Loksins undið ofan af mismunun barna með fæðingagalla Þorgils Jónsson skrifar 16. september 2021 21:31 Rakel Theodórsdóttir og fjölskylda fagna nýrri reglugerðarbreytingu sem tekur af tvímæli um að Bergur Páll sonur hennar, og öll börn með skarð í gómi eða tannboga eigi rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tannréttinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti á dögunum bráðabirgðaákvæði inn í reglugerð um greiðsluþátttöku til kostnaðar vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga. Með ákvæðinu eru tekin af öll tvímæli um að öllum börnum með skarð í efri tannboga eða klofinn góm, harða eða mjúka, sé tryggð 95% endurgreiðsla vegna tannlækninga eða tannréttinga. Þessi breyting gjörbreytir stöðu barna með skarð í gómi, en foreldrar þeirra hafa lengi staðið í stappi við Sjúkratryggingar Íslands sem hafa ekki viljað taka þátt í nauðsynlegum tannréttingakostnaði. „Við áttum ekki rétt á neinu,“ segir Rakel Theodórsdóttir, móðir Bergs Páls, átta ára drengs með skarð í gómi. Hún segir að með þessari reglugerðarbreytingu sé „loksins verið að vinda ofan af mismunun milli barna með fæðingargalla“. „Þarna var verið að flokka börn með viðurkenndan fæðingargalla eftir því hvar fæðingargallinn var.“ Svandís fyrst til að sýna málinu áhuga Rakel segir að þetta hafi verið löng barátta. Svandís hafi verið fyrsti ráðherrann sem hafi sýnt málinu áhuga og komið á reglugerð sem tók gildi í upphafi árs 2020, þar sem kveðið var á um endurgreiðslur barna með skarð í gómi. Sjúkratryggingar hafi hins vegar ekki vikið frá sinni afstöðu. „Við vorum endalaust send í mat. Það var niðurstaðan að málið [kostnaður þessa hóps vegna tannréttinga] sé brýnt, en samt segja Sjúkratryggingar að við eigum ekki rétt á greiðsluþátttöku,“ segir Rakel. „Við kærum það til úrskurðarnefndar velferðarmála, sem dæma okkur í hag og málið er sent aftur á Sjúkratryggingar Íslands. Þar fundu þau sér bara áfram glufur til þess að takmarka greiðslur til okkar.“ „Þetta hefur alfarið staðið upp á Sjúkratryggingar og bitnar ekki á neinum nema langveikum börnum og fjölskyldum þeirra.“ Pattstaða þar til fyrir tveimur vikum Málið hafi verið í pattstöðu þangað til fyrir um tveimur vikum þegar ráðherra hafi gengið aftur í málið. „Nú er þetta bráðabirgðaákvæði komið inn í reglugerðina og málið algerlega skýrt. Við erum búin að senda inn reikninga til Sjúkratrygginga Íslands og ég fengið tilkynningu um að við fáum endurgreiðsluna í kringum helgina. Þannig að við ætlum að leyfa okkur að fagna.“ Heilbrigðismál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Þessi breyting gjörbreytir stöðu barna með skarð í gómi, en foreldrar þeirra hafa lengi staðið í stappi við Sjúkratryggingar Íslands sem hafa ekki viljað taka þátt í nauðsynlegum tannréttingakostnaði. „Við áttum ekki rétt á neinu,“ segir Rakel Theodórsdóttir, móðir Bergs Páls, átta ára drengs með skarð í gómi. Hún segir að með þessari reglugerðarbreytingu sé „loksins verið að vinda ofan af mismunun milli barna með fæðingargalla“. „Þarna var verið að flokka börn með viðurkenndan fæðingargalla eftir því hvar fæðingargallinn var.“ Svandís fyrst til að sýna málinu áhuga Rakel segir að þetta hafi verið löng barátta. Svandís hafi verið fyrsti ráðherrann sem hafi sýnt málinu áhuga og komið á reglugerð sem tók gildi í upphafi árs 2020, þar sem kveðið var á um endurgreiðslur barna með skarð í gómi. Sjúkratryggingar hafi hins vegar ekki vikið frá sinni afstöðu. „Við vorum endalaust send í mat. Það var niðurstaðan að málið [kostnaður þessa hóps vegna tannréttinga] sé brýnt, en samt segja Sjúkratryggingar að við eigum ekki rétt á greiðsluþátttöku,“ segir Rakel. „Við kærum það til úrskurðarnefndar velferðarmála, sem dæma okkur í hag og málið er sent aftur á Sjúkratryggingar Íslands. Þar fundu þau sér bara áfram glufur til þess að takmarka greiðslur til okkar.“ „Þetta hefur alfarið staðið upp á Sjúkratryggingar og bitnar ekki á neinum nema langveikum börnum og fjölskyldum þeirra.“ Pattstaða þar til fyrir tveimur vikum Málið hafi verið í pattstöðu þangað til fyrir um tveimur vikum þegar ráðherra hafi gengið aftur í málið. „Nú er þetta bráðabirgðaákvæði komið inn í reglugerðina og málið algerlega skýrt. Við erum búin að senda inn reikninga til Sjúkratrygginga Íslands og ég fengið tilkynningu um að við fáum endurgreiðsluna í kringum helgina. Þannig að við ætlum að leyfa okkur að fagna.“
Heilbrigðismál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira