Pep hótar að hætta með City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2021 23:01 Pep Guardiola segist glaður stíga til hliðar ef stuðningsmenn félagsins eru ósáttir með hann. Getty/Matt McNulty Spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur hótað því að segja upp starfi sínu hjá Manchester City eftir að framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs félagsins bað hann um að halda sig við þjálfun. Pep hafði áður kallað eftir því að stuðningsmenn liðsins myndu fylla völlinn eftir að aðeins 38.000 manns mættu á Etihad-völlinn í 6-3 sigri City gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu, en völlurinn getur tekið við rúmlega 55.000 manns. Kevin Parker, framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbsins brást við því með því að biðja stjórann vinsamlegast um að halda sig við þjálfun. Fyrr í dag brást Pep við þessum ummælum Parker með því að segjast ekki ætla að biðjast afsökunar, og nú hefur hann sagt að hann sé tilbúinn að ganga út ef stuðningsmennirnir eru ósáttir við hann. „Ástæðan fyrir því að ég er svona fúll og pirraður og sár er að þessi gæi þykist vita hvað ég er að segja, hvað ég þarf að gera og vita hverjar fyrirætlanir mínar voru,“ sagði Pep. „En það er alveg sama. Ef fólk er ósátt við mig, þá mun ég fara, það er alveg klárt.“ Pep á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hann segir að hann myndi glaður stíga til hliðar ef stuðningsmennirnir vilja losna við hann. Hann segist þó, rétt eins og stuðningsmennirnir, vilja það besta fyrir klúbbinn. „Ef ég er ósáttur við stuðningsmennina, þá mun ég stíga til hliðar. Það er ekkert vandamál, en ég er einn af þeim. Frá fyrsta degi hef ég reynt að gera mitt besta hérna, það er alveg klárt. Ég vil auðvitað spila fyrir framan fullan Etihad-völl.“ Pep Guardiola threatens to quit Manchester City as Etihad attendance row escalates | @mcgrathmike https://t.co/MnhFRaeEHn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2021 Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. 17. september 2021 15:30 Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Pep hafði áður kallað eftir því að stuðningsmenn liðsins myndu fylla völlinn eftir að aðeins 38.000 manns mættu á Etihad-völlinn í 6-3 sigri City gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu, en völlurinn getur tekið við rúmlega 55.000 manns. Kevin Parker, framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbsins brást við því með því að biðja stjórann vinsamlegast um að halda sig við þjálfun. Fyrr í dag brást Pep við þessum ummælum Parker með því að segjast ekki ætla að biðjast afsökunar, og nú hefur hann sagt að hann sé tilbúinn að ganga út ef stuðningsmennirnir eru ósáttir við hann. „Ástæðan fyrir því að ég er svona fúll og pirraður og sár er að þessi gæi þykist vita hvað ég er að segja, hvað ég þarf að gera og vita hverjar fyrirætlanir mínar voru,“ sagði Pep. „En það er alveg sama. Ef fólk er ósátt við mig, þá mun ég fara, það er alveg klárt.“ Pep á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hann segir að hann myndi glaður stíga til hliðar ef stuðningsmennirnir vilja losna við hann. Hann segist þó, rétt eins og stuðningsmennirnir, vilja það besta fyrir klúbbinn. „Ef ég er ósáttur við stuðningsmennina, þá mun ég stíga til hliðar. Það er ekkert vandamál, en ég er einn af þeim. Frá fyrsta degi hef ég reynt að gera mitt besta hérna, það er alveg klárt. Ég vil auðvitað spila fyrir framan fullan Etihad-völl.“ Pep Guardiola threatens to quit Manchester City as Etihad attendance row escalates | @mcgrathmike https://t.co/MnhFRaeEHn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2021
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. 17. september 2021 15:30 Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. 17. september 2021 15:30
Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10