Umboðsmaður leggur til gjafsókn fyrir foreldra Heklu Lindar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2021 15:01 Guðrún Haraldsdóttir og Jón Ingi Gunnarsson, foreldrar Heklu Lindar. Vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingi hefur lagt til við dómsmálaráðherra að foreldrum Heklu Lindar Jónsdóttur verði veitt gjafsókn í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu vegna andláts dóttur þeirra í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna þann 9. apríl 2019. Foreldrarnir kvörtuðu til umboðsmanns þar sem þau gerðu meðal annars athugasemdir við niðurstöðu ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna andlátsins. Þau ákváðu að höfða skaðabótamál og óskuðu eftir að umboðsmaður nýtti heimild sína til að leggja til að þeim yrði veitt gjafsókn. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna vorið 2019. Ítarlega var fjallað um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás á Vísi í fyrra. Umboðsmaður tók málið fyrir og segir í niðurstöðu sinni að rétturinn til lífs og mannhelgi njóti verndar samkvæmt íslenskum stjórnlögum og alþjóðasamningum um mannréttindi. Af því leiðii að gera verði ríkar kröfur til þeirrar valdbeitingar sem talin er nauðsynleg við framkvæmd handtöku og þá því frekar þegar handtaka leiði til líkamstjóns eða dauða. „Af réttinum til lífs leiðir einnig að tryggja ber að andlát sé upplýst með viðhlítandi hætti, s.s. opinberri rannsókn, og fyrir hendi séu úrræði til að þeir sem bera ábyrgð á andláti séu látnir sæta henni með einum eða öðrum hætti, þar á meðal með einkaréttarlegum úrræðum,“ segir í niðurstöðu umboðsmanns. Hekla Lind var með margþætta áverka eftir átökin samkvæmt krufningaskýrslu.grafík/hafsteinn Umboðsmaður telur ljóst að rannsókn á andlátinu lúti að mikilvægum hagsmunum foreldranna og að við þær aðstæður sem uppi eru sé eðlilegt að dómstólar leysi úr mögulegum ágreiningi í málinu. „Í ljósi laga, reglna og allra málavaxta, og þar sem umboðsmaður taldi ekki hægt að ganga út frá því að þau ættu óskilyrtan rétt til gjafsóknar á grundvelli laga um meðferð sakamála eða annarra laga, lagði hann til við dómsmálaráðherra að þeim yrði veitt gjafsókn í málinu. Í því fælist ekki nein afstaða til atvika málsins eða lagaatriða að öðru leyti en því að þau vafaatriði sem uppi væru, væru þess eðlis að rétt væri að foreldrarnir fengju óhindrað leyst úr þeim fyrir dómstólum sér að skaðlausu.“ Umfjöllun Kompás má sjá í heild að neðan. Umboðsmaður Alþingis Lögreglan Tengdar fréttir Mál Heklu Lindar komið á borð Umboðsmanns Alþingis Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. 8. febrúar 2020 14:35 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna þann 9. apríl 2019. Foreldrarnir kvörtuðu til umboðsmanns þar sem þau gerðu meðal annars athugasemdir við niðurstöðu ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna andlátsins. Þau ákváðu að höfða skaðabótamál og óskuðu eftir að umboðsmaður nýtti heimild sína til að leggja til að þeim yrði veitt gjafsókn. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna vorið 2019. Ítarlega var fjallað um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás á Vísi í fyrra. Umboðsmaður tók málið fyrir og segir í niðurstöðu sinni að rétturinn til lífs og mannhelgi njóti verndar samkvæmt íslenskum stjórnlögum og alþjóðasamningum um mannréttindi. Af því leiðii að gera verði ríkar kröfur til þeirrar valdbeitingar sem talin er nauðsynleg við framkvæmd handtöku og þá því frekar þegar handtaka leiði til líkamstjóns eða dauða. „Af réttinum til lífs leiðir einnig að tryggja ber að andlát sé upplýst með viðhlítandi hætti, s.s. opinberri rannsókn, og fyrir hendi séu úrræði til að þeir sem bera ábyrgð á andláti séu látnir sæta henni með einum eða öðrum hætti, þar á meðal með einkaréttarlegum úrræðum,“ segir í niðurstöðu umboðsmanns. Hekla Lind var með margþætta áverka eftir átökin samkvæmt krufningaskýrslu.grafík/hafsteinn Umboðsmaður telur ljóst að rannsókn á andlátinu lúti að mikilvægum hagsmunum foreldranna og að við þær aðstæður sem uppi eru sé eðlilegt að dómstólar leysi úr mögulegum ágreiningi í málinu. „Í ljósi laga, reglna og allra málavaxta, og þar sem umboðsmaður taldi ekki hægt að ganga út frá því að þau ættu óskilyrtan rétt til gjafsóknar á grundvelli laga um meðferð sakamála eða annarra laga, lagði hann til við dómsmálaráðherra að þeim yrði veitt gjafsókn í málinu. Í því fælist ekki nein afstaða til atvika málsins eða lagaatriða að öðru leyti en því að þau vafaatriði sem uppi væru, væru þess eðlis að rétt væri að foreldrarnir fengju óhindrað leyst úr þeim fyrir dómstólum sér að skaðlausu.“ Umfjöllun Kompás má sjá í heild að neðan.
Umboðsmaður Alþingis Lögreglan Tengdar fréttir Mál Heklu Lindar komið á borð Umboðsmanns Alþingis Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. 8. febrúar 2020 14:35 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Mál Heklu Lindar komið á borð Umboðsmanns Alþingis Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. 8. febrúar 2020 14:35
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30
Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54
Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00