Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjörborðinu Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2021 08:33 Alls eru fjórtán flokkar í framboði og er búist við að Kómmúnistaflokkurinn, hægri popúlistaflokkurinn LDPR og vinstri þjóðernisflokkurinn Sanngjarnt Rússland munu aftur ná mönnum á þing, auk stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands. EPA Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum. Kosningarnar munu standa næstu þrjá daga og segja stjórnvöld þetta gert til að tryggja sóttvarnir á tímum heimsfaraldursins en stjórnarandstæðingar segja að fyrirkomulagið opni möguleika á kosningasvindli. Síðustu mánuði hafa stjórnvöld útilokað fjölda stjórnarandstæðinga frá því að bjóða sig fram. Sumir hafa verið dæmdir í fangelsi, aðrir handteknir og þá hefur öðrum einnig verið meinað að bjóða sig fram af ólíkum ástæðum. Guardian segir frá því að sumum fjölmiðlum, en ekki eru stjórnvöldum þóknanlegir, hafi verið lokað þar sem fullyrt er að erlendir aðilar stýri þeim. Ekki verða neinir kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til að fylgjast með framkvæmd kosninganna. „Snjallkosning“ Einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, Alexei Navalní, sem nú situr í fangelsi, hefur reynt að hvetja fólk til að kjósa taktískt, þannig að þeir flykki sig á bakvið þann frambjóðenda sem þykir eiga mesta möguleika að hafa betur gegn frambjóðenda stjórnarflokksins í hverju kjördæmi fyrir sig. Tilheyra flestir frambjóðendurnir Kommúnistaflokknum. Rússnesk yfirvöld bönnuðu í byrjun mánaðar Google og rússnesku leitarsíðunni Yandex að birta leitarniðurstöður fyrir „Umnoje golosowanije“, „snallkosning“ sem Navalní og stuðningsmenn hans hafa verið að hvetja til. Stjórnarflokkurinn, Sameinað Rússland, er nú með 336 þingmenn af 450 í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Rússland Tengdar fréttir Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Kosningarnar munu standa næstu þrjá daga og segja stjórnvöld þetta gert til að tryggja sóttvarnir á tímum heimsfaraldursins en stjórnarandstæðingar segja að fyrirkomulagið opni möguleika á kosningasvindli. Síðustu mánuði hafa stjórnvöld útilokað fjölda stjórnarandstæðinga frá því að bjóða sig fram. Sumir hafa verið dæmdir í fangelsi, aðrir handteknir og þá hefur öðrum einnig verið meinað að bjóða sig fram af ólíkum ástæðum. Guardian segir frá því að sumum fjölmiðlum, en ekki eru stjórnvöldum þóknanlegir, hafi verið lokað þar sem fullyrt er að erlendir aðilar stýri þeim. Ekki verða neinir kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til að fylgjast með framkvæmd kosninganna. „Snjallkosning“ Einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, Alexei Navalní, sem nú situr í fangelsi, hefur reynt að hvetja fólk til að kjósa taktískt, þannig að þeir flykki sig á bakvið þann frambjóðenda sem þykir eiga mesta möguleika að hafa betur gegn frambjóðenda stjórnarflokksins í hverju kjördæmi fyrir sig. Tilheyra flestir frambjóðendurnir Kommúnistaflokknum. Rússnesk yfirvöld bönnuðu í byrjun mánaðar Google og rússnesku leitarsíðunni Yandex að birta leitarniðurstöður fyrir „Umnoje golosowanije“, „snallkosning“ sem Navalní og stuðningsmenn hans hafa verið að hvetja til. Stjórnarflokkurinn, Sameinað Rússland, er nú með 336 þingmenn af 450 í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins.
Rússland Tengdar fréttir Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04