Á sama tíma ítrekuðu forráðamenn félagsins að Ofurdeildin hafi átt rétt á sér en Juventus var eitt af félögunum sem vildu stofna nýja deild með bestu félögum Evrópu.
#Juventus, il bilancio 2020/21: perdite più che raddoppiate rispetto all'anno precedentehttps://t.co/iNy6aMddlu
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) September 17, 2021
Chelsea, Manchester City, Manchester United, Liverpool, Tottenham Hotspur, Arsenal, Inter Milan, Atletico Madrid og AC Milan hafa öll dregið sig út en eftir standa Juventus og spænsku félögin Real Madrid og Barcelona.
Það er ekki nóg með að 2020-21 fjárhagsárið hafi reynst Juventus afar erfitt þá bættist þetta 209,9 milljóna evra tap við þær 89,7 milljónir evra sem félagið tapaði tímabili á undan.
Juventus veðjaði á það að sækja Cristiano Ronaldo frá Real Madrid og gera við hann risasamning. Það gekk ekki alveg upp, liðið náði ekki að vinna Meistaradeildina á tíma Portúgalans hjá félaginu og missti einnig af ítalska meistaratitlinum á síðustu leiktíð.
La #Juventus ha chiuso l'esercizio 2020/2021 con una perdita consolidata di 209,9 milioni di euro, per effetto di minori #ricavi per 92,7 milioni, correlati sia agli effetti direttamente imputabili alla pandemia sia a minori proventi da gestione diritti da calciatori. pic.twitter.com/b6z8MCDhqx
— RTL 102.5 (@rtl1025) September 17, 2021
Juventus seldi Ronaldo til Manchester United og er bara með eitt stig af níu mögulegum í fyrstu þremur umferðunum á þessu tímabili.
Juventus þarf nú að reyna að lifa af eftir að hafa tapað 45,4 milljörðum íslenskra króna á síðustu tveimur tímabilum.