Fámennt og tíðindalítið á mótmælunum í Washington Þorgils Jónsson skrifar 19. september 2021 09:59 Fáir mættu í gær á mótmælin til stuðnings rósturseggjum sem gerðu aðsúg að þinghúsinu í Washingtonborg í upphafi árs. Svo fór sem margan grunaði að mótmælin í Washingtonborg í gær voru fámenn og tíðindalítil. Lögregla tefldi þó ekki á tvær hættur í aðdraganda, heldur var með mikinn viðbúnað, minnug óeirðanna sem brutust út hinn 6. janúar síðastliðinn þegar þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump gerðu aðsúg að þinghúsinu. Fjölmennt lögreglulið var til reiðu að þessu sinni og varnargirðingar höfðu verið reistar utan um þinghúsið. Skipuleggjendur í gær efndu einmitt til mótmælanna til stuðnings þeim óeirðaseggjum sem sitja inni eða hafa verið ákærð fyrir þátttöku sína í mótmælunum í janúar. Forystufólk af hægri vængnum hafði gert lítið úr fyrirhugaðri samkomu í gær og Trump sjálfur var aldrei væntanlegur. Matt Braynard, sem skipulagði mótmælin gagnrýndi kjörna fulltrúa Repúblikana fyrir að ljá málstaðnum ekki stuðning. And-mótmælendur söfnuðust einnig saman á svæðinu við þinghúsið, en ekki kom til alvarlegra átaka. Einn var handtekinn úr þeim ranni og tveir úr hópi mótmælendanna, annar var með hníf, en hinn var grunaður um að vera með skotvopn á sér. Eins og er eru 63 í haldi fyrir framgang sinn í óeirðunum 6. janúar og rúmlega 600 hafa verið ákærð. Tugir lögreglumanna slösuðust við skyldustörf og einn lést daginn eftir. Fjórir lögreglumenn hafa síðar svipt sig lífi, en einn mótmælandi var skotinn til bana inni í þinghúsinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. 18. september 2021 12:09 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Lögregla tefldi þó ekki á tvær hættur í aðdraganda, heldur var með mikinn viðbúnað, minnug óeirðanna sem brutust út hinn 6. janúar síðastliðinn þegar þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump gerðu aðsúg að þinghúsinu. Fjölmennt lögreglulið var til reiðu að þessu sinni og varnargirðingar höfðu verið reistar utan um þinghúsið. Skipuleggjendur í gær efndu einmitt til mótmælanna til stuðnings þeim óeirðaseggjum sem sitja inni eða hafa verið ákærð fyrir þátttöku sína í mótmælunum í janúar. Forystufólk af hægri vængnum hafði gert lítið úr fyrirhugaðri samkomu í gær og Trump sjálfur var aldrei væntanlegur. Matt Braynard, sem skipulagði mótmælin gagnrýndi kjörna fulltrúa Repúblikana fyrir að ljá málstaðnum ekki stuðning. And-mótmælendur söfnuðust einnig saman á svæðinu við þinghúsið, en ekki kom til alvarlegra átaka. Einn var handtekinn úr þeim ranni og tveir úr hópi mótmælendanna, annar var með hníf, en hinn var grunaður um að vera með skotvopn á sér. Eins og er eru 63 í haldi fyrir framgang sinn í óeirðunum 6. janúar og rúmlega 600 hafa verið ákærð. Tugir lögreglumanna slösuðust við skyldustörf og einn lést daginn eftir. Fjórir lögreglumenn hafa síðar svipt sig lífi, en einn mótmælandi var skotinn til bana inni í þinghúsinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. 18. september 2021 12:09 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. 18. september 2021 12:09
Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35
Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00