Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Anfield og Stamford Bridge Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2021 09:00 Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson fyrir utan Anfield leikvanginn. Skjámynd/S2 Sport Íþróttadeild Sýn átti góða fulltrúa á Meistaradeildarleikjum Chelsea og Liverpool í vikunni. Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson voru fyrir hönd Stöð 2 Sport á leikjunum tveimur á Brúnni og Anfield. Fyrst sáu strákarnir Chelsea hefja titilvörn sína með 1-0 sigri á Zenet á Stamford Bridge og svo eftir lestaferð til Liverpool horfðu þeir félagar á 3-2 endurkomusigur Liverpool á AC Milan á Anfield. Með þeim Gumma Ben og Óla Kristjáns í för var framleiðslustjórinn Ólafur Þór Chelbat og hann hefur nú sett saman ferðasögu sem finna á hér fyrir neðan. Ferðasagan byrjar í Leifsstöð og síðan má sjá Guðmund og Ólaf fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik og inn á vellinum eftir hann sem og á leið í lest til Liverpool og svo bæði fyrir utan Anfield sem og inn á vellinum. Ólafur Kristjánsson er stuðningsmaður Liverpool en hafði aldrei áður komið á Anfield. Sem betur fer fyrir hann og hans stöðu innan Liverpool samfélagsins þá tókst liðinu að landa 3-2 sigri eftir að hafa lent undir í leiknum. Við grípum aðeins í ferðasöguna þegar þeir félagar spjölluðu fyrir utan Anfield og Gummi stóðst ekki mátið að stríða aðeins Liverpool stuðningsmanninum. „Ég tók túristann á þetta og fór í Liverpool búðina. Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var lítill að rautt færi mér svo vel. Sá litur tónaði vel við húðlitinn. Ég fór í eina retró og var að spá í að setja Torben Piechnik aftan á treyjuna en hann var samherji minn hjá AGF,“ sagði Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson skaut þá inn í: „Kannski óvinsælasti leikmaður Liverpool sögunnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Stærðin væri þá í Jan Mölby en ég setti öryggið á oddinn og tók hana vel rúma,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að drífa okkur inn því leikurinn er að byrja,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla ferðasöguna hér fyrir neðan. Klippa: Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Meistaradeildarleiki Chelsea og Liverpool Meistaradeild Evrópu Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Fyrst sáu strákarnir Chelsea hefja titilvörn sína með 1-0 sigri á Zenet á Stamford Bridge og svo eftir lestaferð til Liverpool horfðu þeir félagar á 3-2 endurkomusigur Liverpool á AC Milan á Anfield. Með þeim Gumma Ben og Óla Kristjáns í för var framleiðslustjórinn Ólafur Þór Chelbat og hann hefur nú sett saman ferðasögu sem finna á hér fyrir neðan. Ferðasagan byrjar í Leifsstöð og síðan má sjá Guðmund og Ólaf fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik og inn á vellinum eftir hann sem og á leið í lest til Liverpool og svo bæði fyrir utan Anfield sem og inn á vellinum. Ólafur Kristjánsson er stuðningsmaður Liverpool en hafði aldrei áður komið á Anfield. Sem betur fer fyrir hann og hans stöðu innan Liverpool samfélagsins þá tókst liðinu að landa 3-2 sigri eftir að hafa lent undir í leiknum. Við grípum aðeins í ferðasöguna þegar þeir félagar spjölluðu fyrir utan Anfield og Gummi stóðst ekki mátið að stríða aðeins Liverpool stuðningsmanninum. „Ég tók túristann á þetta og fór í Liverpool búðina. Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var lítill að rautt færi mér svo vel. Sá litur tónaði vel við húðlitinn. Ég fór í eina retró og var að spá í að setja Torben Piechnik aftan á treyjuna en hann var samherji minn hjá AGF,“ sagði Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson skaut þá inn í: „Kannski óvinsælasti leikmaður Liverpool sögunnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Stærðin væri þá í Jan Mölby en ég setti öryggið á oddinn og tók hana vel rúma,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að drífa okkur inn því leikurinn er að byrja,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla ferðasöguna hér fyrir neðan. Klippa: Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Meistaradeildarleiki Chelsea og Liverpool
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira