Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 15:01 Giuffre heldur því fram að Andrés prins hafi vitað af því að hún væri sautján ára gömul og fórnarlamb mansals þegar hann misnotaði hana fyrir um tuttugu árum. Prinsinn hefur neitað allri sök. Vísir/EPA Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. Virginia Giuffre stefndi Andrési, hertoga af Jórvík, í Bandaríkjunum en hún sakar hann um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var undir lögaldri. Hún heldur því fram að Andrés hafi vitað að hún væri fórnarlamb mansals Jeffreys Epstein, bandarísks auðkýfings, sem hefur verið sakaður um stórfelld kynferðisbrot og mansal á ungum konum. Epstein svipti sig lífi í bandarísku fangelsi í fyrra. Andrés prins, sem er næstelsti sonur Elísabetar Bretadrottningar, hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Ekki aðeins það heldur segist hann ekki minnast þess að hafa nokkru sinni hitt Giuffre. Deilt hefur verið um það fyrir breskum dómstólum hvort Giuffre geti birt Andrési stefnu sína þar í landi. Lögmenn Andrésar hafa haldið því fram að það hafi verið gert með ólögmætum hætti og því hafi honum enn ekki verið birt stefnan. Mikið er í húfi því teljist stefnan hafa verið birt Andrési verður hann að taka til varna fyrir dómi því annars gæti hann átt á hættu að tapa málinu sjálfkrafa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur dómari í New York sagt að Giuffre geti birt lögmanni Andrésar í Bandaríkjunum stefnuna. Vísaði hann til þess að lögmenn Giuffre hefðu þegar reynt að birta Andrési stefnuna í Bretlandi samkvæmt reglum alþjóðlegs samnings sem bæði Bandaríkin og Bretland eiga aðild að. Dómari á Bretlandi hefur þegar fallist á að hægt sé að birta Andrési stefnuna þar. Hann hefur gefið lögmönnum prinsins frest fram á næsta föstudag til að áfrýja þeirri niðurstöðu. Mál Jeffrey Epstein Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Virginia Giuffre stefndi Andrési, hertoga af Jórvík, í Bandaríkjunum en hún sakar hann um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var undir lögaldri. Hún heldur því fram að Andrés hafi vitað að hún væri fórnarlamb mansals Jeffreys Epstein, bandarísks auðkýfings, sem hefur verið sakaður um stórfelld kynferðisbrot og mansal á ungum konum. Epstein svipti sig lífi í bandarísku fangelsi í fyrra. Andrés prins, sem er næstelsti sonur Elísabetar Bretadrottningar, hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Ekki aðeins það heldur segist hann ekki minnast þess að hafa nokkru sinni hitt Giuffre. Deilt hefur verið um það fyrir breskum dómstólum hvort Giuffre geti birt Andrési stefnu sína þar í landi. Lögmenn Andrésar hafa haldið því fram að það hafi verið gert með ólögmætum hætti og því hafi honum enn ekki verið birt stefnan. Mikið er í húfi því teljist stefnan hafa verið birt Andrési verður hann að taka til varna fyrir dómi því annars gæti hann átt á hættu að tapa málinu sjálfkrafa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur dómari í New York sagt að Giuffre geti birt lögmanni Andrésar í Bandaríkjunum stefnuna. Vísaði hann til þess að lögmenn Giuffre hefðu þegar reynt að birta Andrési stefnuna í Bretlandi samkvæmt reglum alþjóðlegs samnings sem bæði Bandaríkin og Bretland eiga aðild að. Dómari á Bretlandi hefur þegar fallist á að hægt sé að birta Andrési stefnuna þar. Hann hefur gefið lögmönnum prinsins frest fram á næsta föstudag til að áfrýja þeirri niðurstöðu.
Mál Jeffrey Epstein Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira