Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2021 07:00 Berjasprettan á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið með besta móti í ár eins og víða annars staðar á landinu. Hér má sjá berjatínslukonu í hlíð skammt frá Vestfjarðagöngum nú í september. Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. Það var mikill erill í bláberjamóttökunni hjá Örnu í Bolungarvík þegar fréttastofa leit þar við síðla morguns í september. Arna hefur nú um árabil keypt ber af berjatínslufólki í lok sumars og byrjun hausts. Úr berjunum er búin til bláberjasulta sem notuð er í haustjógúrt mjólkurvinnslunnar. Berjasprettan verið með besta móti fyrir vestan í ár og þau duglegustu geta haft hundruð þúsunda upp úr krafsinu. Þegar móttakan er opin er tekið á móti berjum þrjá daga í viku. Berin hafa streymt inn til Örnu í haust - afkastamesti tínslumaðurinn skilar af sér um 150 kílóum í hvert sinn sem hann mætir, að sögn gæðastjóra. „Við ætlum að taka semsé fjögur tonn en erum að taka sirka sjö til átta hundruð kíló á dag,“ segir Guðlaug Brynhildur Árnadóttir, gæðastjóri hjá Örnu. „Hérna vigtum við þau, skoðum og förum yfir þau og við viljum náttúrulega bara svört, fersk ber.“ Þá einskorðast berjatínslan alls ekki við Bolungarvík heldur eru berin tínd víðsvegar á Vestfjörðum. „Margir koma hingað vestur og eru að tína, í Ísafirði, Djúpinu og alls staðar þar sem þau mega tína,“ segir Guðlaug. Þá sé berjatínslufólkið jafnmismunandi og það er margt. „Íslendingar, útlendingar og mjög skemmtilegt fólk. Gott fólk.“ Ber Bolungarvík Matvælaframleiðsla Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Sjá meira
Það var mikill erill í bláberjamóttökunni hjá Örnu í Bolungarvík þegar fréttastofa leit þar við síðla morguns í september. Arna hefur nú um árabil keypt ber af berjatínslufólki í lok sumars og byrjun hausts. Úr berjunum er búin til bláberjasulta sem notuð er í haustjógúrt mjólkurvinnslunnar. Berjasprettan verið með besta móti fyrir vestan í ár og þau duglegustu geta haft hundruð þúsunda upp úr krafsinu. Þegar móttakan er opin er tekið á móti berjum þrjá daga í viku. Berin hafa streymt inn til Örnu í haust - afkastamesti tínslumaðurinn skilar af sér um 150 kílóum í hvert sinn sem hann mætir, að sögn gæðastjóra. „Við ætlum að taka semsé fjögur tonn en erum að taka sirka sjö til átta hundruð kíló á dag,“ segir Guðlaug Brynhildur Árnadóttir, gæðastjóri hjá Örnu. „Hérna vigtum við þau, skoðum og förum yfir þau og við viljum náttúrulega bara svört, fersk ber.“ Þá einskorðast berjatínslan alls ekki við Bolungarvík heldur eru berin tínd víðsvegar á Vestfjörðum. „Margir koma hingað vestur og eru að tína, í Ísafirði, Djúpinu og alls staðar þar sem þau mega tína,“ segir Guðlaug. Þá sé berjatínslufólkið jafnmismunandi og það er margt. „Íslendingar, útlendingar og mjög skemmtilegt fólk. Gott fólk.“
Ber Bolungarvík Matvælaframleiðsla Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Sjá meira