur tryggt nýjar leiðir í menntamálum á Íslandi. Fyrir því vil ég berjast. Höfundur skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Menntamál hafa ekki verið mjög fyrirferðarmikil í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þau eru eigi að síður gríðarlega mikilvægur málaflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er málsvari frelsis, fjölbreytni og tækifæra. Það á ekki síst við í menntamálum. Óviðunandi staða menntakerfisins er flestum ljós. Lág laun kennara, erfið vinnuaðstaða, dvínandi árangur nemenda, sérstaklega drengja, líkt og kemur fram í PISA könnunum, er áhyggjuefni. Mér þykir ljóst að það sem vantar í menntakerfið er meiri fjölbreytni, meira val og meira frelsi. Það er gjarnan sagt um hægri menn að þeirra áherslur í menntakerfinu snúi aðeins að því að fjölga einkareknum skólum. Það er vissulega einn þáttur. Með fjölbreyttari flóru skóla bjóðast börnum fleiri tækifæri og foreldrum fjölbreyttari leiðir fyrir börnin sín. Hér skiptir þó öllu máli að tryggja að fjármagn fylgi barni óháð rekstrarformi skólans sem barnið sækir. Í Reykjavík er börnum hins vegar mismunað á þann hátt að lægra fjármagn fylgir þeim börnum sem sækja einkarekna skóla. Frelsi í menntamálum snýr þó ekki einungis að fleiri einkareknum skólum. Það þarf að veita skólum í almenna kerfinu miklu meira frelsi og auka sjálfstæði þeirra. Það þarf að draga hressilega úr miðstýringu í skólakerfinu. Það þarf að auka frelsi í námsvali og draga úr þessari miklu áherslu á lærdóm eftir fastri forskrift. Þannig virkjum við áhugasviðs hvers og eins. Íslenskt skólakerfi er fullt af frábæru fólki, kennurum og skólastjórnendum sem þekkja langbest fjölbreyttar þarfir sinna nemenda, hvernig best er að hvetja starfsfólk í starfi og hvernig best er að reka skóla. Það þarf að gefa kennurum meira frelsi og stuðla þannig að nýsköpun í skólastarfi. Hin mikla miðstýring kemur hins vegar í veg fyrir það að sé hægt. Þá þarf að breyta launakerfi stéttarinnar þannig að skólastjórnendur geti haft meira svigrúm til að semja um laun við sitt starfsfólk. Sú tregða sem virðist vera í skólakerfinu gagnvart því að fela þessu góða fagfólki meiri ábyrgð er óskiljanleg. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja fjölbreytt rekstrarform í íslensku menntakerfi, styðja við nýsköpun og draga úr miðstýringu í skólastarfi. Góður stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum þann 25. september getur tryggt nýjar leiðir í menntamálum á Íslandi. Fyrir því vil ég berjast. Höfundur skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun