Bjór og mjöður, desertvín og sterkt á Bessastöðum Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2021 16:50 Um átta þúsund gestir koma árlega í heimsókn til Bessastaða og stundum þarf að veita þar vín. Engin grunur er um misnotkun hvað varðar að starfsmaður hafi seilst eftir flösku hér og flösku þar til eigin nota. Skrifstofa forsetaembættsins hefur gefið út upplýsingar um núverandi birgðir forsetaembættisins af áfengum drykkjum. Um tveimur milljónum er varið að meðaltali árlega í áfengiskaup fyrir forsetaembættið. Í ljós kemur að þar eru nú um stundir 108 flöskur af léttvíni, 283 flöskur af bjór og miði og 50 flöskur af desertvíni og sterku áfengi. Í framhaldi af fyrirspurn Vísis þá má hér neðar sjá yfirlit yfir áfengiskaup forsetaembættisins eftir tegundum á tímabilinu 2010 – 2020. Vísir greindi frá ásökunum Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns þess efnis að starfsmaður forsætisembættisins hafi gengið í vínið eins og hann ætti það. Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri sagði að engin skoðun slíku máli væri í gangi. Engar grunsemdir um misnotkun „Ekki hafa kviknað grunsemdir innan embættisins um misnotkun starfsmanns sem tengja má áfengiskaupum,“ segir nú í tilkynningu. Þar segir jafnframt að árið 2017 hafi verið samþykkt breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki sem afnam fríðindi æðstu stofnana ríkisins. Frá 2017 hefur embætti forseta Íslands því greitt áfengisgjöld, sem það var áður undanþegið. Þá hefur áfengisverð einnig hækkað umtalsvert á liðnum árum. „Innlendum viðburðum á vegum embættis forseta hefur fjölgað á undanförnum árum, allt þar til farsóttin setti strik í reikninginn og hefur hvort tveggja haft áhrif á aðföng. Vert er og að vekja sérstaka athygli á því að árið 2019 sóttu Ísland heim í opinberum heimsóknum forseti Þýskalands og forseti Indlands, ásamt fjölmennu fylgdarliði og var forseti Íslands gestgjafi þeirra,“ segir í tilkynningunni. Átta þúsund gestir á Bessastöðum árlega Þá kemur fram að metið er að 8000 gestir komi til Bessastaða árlega til funda, í móttökur, málsverði, verðlaunaafhendingar eða til annarra viðburða og þiggi þar einhverjar veitingar: „Ekki er sérstaklega haldið utan um það hve margir gestir þiggja áfengan drykk, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.“ Fram kemur að áfengisveitingar í formi léttvíns séu langalgengastar, en fyrir kemur að sterkt áfengi sé veitt á smærri viðburðum og er því jafnan hluti af vínlager embættisins. „Einnig má nefna að sumt af því sterka áfengi sem keypt hefur verið inn er íslensk framleiðsla nýtt í kynningarskyni í móttökum forseta í opinberum heimsóknum utanlands.“ Forseti Íslands Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Í ljós kemur að þar eru nú um stundir 108 flöskur af léttvíni, 283 flöskur af bjór og miði og 50 flöskur af desertvíni og sterku áfengi. Í framhaldi af fyrirspurn Vísis þá má hér neðar sjá yfirlit yfir áfengiskaup forsetaembættisins eftir tegundum á tímabilinu 2010 – 2020. Vísir greindi frá ásökunum Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns þess efnis að starfsmaður forsætisembættisins hafi gengið í vínið eins og hann ætti það. Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri sagði að engin skoðun slíku máli væri í gangi. Engar grunsemdir um misnotkun „Ekki hafa kviknað grunsemdir innan embættisins um misnotkun starfsmanns sem tengja má áfengiskaupum,“ segir nú í tilkynningu. Þar segir jafnframt að árið 2017 hafi verið samþykkt breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki sem afnam fríðindi æðstu stofnana ríkisins. Frá 2017 hefur embætti forseta Íslands því greitt áfengisgjöld, sem það var áður undanþegið. Þá hefur áfengisverð einnig hækkað umtalsvert á liðnum árum. „Innlendum viðburðum á vegum embættis forseta hefur fjölgað á undanförnum árum, allt þar til farsóttin setti strik í reikninginn og hefur hvort tveggja haft áhrif á aðföng. Vert er og að vekja sérstaka athygli á því að árið 2019 sóttu Ísland heim í opinberum heimsóknum forseti Þýskalands og forseti Indlands, ásamt fjölmennu fylgdarliði og var forseti Íslands gestgjafi þeirra,“ segir í tilkynningunni. Átta þúsund gestir á Bessastöðum árlega Þá kemur fram að metið er að 8000 gestir komi til Bessastaða árlega til funda, í móttökur, málsverði, verðlaunaafhendingar eða til annarra viðburða og þiggi þar einhverjar veitingar: „Ekki er sérstaklega haldið utan um það hve margir gestir þiggja áfengan drykk, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.“ Fram kemur að áfengisveitingar í formi léttvíns séu langalgengastar, en fyrir kemur að sterkt áfengi sé veitt á smærri viðburðum og er því jafnan hluti af vínlager embættisins. „Einnig má nefna að sumt af því sterka áfengi sem keypt hefur verið inn er íslensk framleiðsla nýtt í kynningarskyni í móttökum forseta í opinberum heimsóknum utanlands.“
Forseti Íslands Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira