Oddvitaáskorunin: Rak Blómabúð í Reykjavík og ísbúð á Benidorm Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2021 15:00 Helga Thorberg er sérfræðingur þegar kemur að blómaskreytingum og mikill náttúruunnandi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Helga Thorberg leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Græðgi, taumlaus neysla og virðingarleysi við móðir jörð er á góðri leið með að útrýma öllu lífi á jörðinni. Það er á ábyrgð stjórnvalda að grípa til aðgerða til að sporna við eyðileggingunni. Það er hins vegar okkar ábyrgð að velja þá sem fara með valdið. Þess vegna þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að fara í þær róttæku breytingar, stjórnvöld sem eru ekki að þjóna auðvaldinu heldur almenningi. Með því að fylkja okkur um stefnu Sósíalistaflokksins, veljum við efnahagskerfi sem byggir á lífvænlegum gildum fyrir fjöldann – en ekki sérhagsmunum fárra. Róttækra aðgerða er þörf – ég ætla að leggja því lið. Ég er fædd í Vestmannaeyjum 1950. Menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur. Skrifað sjónvarpsþætti og unnið útvarps- og grínþætti með skólasystur og vinkonu minni Eddu Björgvinsdóttur. Starfaði með Kvennaframboðinu og Kvennalistanum. Rak mína blómabúð Blómálfinn í 15 ár - og rak ísbúð á Benidorm - pillaði rækjur í Hafnarfirði - var í sveit í Fljótshlíðinni - blómaskreytir í fínustu blómabúð Oslóar í 5 ár - afgreiddi í Björnsbakaríi og á bóndamarkaði í Hrafnagili - svo eitthvað sé nefnt ! Ég á tvo syni og fimm barnabörn.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Strandirnar eru töfrandi. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér ekki bragðref – en er kolfallin fyrir Elvis á Lemon! Uppáhalds bók? Dimmalimm – mamma kom að mér grátandi með bókina og snökti „svanurinn er dáinn „ – þannig uppgötvaðist að ég var læs ! Margar bæst við síðan – bæði grátur og hlátur! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Oops!...I Did It Again - Britney Spears. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Stóra-Dal í Eyjafirði. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Margar flottar seríur sem ég hafði ekki horft á, eins og Crown og fleiri – og svo blessaðir göngutúrnarnir, koma sér út úr húsi. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek ekki í bekk – nema ég þurfi að færa hann! Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Blómaskreytir – elska blóm. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „We need to talk!“ Uppáhalds tónlistarmaður? Víkingur Heiðar Ólafsson píanósnillingur. Besti fimmaurabrandarinn? „Hægt fer ég – en hægara kemst ég“ – sagði kerling þegar karlinn var að reka á eftir henni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar mamma flutti með okkur systurnar til Ameríku – 12 tíma flug – 3 máltíðir á leiðinni – og útsýnið út um gluggann yfir New York borg – ég var 12 ára! Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Forystukonur okkar í verkalýðshreyfingunum, jarðbundnar, sterkar og eldklárar! Besta íslenska Eurovision-lagið? „Til hamingju Ísland „ – Silvía Nótt var æði! Besta frí sem þú hefur farið í? Ég á það eftir! Uppáhalds þynnkumatur? Þynnka er ekki á mínum matseðli. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Horfði ekki á Fóstbræður. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Var utanskóla! Rómantískasta uppátækið? Það er leyndarmál! Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Helga Thorberg leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Græðgi, taumlaus neysla og virðingarleysi við móðir jörð er á góðri leið með að útrýma öllu lífi á jörðinni. Það er á ábyrgð stjórnvalda að grípa til aðgerða til að sporna við eyðileggingunni. Það er hins vegar okkar ábyrgð að velja þá sem fara með valdið. Þess vegna þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að fara í þær róttæku breytingar, stjórnvöld sem eru ekki að þjóna auðvaldinu heldur almenningi. Með því að fylkja okkur um stefnu Sósíalistaflokksins, veljum við efnahagskerfi sem byggir á lífvænlegum gildum fyrir fjöldann – en ekki sérhagsmunum fárra. Róttækra aðgerða er þörf – ég ætla að leggja því lið. Ég er fædd í Vestmannaeyjum 1950. Menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur. Skrifað sjónvarpsþætti og unnið útvarps- og grínþætti með skólasystur og vinkonu minni Eddu Björgvinsdóttur. Starfaði með Kvennaframboðinu og Kvennalistanum. Rak mína blómabúð Blómálfinn í 15 ár - og rak ísbúð á Benidorm - pillaði rækjur í Hafnarfirði - var í sveit í Fljótshlíðinni - blómaskreytir í fínustu blómabúð Oslóar í 5 ár - afgreiddi í Björnsbakaríi og á bóndamarkaði í Hrafnagili - svo eitthvað sé nefnt ! Ég á tvo syni og fimm barnabörn.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Strandirnar eru töfrandi. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér ekki bragðref – en er kolfallin fyrir Elvis á Lemon! Uppáhalds bók? Dimmalimm – mamma kom að mér grátandi með bókina og snökti „svanurinn er dáinn „ – þannig uppgötvaðist að ég var læs ! Margar bæst við síðan – bæði grátur og hlátur! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Oops!...I Did It Again - Britney Spears. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Stóra-Dal í Eyjafirði. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Margar flottar seríur sem ég hafði ekki horft á, eins og Crown og fleiri – og svo blessaðir göngutúrnarnir, koma sér út úr húsi. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek ekki í bekk – nema ég þurfi að færa hann! Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Blómaskreytir – elska blóm. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „We need to talk!“ Uppáhalds tónlistarmaður? Víkingur Heiðar Ólafsson píanósnillingur. Besti fimmaurabrandarinn? „Hægt fer ég – en hægara kemst ég“ – sagði kerling þegar karlinn var að reka á eftir henni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar mamma flutti með okkur systurnar til Ameríku – 12 tíma flug – 3 máltíðir á leiðinni – og útsýnið út um gluggann yfir New York borg – ég var 12 ára! Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Forystukonur okkar í verkalýðshreyfingunum, jarðbundnar, sterkar og eldklárar! Besta íslenska Eurovision-lagið? „Til hamingju Ísland „ – Silvía Nótt var æði! Besta frí sem þú hefur farið í? Ég á það eftir! Uppáhalds þynnkumatur? Þynnka er ekki á mínum matseðli. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Horfði ekki á Fóstbræður. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Var utanskóla! Rómantískasta uppátækið? Það er leyndarmál!
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira